Innlent

Léttlestir og hraðvagnar komin á dagskrá

Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar
Hreinn Haraldsson vegamálastjóri og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri við undirritunina.
Hreinn Haraldsson vegamálastjóri og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri við undirritunina. MYND/VEGAGERÐIN
Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, SSH, og Vegagerðin skrifuðu á föstudag undir samkomulag um þróun samgöngukerfisins á höfuðborgarsvæðinu.

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, og Hreinn Haraldsson vegamálastjóri undirrituðu samkomulagið á fundi SSH í Kópavogi. Samkomulagið snýr að þróun stofnvegakerfisins, þróun stofnleiða hjólreiða, þróun almenningssamgangna og sjálfbærri samgönguáætlun á höfuðborgarsvæðinu. Samkomulagið tekur tillit til heildræns svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins sem unnið er af SSH.

Sjá einnig: Tækifæri og stórborgarbragur með léttlestum í Reykjavík

Meginmarkmið samkomulagsins er að tryggja öryggi borgaranna við vegauppbyggingu. Þá gerir samkomulagið ráð fyrir því að einkabíllinn verði aðalsamgöngumáti höfuðborgarbúa árið 2040 en gert er ráð fyrir því að samgönguvenjur breytist þó verulega og nokkuð dragi úr vexti bílaumferðar. Í svæðaskipulagi höfuðborgarsvæðisins er meðal annars gert ráð fyrir aukinni kjarnamyndun byggða sem myndi létta undir uppbyggingu almenningssamgangna. Með þessu skrefi eru því léttlestir og hraðvagnar komin á dagskrá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×