Innlent

Hættulega stutt í háspennulínur: Lífsnauðsynlegt að sýna varúð

Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar
Útivistarfólk er beðið um að fara með gát, sérstaklega á þeim svæðum sem sýnd eru með rauðum hring á meðfylgjandi korti. Mynd/Landsnet
Útivistarfólk er beðið um að fara með gát, sérstaklega á þeim svæðum sem sýnd eru með rauðum hring á meðfylgjandi korti. Mynd/Landsnet
Með hækkandi sól aukast ferðalög á fjöllum og því vill Landsnet vekja athygli á því að víða á hálendinu er nú hættulega stutt upp í háspennulínur vegna mikilla snjóalaga.

Í tilkynningu frá þeim er vakin athygli á stöðu mála að Fjallabaki þar sem mikil snjóalög eru í kringum Sigöldulínu 4. „Ekki hefur verið gripið til sérstakra merkinga þar en útivistarfólk er beðið um að fara með gát, sérstaklega á þeim svæðum sem sýnd eru með rauðum hring á meðfylgjandi korti.

Þá skal áréttað að háspennulínur eru ekki alltaf sýnilegar vegna snjóa og slæms skyggnis. Í miklu fannfergi minnkar bil frá jörðu að línu og ísing getur leitt til þess að línur sigi mikið. Við verstu aðstæður geta leiðarar verið á kafi í snjó og lífsnauðsynlegt að gæta ýtrustu varúðar.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×