Bæjarstjóri ósáttur með framgöngu FME Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 30. mars 2015 07:30 Sparisjóður Vestmannaeyja var stofnaður árið 1942. Vísir/Óskar Elliði Vignisson gagnrýnir framgöngu Fjármálaeftirlitsins en í gær yfirtók Landsbankinn allar eignir og skuldbindingar Sparisjóðs Vestmannaeyja, þar með talið útlán og innlán viðskiptavina. Sjóðurinn hafði óskað eftir fresti til að skila Fjármálaeftirlitinu endurskoðuðum ársreikningi fyrir 2014 og upplýsti þá um fyrirsjáanlega mikla verðrýrnun á útlánasafni sparisjóðsins sem gæti leitt til þess að eigið fé hans yrði uppurið. Fjármálaeftirlitið sendi sjóðnum bréf 22. mars og veitti fjögurra daga frest til að skila stofnuninni endurskoðuðum ársreikningi fyrir 2014 og einum degi lengur til að skila inn ítarlegri greinargerð þar sem fram kæmi til hvaða ráðstafana stjórn sparisjóðsins hygðist grípa til að koma eiginfjárgrunni sjóðsins í lögbundið horf.Sparisjóður Vestmannaeyja Bæjarstjórn Vestmannaeyja verður að öllum líkindum boðuð til fundar á miðvikudag til að ræða sameiningu Sparisjóðs Vestmannaeyja og Landsbankans. Fréttablaðið/Óskar P. Friðriksson „Það voru engir þjóðhagslegir hagsmunir í húfi. Mér þykir mjög margt skrýtið í framgöngu Fjármálaeftirlitsins, aðeins örfáir dagar voru gefnir í frest en það er kveðið á um það í lögum að fresturinn geti verið allt að sex mánuðir. Þar sem ríkið er einn aðaleigandi að sjóðnum hefði átt að gæta meðalhófs,“ segir Elliði. Bæjarstjórinn segir málefni Sparisjóðsins verða rædd á næsta bæjarstjórnarfundi á miðvikudag. Vestmannaeyjabær á tíu prósenta hlut í Sparisjóði Vestmannaeyja og Elliði segir fulla ástæðu til þess að hann skoði lagalega stöðu sína gagnvart gjörningi Fjármálaeftirlitsins. „Ólíkt öðrum eigendum sparisjóðsins erum við stjórnvald. Okkur ber samkvæmt rannsóknarreglu að kynna okkur málið til hlítar og hljótum því að kanna lagalega stöðu okkar.“ Í ársreikningi sjóðsins sem var skilað til Fjármálaeftirlitsins þann 26. mars 2015 kom fram að eiginfjárgrunnur sjóðsins væri neikvæður um 87 milljónir króna og eiginfjárhlutfall hans neikvætt um 1,1 prósent. Fram kom í yfirlýsingu stjórnar sparisjóðsins og sparisjóðsstjóra og áritun endurskoðenda án álits að enn væri óvissa um endanlegt virði eignasafns sparisjóðsins og verulegur vafi um rekstrarhæfi hans. Síðustu daga hafa innstæðueigendur í auknum mæli tekið út í reiðufé eða fært innlán sín í sparisjóðnum til annarra innlánsstofnana. Þannig hefur hreint útflæði innstæðna sjóðsins rýrt laust fé hans um helming á tímabilinu og sjóðnum ekki tekist að tryggja aðgang að nægu lausu fé til að mæta áframhaldandi útflæði í sama mæli. Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Erlent Handtekinn grunaður um íkveikju Innlent Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Sjá meira
Elliði Vignisson gagnrýnir framgöngu Fjármálaeftirlitsins en í gær yfirtók Landsbankinn allar eignir og skuldbindingar Sparisjóðs Vestmannaeyja, þar með talið útlán og innlán viðskiptavina. Sjóðurinn hafði óskað eftir fresti til að skila Fjármálaeftirlitinu endurskoðuðum ársreikningi fyrir 2014 og upplýsti þá um fyrirsjáanlega mikla verðrýrnun á útlánasafni sparisjóðsins sem gæti leitt til þess að eigið fé hans yrði uppurið. Fjármálaeftirlitið sendi sjóðnum bréf 22. mars og veitti fjögurra daga frest til að skila stofnuninni endurskoðuðum ársreikningi fyrir 2014 og einum degi lengur til að skila inn ítarlegri greinargerð þar sem fram kæmi til hvaða ráðstafana stjórn sparisjóðsins hygðist grípa til að koma eiginfjárgrunni sjóðsins í lögbundið horf.Sparisjóður Vestmannaeyja Bæjarstjórn Vestmannaeyja verður að öllum líkindum boðuð til fundar á miðvikudag til að ræða sameiningu Sparisjóðs Vestmannaeyja og Landsbankans. Fréttablaðið/Óskar P. Friðriksson „Það voru engir þjóðhagslegir hagsmunir í húfi. Mér þykir mjög margt skrýtið í framgöngu Fjármálaeftirlitsins, aðeins örfáir dagar voru gefnir í frest en það er kveðið á um það í lögum að fresturinn geti verið allt að sex mánuðir. Þar sem ríkið er einn aðaleigandi að sjóðnum hefði átt að gæta meðalhófs,“ segir Elliði. Bæjarstjórinn segir málefni Sparisjóðsins verða rædd á næsta bæjarstjórnarfundi á miðvikudag. Vestmannaeyjabær á tíu prósenta hlut í Sparisjóði Vestmannaeyja og Elliði segir fulla ástæðu til þess að hann skoði lagalega stöðu sína gagnvart gjörningi Fjármálaeftirlitsins. „Ólíkt öðrum eigendum sparisjóðsins erum við stjórnvald. Okkur ber samkvæmt rannsóknarreglu að kynna okkur málið til hlítar og hljótum því að kanna lagalega stöðu okkar.“ Í ársreikningi sjóðsins sem var skilað til Fjármálaeftirlitsins þann 26. mars 2015 kom fram að eiginfjárgrunnur sjóðsins væri neikvæður um 87 milljónir króna og eiginfjárhlutfall hans neikvætt um 1,1 prósent. Fram kom í yfirlýsingu stjórnar sparisjóðsins og sparisjóðsstjóra og áritun endurskoðenda án álits að enn væri óvissa um endanlegt virði eignasafns sparisjóðsins og verulegur vafi um rekstrarhæfi hans. Síðustu daga hafa innstæðueigendur í auknum mæli tekið út í reiðufé eða fært innlán sín í sparisjóðnum til annarra innlánsstofnana. Þannig hefur hreint útflæði innstæðna sjóðsins rýrt laust fé hans um helming á tímabilinu og sjóðnum ekki tekist að tryggja aðgang að nægu lausu fé til að mæta áframhaldandi útflæði í sama mæli.
Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Erlent Handtekinn grunaður um íkveikju Innlent Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Sjá meira