Hvergerðingar í stríð gegn munntóbaki hjá þjálfurum og íþróttafólki Nadine Guðrún Yaghi skrifar 28. mars 2015 10:30 „Það er ekki hægt að líða að þjálfarar og eldri iðkendur komi með úttroðna vör inn í íþróttahús,“ segir Jóhanna M. Hjartardóttir, menningar- og frístundafulltrúi Hveragerðisbæjar. Menningar-, íþrótta- og frístundanefnd Hveragerðisbæjar ætlar í samvinnu við Íþróttafélagið Hamar að fara í herferð gegn tóbaksnotkun í og við íþróttamannvirki bæjarins. „Þetta er vandamál í öllum íþróttamannvirkjum á Íslandi, ekki bara hérna,“ segir Jóhanna. „Við fórum í herferð fyrir nokkrum árum vegna munntóbaks en það má aldrei sofna á verðinum.“ Á fundi íþróttanefndarinnar síðastliðinn miðvikudag var ákveðið að sett yrðu upp plaköt í öllum íþróttahúsum til að minna á bannið og auðvelda starfsfólki að fylgja því eftir. Nú þegar eru merkingar fyrir utan íþróttamannvirkin sem banna notkun tóbaks. „Við verðum öll að vera á tánum því við viljum vera góðar fyrirmyndir fyrir þá sem eru yngri, sérstaklega þegar við um að fara á íþróttaæfingar,“ segir Jóhanna sem kveðst hafa fulla trú á að umræðan leiði til þess að notkun tóbaks hverfi almennt úr íþróttamannvirkjum. Hjalti Helgason, formaður Hamars, segir að svo virðist sem tóbaksnotkun sé að einhverju leyti komin úr böndunum í íþróttamannvirkjum Hveragerðisbæjar. „Hérna er fyrst og fremst verið að tala um nef og munntóbak og ég held að þetta tengist aukinni notkun tóbaks í landinu,“ segir hann. Við þessu þurfi að bregðast. Með herferðinni verður starfsfólki uppálagt að fylgja banni við notkun tóbaks eftir. Séu ábendingar starfsmanna ekki teknar til greina skal setja viðkomandi í bann í íþróttamannvirkinu. Þá kom fram á fundinum að ekki væri aðeins um að ræða heilsuspillandi áhrif tóbaksnotkunar heldur er einnig um sóðaskap að ræða þar sem sígarettustubbar lenda oft á gangstéttinni við húsin og komið hefur fyrir að skálar á karlaklósettum stíflist af völdum tóbaks. Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Erlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Fleiri fréttir Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Sjá meira
„Það er ekki hægt að líða að þjálfarar og eldri iðkendur komi með úttroðna vör inn í íþróttahús,“ segir Jóhanna M. Hjartardóttir, menningar- og frístundafulltrúi Hveragerðisbæjar. Menningar-, íþrótta- og frístundanefnd Hveragerðisbæjar ætlar í samvinnu við Íþróttafélagið Hamar að fara í herferð gegn tóbaksnotkun í og við íþróttamannvirki bæjarins. „Þetta er vandamál í öllum íþróttamannvirkjum á Íslandi, ekki bara hérna,“ segir Jóhanna. „Við fórum í herferð fyrir nokkrum árum vegna munntóbaks en það má aldrei sofna á verðinum.“ Á fundi íþróttanefndarinnar síðastliðinn miðvikudag var ákveðið að sett yrðu upp plaköt í öllum íþróttahúsum til að minna á bannið og auðvelda starfsfólki að fylgja því eftir. Nú þegar eru merkingar fyrir utan íþróttamannvirkin sem banna notkun tóbaks. „Við verðum öll að vera á tánum því við viljum vera góðar fyrirmyndir fyrir þá sem eru yngri, sérstaklega þegar við um að fara á íþróttaæfingar,“ segir Jóhanna sem kveðst hafa fulla trú á að umræðan leiði til þess að notkun tóbaks hverfi almennt úr íþróttamannvirkjum. Hjalti Helgason, formaður Hamars, segir að svo virðist sem tóbaksnotkun sé að einhverju leyti komin úr böndunum í íþróttamannvirkjum Hveragerðisbæjar. „Hérna er fyrst og fremst verið að tala um nef og munntóbak og ég held að þetta tengist aukinni notkun tóbaks í landinu,“ segir hann. Við þessu þurfi að bregðast. Með herferðinni verður starfsfólki uppálagt að fylgja banni við notkun tóbaks eftir. Séu ábendingar starfsmanna ekki teknar til greina skal setja viðkomandi í bann í íþróttamannvirkinu. Þá kom fram á fundinum að ekki væri aðeins um að ræða heilsuspillandi áhrif tóbaksnotkunar heldur er einnig um sóðaskap að ræða þar sem sígarettustubbar lenda oft á gangstéttinni við húsin og komið hefur fyrir að skálar á karlaklósettum stíflist af völdum tóbaks.
Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Erlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Fleiri fréttir Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Sjá meira