Innlent

Eyjamenn segja veðurfar hafa skemmt gróður og eru áhyggjufullir

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Miklar áhyggjur eru af gróðri eftir vettvangsferð umhverfisráðs. Myndin er frá Heimakletti.
Miklar áhyggjur eru af gróðri eftir vettvangsferð umhverfisráðs. Myndin er frá Heimakletti. Mynd/Óskar P. Friðriksson
Gróðureyðing á Heimaey sökum veðurfars veldur umhverfis- og skipulagsráði Vestmannaeyja miklum áhyggjum.

„Ljóst er að ákveðin svæði eru illa farin og þarfnast sértækra aðgerða svo koma megi í veg fyrir frekari skemmdir,“ segir í bókun ráðsins. Starfsmenn Vestmannaeyjabæjar hafi undanfarin sumur unnið að úrbótum en nú sé ljóst að kalla þurfi fleiri aðila að verkinu. Nefnir ráðið þar til sögunnar Landgræðsluna, félagasamtök og aðra áhugasama, bæði hópa og einstaklinga.

„Ráðið felur starfsmönnum sviðsins að gera áætlun um aðgerðir og útvega tilskilin leyfi yfirvalda til að grípa til þeirra aðgerða sem þurfa þykir. Þá hvetur ráðið Eyjamenn til að ganga um af virðingu við náttúruna og forðast allt óþarfa rask,“ segir í bókun ráðsins eftir vettvangsferð þar sem skoðaðir voru helstu staðir sem hafa orðið fyrir náttúrulegu raski í Heimaey.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×