Gríðarlegt átak þarf í öldrunarhjúkrun Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 18. apríl 2015 12:00 Erlendar rannsóknir sýna að hlutfall fagmenntaðs starfsfólks skiptir máli varðandi gæði hjúkrunar og líðan einstaklinganna. vísir/pjetur Gríðarlegt átak þarf að gera í öldrunarhjúkrun vegna fjölgunar aldraðra. Þetta segir doktor Ingibjörg Hjaltadóttir, sérfræðingur í öldrunarhjúkrun. „Það þarf að fjölga fagfólki inni á hjúkrunarheimilum, bæði hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum. Við þurfum einnig fleiri hjúkrunarfræðinga sem sérmennta sig í öldrunarhjúkrun. Viðfangsefnin eru orðin svo flókin á hjúkrunarheimilunum. Einstaklingar koma nú miklu veikari þangað inn en fyrir nokkrum árum. Allar erlendar rannsóknir sýna að hlutfall fagmenntaðs starfsfólks skiptir máli varðandi gæði hjúkrunar og líðan einstaklinganna. Öldruðum sem dvelja heima og þurfa hjúkrun fjölgar einnig,“ bendir Ingibjörg á. Hefja á sérstakt diplómanám í öldrunarhjúkrun við Háskóla Íslands í haust. „Slíkt nám var í boði frá 2007 til 2009 og þá útskrifuðust 20. Það hefur greinilega aukið gæði þjónustunnar. Svo hafa nokkrir hjúkrunarfræðingar lokið meistaranámi í öldrunarhjúkrun,“ segir Ingibjörg. Nú útskrifast um 150 hjúkrunarnemar á hverju ári úr almennu hjúkrunarnámi. Samkvæmt könnun Félags hjúkrunarfræðinga íhuga um 30 prósent hjúkrunarfræðinga að flytja af landi brott á næstu tveimur árum. 80 prósent á aldrinum 24 til 34 ára íhuga flutning en 35 prósent þeirra sem eru 45 ára og eldri. Um 900 hjúkrunarfræðingar mega hætta störfum sökum aldurs á næstu þremur árum. Það er mat Ingibjargar að fjölga þurfi nemaplássum í hjúkrunarfræði til muna, ekki bara til þess að mæta fækkun vegna þeirra sem hætta heldur þurfi að fjölga í stéttinni. „Það er hins vegar ekki nóg að útskrifa nema, það þarf líka að halda í útskrifaða hjúkrunarfræðinga og leiðrétta launakjörin. Íslenskir hjúkrunarfræðingar eru eftirsóttur starfskraftur, ekki bara á spítölum heldur einnig í önnur störf. Þeir eru jafnframt eftirsóttir erlendis vegna góðrar menntunar.“ Von er á skýrslu frá Félagi hjúkrunarfræðinga um þær áherslur sem þarf að leggja í öldrunarhjúkrun. Skýrslan verður afhent velferðarráðuneytinu, að sögn Ingibjargar. „Skýrslan verður mikilvægt innlegg í umræðuna og gefur vísbendingar um það sem þarf að gera.“ Mest lesið Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Kerfið hafi brugðist Innlent „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Innlent Fleiri fréttir Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar Sjá meira
Gríðarlegt átak þarf að gera í öldrunarhjúkrun vegna fjölgunar aldraðra. Þetta segir doktor Ingibjörg Hjaltadóttir, sérfræðingur í öldrunarhjúkrun. „Það þarf að fjölga fagfólki inni á hjúkrunarheimilum, bæði hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum. Við þurfum einnig fleiri hjúkrunarfræðinga sem sérmennta sig í öldrunarhjúkrun. Viðfangsefnin eru orðin svo flókin á hjúkrunarheimilunum. Einstaklingar koma nú miklu veikari þangað inn en fyrir nokkrum árum. Allar erlendar rannsóknir sýna að hlutfall fagmenntaðs starfsfólks skiptir máli varðandi gæði hjúkrunar og líðan einstaklinganna. Öldruðum sem dvelja heima og þurfa hjúkrun fjölgar einnig,“ bendir Ingibjörg á. Hefja á sérstakt diplómanám í öldrunarhjúkrun við Háskóla Íslands í haust. „Slíkt nám var í boði frá 2007 til 2009 og þá útskrifuðust 20. Það hefur greinilega aukið gæði þjónustunnar. Svo hafa nokkrir hjúkrunarfræðingar lokið meistaranámi í öldrunarhjúkrun,“ segir Ingibjörg. Nú útskrifast um 150 hjúkrunarnemar á hverju ári úr almennu hjúkrunarnámi. Samkvæmt könnun Félags hjúkrunarfræðinga íhuga um 30 prósent hjúkrunarfræðinga að flytja af landi brott á næstu tveimur árum. 80 prósent á aldrinum 24 til 34 ára íhuga flutning en 35 prósent þeirra sem eru 45 ára og eldri. Um 900 hjúkrunarfræðingar mega hætta störfum sökum aldurs á næstu þremur árum. Það er mat Ingibjargar að fjölga þurfi nemaplássum í hjúkrunarfræði til muna, ekki bara til þess að mæta fækkun vegna þeirra sem hætta heldur þurfi að fjölga í stéttinni. „Það er hins vegar ekki nóg að útskrifa nema, það þarf líka að halda í útskrifaða hjúkrunarfræðinga og leiðrétta launakjörin. Íslenskir hjúkrunarfræðingar eru eftirsóttur starfskraftur, ekki bara á spítölum heldur einnig í önnur störf. Þeir eru jafnframt eftirsóttir erlendis vegna góðrar menntunar.“ Von er á skýrslu frá Félagi hjúkrunarfræðinga um þær áherslur sem þarf að leggja í öldrunarhjúkrun. Skýrslan verður afhent velferðarráðuneytinu, að sögn Ingibjargar. „Skýrslan verður mikilvægt innlegg í umræðuna og gefur vísbendingar um það sem þarf að gera.“
Mest lesið Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Kerfið hafi brugðist Innlent „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Innlent Fleiri fréttir Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar Sjá meira