Aprílgabb forsætisráðherra? Steingrímur J Sigfússon skrifar 14. apríl 2015 07:00 Undirrituðum fór eins og fleirum þegar fréttist af tillögum forsætisráðherra um ýmsar húsbyggingar hinn 1. apríl sl., að afgreiða það eftir augnabliks íhugun sem aprílgabb. Til að fyrirbyggja strax allan misskilning þá er framtíðarúrlausn í húsnæðismálum Alþingis hið þarfasta mál. Sama á við um að ráðast loksins í að byggja myndarlega yfir handritin og aðra starfsemi undir hatti stofnunar Árna Magnússonar. Mun meira tvímælis orkar einhvers konar endurbygging Hótel Valhallar á Þingvöllum. Sú hugmynd fellur illa að þeim áherslum sem Þingvallanefnd hefur í mótun um framtíðarfyrirkomulag mála á Þingvöllum og í samráði við forsætisnefnd Alþingis hvað varðar mögulega aðkomu Alþingis sjálfs að skipan mála á eða í nágrenni við sjálfa þinghelgina. Verst eru þó vinnubrögð forsætisráðherra.1) Ef ætlunin er að ná breiðri pólitískri samstöðu um tillögur sem tengdar verði hundrað ára fullveldisafmælinu 2018 er aðferðin ekki sú að einn flokksformaður, jafnvel þó forsætisráðherra sé, móti þær tillögur án nokkurs samráðs, geri þær heyrinkunnar sem sínar og ætli sér svo að hóa í aðra forystumenn til samþykkis. Svoleiðis hefur aldrei áður verið staðið að málum sem þessum.2) Hvað húsakost Alþingis varðar þá er það einfaldlega ekki mál framkvæmdavaldsins. Lengi hefur staðið undirbúningur undir nýbyggingar sem leysa myndu framtíðarhúsnæðisþörf Alþingis fyrir þingnefndir og þjónustu á nefndasviði, skrifstofuaðstöðu þingmanna og þingflokka og ýmsa aðra stoðþjónustu sem nú er á víð og dreif í leiguhúsnæði í mörgum byggingum. Svo var komið síðsumars 2008 að deiliskipulag var frágengið, nákvæm húsrýmisáætlun hafði verið gerð og allt var klárt fyrir útboð hönnunarsamkeppni. Öll stefnumótun, undirbúningur og ákvarðanataka í þessum efnum var á vegum Alþingis sjálfs og nema hvað. Íslandi býr við þingbundna lýðræðisstjórn. Framkvæmdavaldið sækir umboð sitt til Alþingis en ekki öfugt. Alþingi er þar á ofan fjárveitinga- og fjárstjórnarvaldið og ákveður því sjálft þær fjárveitingar sem það telur sig þurfa til framkvæmda jafnt sem reksturs. Forsætisnefnd Alþingis hefur haft framtíðarúrlausn húsnæðismála á sinni dagskrá undanfarna mánuði og nú síðast fyrir nokkrum vikum tekið að skoða nýbyggingaráformin aftur. Þar á málið heima. Það er einfaldlega stjórnskipulega rangt að framkvæmdavaldið standi fyrir tillögugerð um innri mál Alþingis. Slíkt er í beinni andstöðu við ákvæði þingskapalaga og eðlilega aðgreiningu valdþáttanna. Rúsínan í pylsuendanum hér er svo að forsætisráðherra hyggst ákveða eftir hvaða teikningum eigi að byggja, þ.e. aldargömlum skissum Guðjóns Samúelssonar, sem að hluta til a.m.k. áttu að leysa úr þörf nýstofnaðs Háskóla Íslands sem þá var til húsa í Alþingishúsinu fyrir stúdentagarða.3) Þegar kemur að framkvæmdum á Þingvöllum er svipað uppi á teningunum. Í 3. mgr. 1. gr. laga um Þjóðgarðinn á Þingvöllum stendur: „Hið friðlýsta land skal vera undir vernd Alþingis og ævinleg eign íslensku þjóðarinnar.“ Önnur grein laganna hefst á orðunum: „Þjóðgarðurinn á Þingvöllum skal vera undir stjórn Þingvallanefndar,“ sem svo Alþingi kýs í upphafi hvers kjörtímabils. Þó svo málefni Þingvalla heyri stjórnskipulega undir forsætisráðuneytið (með svipuðum hætti og forsætisráðuneytið er tengiliður Alþingis við framkvæmdavaldið) er sjálfstæði Þingvallanefndar með ýmsum hætti undirstrikað. Þannig semur Þingvallanefnd sjálf reglugerðir sem gilda innan þjóðgarðsins og forsætisráðuneytið fær þær einungis til staðfestingar. Það er því auðvitað Þingvallanefndar en ekki Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar að ákveða einstakar framkvæmdir á Þingvöllum.4) Loks Stofnun Árna Magnússonar. Dregist hefur úr hömlu að koma þeirri byggingu af stað og kyrrstaðan sl. tvö ár er alfarið á ábyrgð núverandi ríkisstjórnar. Hún lét það verða sitt fyrsta verk að stöðva þegar hafnar framkvæmdir eftir að fyrri ríkisstjórn hafði tekið framkvæmdina inn í fjárfestingaáætlun sína í góðu samstarfi við Háskóla Íslands sem kostar verkið að hluta. Síðan hefur blasað við gestum og gangandi hola, svonefnd „gröf íslenskra fræða“, þar sem áður stóð hinn fornfrægi Melavöllur. Sinnaskipti forsætisráðherra eru ánægjuleg, en varla er sérstakt tilefni fyrir hann að hreykja sér. Það kórónaði svo allt saman í þessu einkennilega aprílbyrjunargosi forsætisráðherra þegar hann fór óforvarendis að fimbulfamba um að e.t.v. ætti að byggja nýjan Landspítala á einhverjum allt öðrum stað. Byggingin sem er, með fullri virðingu fyrir hinum, þ.e. húsnæði Alþingis, Stofnun Árna Magnússonar og úrbótum á Þingvöllum, mest þjóðarnauðsyn er með slíku ábyrgðarleysishjali forsætisráðherra enn sett í óvissu. Það er að segja ef eitthvert mark er á honum takandi sem vonandi er ekki í þessu tilviki fremur en fleirum.Hefurðu sögu að segja eða skoðun að deila? Ef svo er sendu okkur grein ásamt mynd á netfangið ritstjorn(hja)visir.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Steingrímur J. Sigfússon Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Enn má Daði leiðrétta Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson Skoðun Skoðun Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Sjá meira
Undirrituðum fór eins og fleirum þegar fréttist af tillögum forsætisráðherra um ýmsar húsbyggingar hinn 1. apríl sl., að afgreiða það eftir augnabliks íhugun sem aprílgabb. Til að fyrirbyggja strax allan misskilning þá er framtíðarúrlausn í húsnæðismálum Alþingis hið þarfasta mál. Sama á við um að ráðast loksins í að byggja myndarlega yfir handritin og aðra starfsemi undir hatti stofnunar Árna Magnússonar. Mun meira tvímælis orkar einhvers konar endurbygging Hótel Valhallar á Þingvöllum. Sú hugmynd fellur illa að þeim áherslum sem Þingvallanefnd hefur í mótun um framtíðarfyrirkomulag mála á Þingvöllum og í samráði við forsætisnefnd Alþingis hvað varðar mögulega aðkomu Alþingis sjálfs að skipan mála á eða í nágrenni við sjálfa þinghelgina. Verst eru þó vinnubrögð forsætisráðherra.1) Ef ætlunin er að ná breiðri pólitískri samstöðu um tillögur sem tengdar verði hundrað ára fullveldisafmælinu 2018 er aðferðin ekki sú að einn flokksformaður, jafnvel þó forsætisráðherra sé, móti þær tillögur án nokkurs samráðs, geri þær heyrinkunnar sem sínar og ætli sér svo að hóa í aðra forystumenn til samþykkis. Svoleiðis hefur aldrei áður verið staðið að málum sem þessum.2) Hvað húsakost Alþingis varðar þá er það einfaldlega ekki mál framkvæmdavaldsins. Lengi hefur staðið undirbúningur undir nýbyggingar sem leysa myndu framtíðarhúsnæðisþörf Alþingis fyrir þingnefndir og þjónustu á nefndasviði, skrifstofuaðstöðu þingmanna og þingflokka og ýmsa aðra stoðþjónustu sem nú er á víð og dreif í leiguhúsnæði í mörgum byggingum. Svo var komið síðsumars 2008 að deiliskipulag var frágengið, nákvæm húsrýmisáætlun hafði verið gerð og allt var klárt fyrir útboð hönnunarsamkeppni. Öll stefnumótun, undirbúningur og ákvarðanataka í þessum efnum var á vegum Alþingis sjálfs og nema hvað. Íslandi býr við þingbundna lýðræðisstjórn. Framkvæmdavaldið sækir umboð sitt til Alþingis en ekki öfugt. Alþingi er þar á ofan fjárveitinga- og fjárstjórnarvaldið og ákveður því sjálft þær fjárveitingar sem það telur sig þurfa til framkvæmda jafnt sem reksturs. Forsætisnefnd Alþingis hefur haft framtíðarúrlausn húsnæðismála á sinni dagskrá undanfarna mánuði og nú síðast fyrir nokkrum vikum tekið að skoða nýbyggingaráformin aftur. Þar á málið heima. Það er einfaldlega stjórnskipulega rangt að framkvæmdavaldið standi fyrir tillögugerð um innri mál Alþingis. Slíkt er í beinni andstöðu við ákvæði þingskapalaga og eðlilega aðgreiningu valdþáttanna. Rúsínan í pylsuendanum hér er svo að forsætisráðherra hyggst ákveða eftir hvaða teikningum eigi að byggja, þ.e. aldargömlum skissum Guðjóns Samúelssonar, sem að hluta til a.m.k. áttu að leysa úr þörf nýstofnaðs Háskóla Íslands sem þá var til húsa í Alþingishúsinu fyrir stúdentagarða.3) Þegar kemur að framkvæmdum á Þingvöllum er svipað uppi á teningunum. Í 3. mgr. 1. gr. laga um Þjóðgarðinn á Þingvöllum stendur: „Hið friðlýsta land skal vera undir vernd Alþingis og ævinleg eign íslensku þjóðarinnar.“ Önnur grein laganna hefst á orðunum: „Þjóðgarðurinn á Þingvöllum skal vera undir stjórn Þingvallanefndar,“ sem svo Alþingi kýs í upphafi hvers kjörtímabils. Þó svo málefni Þingvalla heyri stjórnskipulega undir forsætisráðuneytið (með svipuðum hætti og forsætisráðuneytið er tengiliður Alþingis við framkvæmdavaldið) er sjálfstæði Þingvallanefndar með ýmsum hætti undirstrikað. Þannig semur Þingvallanefnd sjálf reglugerðir sem gilda innan þjóðgarðsins og forsætisráðuneytið fær þær einungis til staðfestingar. Það er því auðvitað Þingvallanefndar en ekki Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar að ákveða einstakar framkvæmdir á Þingvöllum.4) Loks Stofnun Árna Magnússonar. Dregist hefur úr hömlu að koma þeirri byggingu af stað og kyrrstaðan sl. tvö ár er alfarið á ábyrgð núverandi ríkisstjórnar. Hún lét það verða sitt fyrsta verk að stöðva þegar hafnar framkvæmdir eftir að fyrri ríkisstjórn hafði tekið framkvæmdina inn í fjárfestingaáætlun sína í góðu samstarfi við Háskóla Íslands sem kostar verkið að hluta. Síðan hefur blasað við gestum og gangandi hola, svonefnd „gröf íslenskra fræða“, þar sem áður stóð hinn fornfrægi Melavöllur. Sinnaskipti forsætisráðherra eru ánægjuleg, en varla er sérstakt tilefni fyrir hann að hreykja sér. Það kórónaði svo allt saman í þessu einkennilega aprílbyrjunargosi forsætisráðherra þegar hann fór óforvarendis að fimbulfamba um að e.t.v. ætti að byggja nýjan Landspítala á einhverjum allt öðrum stað. Byggingin sem er, með fullri virðingu fyrir hinum, þ.e. húsnæði Alþingis, Stofnun Árna Magnússonar og úrbótum á Þingvöllum, mest þjóðarnauðsyn er með slíku ábyrgðarleysishjali forsætisráðherra enn sett í óvissu. Það er að segja ef eitthvert mark er á honum takandi sem vonandi er ekki í þessu tilviki fremur en fleirum.Hefurðu sögu að segja eða skoðun að deila? Ef svo er sendu okkur grein ásamt mynd á netfangið ritstjorn(hja)visir.is
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun