Aðförin að námsmönnum Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar 31. mars 2015 07:00 Síðasta vetur tók meirihlutinn í stjórn LÍN ákvörðun þess efnis að skera niður framfærslu námsmanna erlendis. Sú skerðing náði hátt upp í 10% á sumum svæðum. Þessi lækkun átti sér stað án nokkurra útreikninga henni til stuðnings. Fjölmargir námsmenn erlendis voru ósáttir við þennan niðurskurð og kröfðust svara en engin almennileg svör komu frá stjórn LÍN. Þetta var allt saman fyrirfram ákveðið af stjórnvöldum. Það átti að lækka útgjöldin, eins og þeir kalla framfærsluna til þeirra sem eru að reyna mennta sig, ég vil nú meina að menntun sé hluti af almennum mannréttindum, en það er eflaust eitthvað sem stjórnvöld átta sig ekki á. Meirihluti stjórnar LÍN er skipaður af stjórnvöldum. Stjórnarformaðurinn, Jónas Fr. Jónsson, sem var áður forstjóri FME, sagði meira að segja beint við fjölmiðla þann 27. maí 2014 að það yrði skorið meira niður hjá námsmönnum erlendis. Og það var gert. Í ár er skorið niður um allt að 10%, svo má að öllum líkindum vænta enn meiri niðurskurðar á næsta ári. Það var búinn til einhvers konar sýndarleikur þar sem ráðgjafarfyrirtæki, sem áður hefur unnið fyrir stjórnvöld, komst að því að það væri ákveðin skekkja sem þyrfti að laga varðandi grunnframfærslu námsmanna. Það var tekið saman og meirihluti stjórnar LÍN tók ákvörðun um að skera niður út frá þessum nýju tölum. Einmitt. Það var búið að taka þessa ákvörðun fyrir löngu. En það sem meirihluti stjórnar LÍN ákvað hins vegar ekki að gera var að laga þá skekkju sem snýr að skólagjöldum til námsmanna erlendis. En hún er að sjálfsögðu óhagstæð útreikningum stjórnvalda og hefur ekki hækkað í mörg ár og duga skólagjaldalánin frá LÍN oft einungis fyrir örlitlum hluta skólagjaldanna. Stjórn SÍNE bað félagsmenn um að taka þátt í könnun á síðasta ári þar sem þeim spurningum var varpað fram, annars vegar hvort framfærsla LÍN væri að duga námsmönnum erlendis til að framfleyta sér og hins vegar hvort skólagjaldalán LÍN væru nægjanlega há til að námsmenn gætu lokið gráðu við háskóla erlendis þar sem skólagjalda væri krafist. Var niðurstaðan sú að meirihluti námsmanna erlendis taldi að hvorki grunnframfærslan né skólagjaldalánin dygðu fyrir útgjöldunum. En samt vill LÍN skera niður. Námsmenn taki höndum saman Það er mín skoðun að íslenskir námsmenn eigi alveg jafn mikið tilkall til þess að sækja sér menntun utan landsteinanna og hér heima. Þá sérstaklega í ljósi þess að Ísland er lítið eyland í Norður-Atlantshafi og það er nauðsynlegt fyrir fámenna þjóð að auka menntunarstig sitt og víðsýni með því að styðja við bakið á þeim sem hyggjast nema erlendis. Því flestir þeirra sem fara í nám til útlanda skila sér heim og það þarf engar sérstakar hótanir frá stjórnvöldum líkt og þingmaður Framsóknarflokksins, Vigdís Hauksdóttir, var með á sínum tíma þess efnis að leggja álag á íslenska námsmenn sem ílengdust erlendis til þess að fólk skili sér heim. Nú hef ég fylgst agndofa með stjórnvöldum taka ákvarðanir sem fær mig til þess að spyrja margra spurninga um hvert við stefnum sem þjóð. Viljum við búa í landi þar sem heilbrigðis- og menntakerfi er ekki í lagi? Viljum við í alvöru ekki styðja hvert annað við að búa til betra samfélag? Miðað við ákvarðanir stjórnvalda og hvernig komið er fyrir almennum mannréttindum á Íslandi er snerta menntunar- og heilbrigðismál þá set ég stórt spurningarmerki við þá fullyrðingu að það sé gott að vera Íslendingur. Legg ég til að námsmenn erlendis taki höndum saman og leiti réttar síns í þessu máli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorvaldur Davíð Kristjánsson Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Sjá meira
Síðasta vetur tók meirihlutinn í stjórn LÍN ákvörðun þess efnis að skera niður framfærslu námsmanna erlendis. Sú skerðing náði hátt upp í 10% á sumum svæðum. Þessi lækkun átti sér stað án nokkurra útreikninga henni til stuðnings. Fjölmargir námsmenn erlendis voru ósáttir við þennan niðurskurð og kröfðust svara en engin almennileg svör komu frá stjórn LÍN. Þetta var allt saman fyrirfram ákveðið af stjórnvöldum. Það átti að lækka útgjöldin, eins og þeir kalla framfærsluna til þeirra sem eru að reyna mennta sig, ég vil nú meina að menntun sé hluti af almennum mannréttindum, en það er eflaust eitthvað sem stjórnvöld átta sig ekki á. Meirihluti stjórnar LÍN er skipaður af stjórnvöldum. Stjórnarformaðurinn, Jónas Fr. Jónsson, sem var áður forstjóri FME, sagði meira að segja beint við fjölmiðla þann 27. maí 2014 að það yrði skorið meira niður hjá námsmönnum erlendis. Og það var gert. Í ár er skorið niður um allt að 10%, svo má að öllum líkindum vænta enn meiri niðurskurðar á næsta ári. Það var búinn til einhvers konar sýndarleikur þar sem ráðgjafarfyrirtæki, sem áður hefur unnið fyrir stjórnvöld, komst að því að það væri ákveðin skekkja sem þyrfti að laga varðandi grunnframfærslu námsmanna. Það var tekið saman og meirihluti stjórnar LÍN tók ákvörðun um að skera niður út frá þessum nýju tölum. Einmitt. Það var búið að taka þessa ákvörðun fyrir löngu. En það sem meirihluti stjórnar LÍN ákvað hins vegar ekki að gera var að laga þá skekkju sem snýr að skólagjöldum til námsmanna erlendis. En hún er að sjálfsögðu óhagstæð útreikningum stjórnvalda og hefur ekki hækkað í mörg ár og duga skólagjaldalánin frá LÍN oft einungis fyrir örlitlum hluta skólagjaldanna. Stjórn SÍNE bað félagsmenn um að taka þátt í könnun á síðasta ári þar sem þeim spurningum var varpað fram, annars vegar hvort framfærsla LÍN væri að duga námsmönnum erlendis til að framfleyta sér og hins vegar hvort skólagjaldalán LÍN væru nægjanlega há til að námsmenn gætu lokið gráðu við háskóla erlendis þar sem skólagjalda væri krafist. Var niðurstaðan sú að meirihluti námsmanna erlendis taldi að hvorki grunnframfærslan né skólagjaldalánin dygðu fyrir útgjöldunum. En samt vill LÍN skera niður. Námsmenn taki höndum saman Það er mín skoðun að íslenskir námsmenn eigi alveg jafn mikið tilkall til þess að sækja sér menntun utan landsteinanna og hér heima. Þá sérstaklega í ljósi þess að Ísland er lítið eyland í Norður-Atlantshafi og það er nauðsynlegt fyrir fámenna þjóð að auka menntunarstig sitt og víðsýni með því að styðja við bakið á þeim sem hyggjast nema erlendis. Því flestir þeirra sem fara í nám til útlanda skila sér heim og það þarf engar sérstakar hótanir frá stjórnvöldum líkt og þingmaður Framsóknarflokksins, Vigdís Hauksdóttir, var með á sínum tíma þess efnis að leggja álag á íslenska námsmenn sem ílengdust erlendis til þess að fólk skili sér heim. Nú hef ég fylgst agndofa með stjórnvöldum taka ákvarðanir sem fær mig til þess að spyrja margra spurninga um hvert við stefnum sem þjóð. Viljum við búa í landi þar sem heilbrigðis- og menntakerfi er ekki í lagi? Viljum við í alvöru ekki styðja hvert annað við að búa til betra samfélag? Miðað við ákvarðanir stjórnvalda og hvernig komið er fyrir almennum mannréttindum á Íslandi er snerta menntunar- og heilbrigðismál þá set ég stórt spurningarmerki við þá fullyrðingu að það sé gott að vera Íslendingur. Legg ég til að námsmenn erlendis taki höndum saman og leiti réttar síns í þessu máli.
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun