Innlent

Salan fer öll til góðgerðarmála

Nadine Guðrún Yaghi skrifar
„Þetta hefur aldrei verið gert neins staðar annars staðar í heiminum, að fyrirtæki gefi alla sölu í svona magni,“ segir Lovísa Anna Pálmadóttir, markaðsstjóri Bestseller á Íslandi um góðgerðardaginn Gefum dag, sem haldinn er í dag.

Öll upphæðin sem verslað verður fyrir í verslunum Bestseller, sem eru yfir fimm þúsund í heiminum, fer til góðgerðarmála.

Fimmtíu prósent af sölu verslanna Bestseller á Íslandi rennur til Krabbameinsfélags Íslands og hin fimmtíu til alþjóðlegra góðgerðarsamtaka. 

Verslanir Bestseller á Íslandi eru Vero Moda, Jack & Jones, Vila, Name it og Selected.

„Við vonumst til að safna tíu til tuttugu milljónum,“ segir Lovísa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×