Jöfnuður er síst of mikill Elín Björg Jónsdóttir skrifar 1. maí 2015 07:00 Baráttudagur verkalýðsins er að þessu sinni haldinn hátíðlegur í skugga alvarlegustu deilna á vinnumarkaði í áraraðir. Með kjarasamningum á síðasta ári var tækifæri skapað fyrir stjórnvöld og launagreiðendur að ávinna sér traust og sýna í verki að þau hefðu hagsmuni heildarinnar í huga. En í stað þess að leggjast á eitt með almenningi og vinna sameiginlega að bættum hag fjöldans var haldið inn á braut sérhagsmuna. Laun afmarkaðra hópa hækkuðu langt umfram það sem fjölmennustu og lægst launuðu hóparnir fengu. Ríkisstjórnin gaf eftir tekjustofna á þá efnamestu. Áfram var skorið niður á flestum sviðum opinberrar þjónustu, skattar á matvæli voru hækkaðir og réttur til atvinnuleysisbóta skertur. Með aðgerðum sínum hafa stjórnvöld og atvinnurekendur hafnað því að vinna sameiginlega á grunni stöðugleika og samstöðu. Þeir hæst launuðu skammta sér enn hærri laun, bónusa og milljarða arðgreiðslur. Á meðan eru hóflegar hækkanir lægstu launa sagðar ógna efnahagslífinu í heild. Horfið var frá jafnaðarhugsjóninni. Þess vegna er staðan á vinnumarkaði eins og hún er nú. Undanfarna daga hafa ráðamenn ítrekað vegið að verkfallsrétti launafólks og fjármálaráðherra veltir því upp í alvöru hvort gengið hafi verið of langt í að jafna kjör fólks. Ummælin eru látin falla skömmu eftir lækkun auðlindagjalda á útgerðir, afnám auðlegðarskatts á þá efnamestu og hækkun matarskatts. Fjöldi fólks hefur ekki efni á að kaupa sér húsnæði og ástandið á leigumarkaði er afleitt. Þrátt fyrir það gera stjórnvöld lítið sem ekkert í húsnæðismálunum. Er nema von að launafólk upplifi mikinn ójöfnuð og óréttlæti þegar framkoman er með þessum hætti? Krafa launafólks er að stjórnvöld búi svo um að fólk sjái hag sínum best borgið á Íslandi. Hér þarf að hækka launin, auka kaupmáttinn og tryggja öllum viðunandi húsnæði á viðunandi verði. Við þurfum að koma á fjölskylduvænna samfélagi svo að ungt fólk öðlist trú á að hér sé best að vera. Ég vona að ríkisstjórnin, sveitarstjórnir landsins og launagreiðendur allir hlýði á kall launafólks á baráttudegi verkalýðsins. Kall um réttlátara þjóðfélag þar sem jöfnuður allra er hafður að leiðarljósi. Launafólki um land allt óska ég til hamingju með daginn um leið og ég vonast til sem flestir taki þátt í hátíðarhöldum dagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Björg Jónsdóttir Mest lesið Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson Skoðun Skoðun Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Baráttudagur verkalýðsins er að þessu sinni haldinn hátíðlegur í skugga alvarlegustu deilna á vinnumarkaði í áraraðir. Með kjarasamningum á síðasta ári var tækifæri skapað fyrir stjórnvöld og launagreiðendur að ávinna sér traust og sýna í verki að þau hefðu hagsmuni heildarinnar í huga. En í stað þess að leggjast á eitt með almenningi og vinna sameiginlega að bættum hag fjöldans var haldið inn á braut sérhagsmuna. Laun afmarkaðra hópa hækkuðu langt umfram það sem fjölmennustu og lægst launuðu hóparnir fengu. Ríkisstjórnin gaf eftir tekjustofna á þá efnamestu. Áfram var skorið niður á flestum sviðum opinberrar þjónustu, skattar á matvæli voru hækkaðir og réttur til atvinnuleysisbóta skertur. Með aðgerðum sínum hafa stjórnvöld og atvinnurekendur hafnað því að vinna sameiginlega á grunni stöðugleika og samstöðu. Þeir hæst launuðu skammta sér enn hærri laun, bónusa og milljarða arðgreiðslur. Á meðan eru hóflegar hækkanir lægstu launa sagðar ógna efnahagslífinu í heild. Horfið var frá jafnaðarhugsjóninni. Þess vegna er staðan á vinnumarkaði eins og hún er nú. Undanfarna daga hafa ráðamenn ítrekað vegið að verkfallsrétti launafólks og fjármálaráðherra veltir því upp í alvöru hvort gengið hafi verið of langt í að jafna kjör fólks. Ummælin eru látin falla skömmu eftir lækkun auðlindagjalda á útgerðir, afnám auðlegðarskatts á þá efnamestu og hækkun matarskatts. Fjöldi fólks hefur ekki efni á að kaupa sér húsnæði og ástandið á leigumarkaði er afleitt. Þrátt fyrir það gera stjórnvöld lítið sem ekkert í húsnæðismálunum. Er nema von að launafólk upplifi mikinn ójöfnuð og óréttlæti þegar framkoman er með þessum hætti? Krafa launafólks er að stjórnvöld búi svo um að fólk sjái hag sínum best borgið á Íslandi. Hér þarf að hækka launin, auka kaupmáttinn og tryggja öllum viðunandi húsnæði á viðunandi verði. Við þurfum að koma á fjölskylduvænna samfélagi svo að ungt fólk öðlist trú á að hér sé best að vera. Ég vona að ríkisstjórnin, sveitarstjórnir landsins og launagreiðendur allir hlýði á kall launafólks á baráttudegi verkalýðsins. Kall um réttlátara þjóðfélag þar sem jöfnuður allra er hafður að leiðarljósi. Launafólki um land allt óska ég til hamingju með daginn um leið og ég vonast til sem flestir taki þátt í hátíðarhöldum dagsins.
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun