Aðförin að námsmönnum Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar 31. mars 2015 07:00 Síðasta vetur tók meirihlutinn í stjórn LÍN ákvörðun þess efnis að skera niður framfærslu námsmanna erlendis. Sú skerðing náði hátt upp í 10% á sumum svæðum. Þessi lækkun átti sér stað án nokkurra útreikninga henni til stuðnings. Fjölmargir námsmenn erlendis voru ósáttir við þennan niðurskurð og kröfðust svara en engin almennileg svör komu frá stjórn LÍN. Þetta var allt saman fyrirfram ákveðið af stjórnvöldum. Það átti að lækka útgjöldin, eins og þeir kalla framfærsluna til þeirra sem eru að reyna mennta sig, ég vil nú meina að menntun sé hluti af almennum mannréttindum, en það er eflaust eitthvað sem stjórnvöld átta sig ekki á. Meirihluti stjórnar LÍN er skipaður af stjórnvöldum. Stjórnarformaðurinn, Jónas Fr. Jónsson, sem var áður forstjóri FME, sagði meira að segja beint við fjölmiðla þann 27. maí 2014 að það yrði skorið meira niður hjá námsmönnum erlendis. Og það var gert. Í ár er skorið niður um allt að 10%, svo má að öllum líkindum vænta enn meiri niðurskurðar á næsta ári. Það var búinn til einhvers konar sýndarleikur þar sem ráðgjafarfyrirtæki, sem áður hefur unnið fyrir stjórnvöld, komst að því að það væri ákveðin skekkja sem þyrfti að laga varðandi grunnframfærslu námsmanna. Það var tekið saman og meirihluti stjórnar LÍN tók ákvörðun um að skera niður út frá þessum nýju tölum. Einmitt. Það var búið að taka þessa ákvörðun fyrir löngu. En það sem meirihluti stjórnar LÍN ákvað hins vegar ekki að gera var að laga þá skekkju sem snýr að skólagjöldum til námsmanna erlendis. En hún er að sjálfsögðu óhagstæð útreikningum stjórnvalda og hefur ekki hækkað í mörg ár og duga skólagjaldalánin frá LÍN oft einungis fyrir örlitlum hluta skólagjaldanna. Stjórn SÍNE bað félagsmenn um að taka þátt í könnun á síðasta ári þar sem þeim spurningum var varpað fram, annars vegar hvort framfærsla LÍN væri að duga námsmönnum erlendis til að framfleyta sér og hins vegar hvort skólagjaldalán LÍN væru nægjanlega há til að námsmenn gætu lokið gráðu við háskóla erlendis þar sem skólagjalda væri krafist. Var niðurstaðan sú að meirihluti námsmanna erlendis taldi að hvorki grunnframfærslan né skólagjaldalánin dygðu fyrir útgjöldunum. En samt vill LÍN skera niður.Námsmenn taki höndum saman Það er mín skoðun að íslenskir námsmenn eigi alveg jafn mikið tilkall til þess að sækja sér menntun utan landsteinanna og hér heima. Þá sérstaklega í ljósi þess að Ísland er lítið eyland í Norður-Atlantshafi og það er nauðsynlegt fyrir fámenna þjóð að auka menntunarstig sitt og víðsýni með því að styðja við bakið á þeim sem hyggjast nema erlendis. Því flestir þeirra sem fara í nám til útlanda skila sér heim og það þarf engar sérstakar hótanir frá stjórnvöldum líkt og þingmaður Framsóknarflokksins, Vigdís Hauksdóttir, var með á sínum tíma þess efnis að leggja álag á íslenska námsmenn sem ílengdust erlendis til þess að fólk skili sér heim. Nú hef ég fylgst agndofa með stjórnvöldum taka ákvarðanir sem fær mig til þess að spyrja margra spurninga um hvert við stefnum sem þjóð. Viljum við búa í landi þar sem heilbrigðis- og menntakerfi er ekki í lagi? Viljum við í alvöru ekki styðja hvert annað við að búa til betra samfélag? Miðað við ákvarðanir stjórnvalda og hvernig komið er fyrir almennum mannréttindum á Íslandi er snerta menntunar- og heilbrigðismál þá set ég stórt spurningarmerki við þá fullyrðingu að það sé gott að vera Íslendingur. Legg ég til að námsmenn erlendis taki höndum saman og leiti réttar síns í þessu máli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Sjá meira
Síðasta vetur tók meirihlutinn í stjórn LÍN ákvörðun þess efnis að skera niður framfærslu námsmanna erlendis. Sú skerðing náði hátt upp í 10% á sumum svæðum. Þessi lækkun átti sér stað án nokkurra útreikninga henni til stuðnings. Fjölmargir námsmenn erlendis voru ósáttir við þennan niðurskurð og kröfðust svara en engin almennileg svör komu frá stjórn LÍN. Þetta var allt saman fyrirfram ákveðið af stjórnvöldum. Það átti að lækka útgjöldin, eins og þeir kalla framfærsluna til þeirra sem eru að reyna mennta sig, ég vil nú meina að menntun sé hluti af almennum mannréttindum, en það er eflaust eitthvað sem stjórnvöld átta sig ekki á. Meirihluti stjórnar LÍN er skipaður af stjórnvöldum. Stjórnarformaðurinn, Jónas Fr. Jónsson, sem var áður forstjóri FME, sagði meira að segja beint við fjölmiðla þann 27. maí 2014 að það yrði skorið meira niður hjá námsmönnum erlendis. Og það var gert. Í ár er skorið niður um allt að 10%, svo má að öllum líkindum vænta enn meiri niðurskurðar á næsta ári. Það var búinn til einhvers konar sýndarleikur þar sem ráðgjafarfyrirtæki, sem áður hefur unnið fyrir stjórnvöld, komst að því að það væri ákveðin skekkja sem þyrfti að laga varðandi grunnframfærslu námsmanna. Það var tekið saman og meirihluti stjórnar LÍN tók ákvörðun um að skera niður út frá þessum nýju tölum. Einmitt. Það var búið að taka þessa ákvörðun fyrir löngu. En það sem meirihluti stjórnar LÍN ákvað hins vegar ekki að gera var að laga þá skekkju sem snýr að skólagjöldum til námsmanna erlendis. En hún er að sjálfsögðu óhagstæð útreikningum stjórnvalda og hefur ekki hækkað í mörg ár og duga skólagjaldalánin frá LÍN oft einungis fyrir örlitlum hluta skólagjaldanna. Stjórn SÍNE bað félagsmenn um að taka þátt í könnun á síðasta ári þar sem þeim spurningum var varpað fram, annars vegar hvort framfærsla LÍN væri að duga námsmönnum erlendis til að framfleyta sér og hins vegar hvort skólagjaldalán LÍN væru nægjanlega há til að námsmenn gætu lokið gráðu við háskóla erlendis þar sem skólagjalda væri krafist. Var niðurstaðan sú að meirihluti námsmanna erlendis taldi að hvorki grunnframfærslan né skólagjaldalánin dygðu fyrir útgjöldunum. En samt vill LÍN skera niður.Námsmenn taki höndum saman Það er mín skoðun að íslenskir námsmenn eigi alveg jafn mikið tilkall til þess að sækja sér menntun utan landsteinanna og hér heima. Þá sérstaklega í ljósi þess að Ísland er lítið eyland í Norður-Atlantshafi og það er nauðsynlegt fyrir fámenna þjóð að auka menntunarstig sitt og víðsýni með því að styðja við bakið á þeim sem hyggjast nema erlendis. Því flestir þeirra sem fara í nám til útlanda skila sér heim og það þarf engar sérstakar hótanir frá stjórnvöldum líkt og þingmaður Framsóknarflokksins, Vigdís Hauksdóttir, var með á sínum tíma þess efnis að leggja álag á íslenska námsmenn sem ílengdust erlendis til þess að fólk skili sér heim. Nú hef ég fylgst agndofa með stjórnvöldum taka ákvarðanir sem fær mig til þess að spyrja margra spurninga um hvert við stefnum sem þjóð. Viljum við búa í landi þar sem heilbrigðis- og menntakerfi er ekki í lagi? Viljum við í alvöru ekki styðja hvert annað við að búa til betra samfélag? Miðað við ákvarðanir stjórnvalda og hvernig komið er fyrir almennum mannréttindum á Íslandi er snerta menntunar- og heilbrigðismál þá set ég stórt spurningarmerki við þá fullyrðingu að það sé gott að vera Íslendingur. Legg ég til að námsmenn erlendis taki höndum saman og leiti réttar síns í þessu máli.
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun