Forsætisráðherra axlar ábyrgð Sigurður Oddsson skrifar 20. apríl 2015 14:05 Það kom að því að þjóðin eignaðist mann við Austurvöll, sem axlar ábyrgð á meðferð skattpeninga. Ekki var það þannig, þegar Landsímahúsið var selt og annað húsnæði tekið á leigu eftir innréttingar á kostnað Jóns og Gunnu. Það er verðugt markmið að koma Alþingi í eigið húsnæði fyrir 100 ára afmæli fullveldisins. Haldið er fram að við breytingu LSH frá Hringbraut tefjist ný hönnun byggingar sjúkrahússins um allt að tíu ár. Það er alrangt. Sjúkrahúsið verður bæði fyrr tilbúið, betra og ódýrara verði nú strax breytt frá Hringbraut í Fossvog. Í fyrsta lagi er byggingasvæði mikið aðgengilegra í Fossvogi og að mestu uppgröftur, en við Hringbraut er mest klöpp. Miklu fljótlegra og ódýrara er að byggja hátt hús í Fossvogi, en mörg lágreist hús dreifð yfir stórt svæði við Hringbraut. Best væri að byrja strax jarðvinnu og grafa út alla lóðina. Teikna og hanna húsið samtímis því, þannig að vinna við grunn og uppsteypu geti hafist strax að uppgreftri loknum. Í öðru lagi eru góðir arkitektar orðnir sérfræðingar í hönnun sjúkrahúsa eftir reynsluna af hönnun sjúkrahúss við Hringbraut, þar sem þeim var þröngur stakkur sniðinn. Eflaust hefði margt verið leyst á annan hátt, ef nóg hefði verið plássið. Fái þeir tækifæri til að hanna nýtt hús frá grunni í Fossvogi þá munu þeir vera snöggir að því og í leiðinni sníða af ýmsa vankanta, sem kunna að vera á húsinu við Hringbraut.Of lítið pláss á lóð RÚV Ég hefi fylgst með umræðunni um byggingu háskólasjúkrahúss í mörg ár. Í byrjun var rætt um Hringbraut, Fossvog og Vífilsstaði. Eini samanburður á staðsetningu, sem ég hefi séð var fyrir nokkrum árum. Þá báru forstjóri og framkvæmdastjóri LSH Hringbraut saman við einhvern stað fyrir utan Elliðaár. Niðurstaðan var Hringbraut í hag. Hún byggðist á forsendum, sem áttu betur við Fossvog, en Hringbraut. Þannig sönnuðu þeir að nýr spítali væri best staðsettur í Fossvogi. Ég hefi blandað mér í umræðuna um nýjan spítala með nokkrum blaðagreinum, sem margar hafa endað með hvatningu til þess að gerður væri raunhæfur samanburður á Hringbraut og Fossvogi. Ánægjulegt er að nú sé forsætisráðherra, sem hugsar út fyrir kassann og hefur kjark til að láta skoða hlutina miðað við aðstæður dagsins í dag. Ekki líst mér á að byggja sjúkrahúsið á lóð RÚV. Þar er of lítið pláss. RÚV má bjarga á einfaldari hátt með því að sameina Rás 1 og 2 í eina Rás. Líklega nægir að hætta að endurflytja efni til að fá eina góða rás, sem væri ódýrari rekstur en tvær. Þann hluta lóðar, sem ekki nýtist RÚV mætti selja fyrir byggingu minni íbúða, eins og nú er í tísku. Margir vinnustaðir og skólar eru í hjólafæri við Háaleiti og LSH í göngufæri. Það væri ekki ónýtt fyrir LSH að eiga blokk þar til útleigu fyrir starfsfólk! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Mest lesið Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
Það kom að því að þjóðin eignaðist mann við Austurvöll, sem axlar ábyrgð á meðferð skattpeninga. Ekki var það þannig, þegar Landsímahúsið var selt og annað húsnæði tekið á leigu eftir innréttingar á kostnað Jóns og Gunnu. Það er verðugt markmið að koma Alþingi í eigið húsnæði fyrir 100 ára afmæli fullveldisins. Haldið er fram að við breytingu LSH frá Hringbraut tefjist ný hönnun byggingar sjúkrahússins um allt að tíu ár. Það er alrangt. Sjúkrahúsið verður bæði fyrr tilbúið, betra og ódýrara verði nú strax breytt frá Hringbraut í Fossvog. Í fyrsta lagi er byggingasvæði mikið aðgengilegra í Fossvogi og að mestu uppgröftur, en við Hringbraut er mest klöpp. Miklu fljótlegra og ódýrara er að byggja hátt hús í Fossvogi, en mörg lágreist hús dreifð yfir stórt svæði við Hringbraut. Best væri að byrja strax jarðvinnu og grafa út alla lóðina. Teikna og hanna húsið samtímis því, þannig að vinna við grunn og uppsteypu geti hafist strax að uppgreftri loknum. Í öðru lagi eru góðir arkitektar orðnir sérfræðingar í hönnun sjúkrahúsa eftir reynsluna af hönnun sjúkrahúss við Hringbraut, þar sem þeim var þröngur stakkur sniðinn. Eflaust hefði margt verið leyst á annan hátt, ef nóg hefði verið plássið. Fái þeir tækifæri til að hanna nýtt hús frá grunni í Fossvogi þá munu þeir vera snöggir að því og í leiðinni sníða af ýmsa vankanta, sem kunna að vera á húsinu við Hringbraut.Of lítið pláss á lóð RÚV Ég hefi fylgst með umræðunni um byggingu háskólasjúkrahúss í mörg ár. Í byrjun var rætt um Hringbraut, Fossvog og Vífilsstaði. Eini samanburður á staðsetningu, sem ég hefi séð var fyrir nokkrum árum. Þá báru forstjóri og framkvæmdastjóri LSH Hringbraut saman við einhvern stað fyrir utan Elliðaár. Niðurstaðan var Hringbraut í hag. Hún byggðist á forsendum, sem áttu betur við Fossvog, en Hringbraut. Þannig sönnuðu þeir að nýr spítali væri best staðsettur í Fossvogi. Ég hefi blandað mér í umræðuna um nýjan spítala með nokkrum blaðagreinum, sem margar hafa endað með hvatningu til þess að gerður væri raunhæfur samanburður á Hringbraut og Fossvogi. Ánægjulegt er að nú sé forsætisráðherra, sem hugsar út fyrir kassann og hefur kjark til að láta skoða hlutina miðað við aðstæður dagsins í dag. Ekki líst mér á að byggja sjúkrahúsið á lóð RÚV. Þar er of lítið pláss. RÚV má bjarga á einfaldari hátt með því að sameina Rás 1 og 2 í eina Rás. Líklega nægir að hætta að endurflytja efni til að fá eina góða rás, sem væri ódýrari rekstur en tvær. Þann hluta lóðar, sem ekki nýtist RÚV mætti selja fyrir byggingu minni íbúða, eins og nú er í tísku. Margir vinnustaðir og skólar eru í hjólafæri við Háaleiti og LSH í göngufæri. Það væri ekki ónýtt fyrir LSH að eiga blokk þar til útleigu fyrir starfsfólk!
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar