Öryrkjar fyrir lífstíð eftir svínabóluefnið Kristjana Björg Guðbrandsdóttir og Heimir Már Pétursson skrifa 28. mars 2015 12:00 Hálf þjóðin fékk bóluefnið Pandremix til að verjast skæðum faraldri svínaflensu árið 2009 og 2010. Fréttablaðið/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir athugun sína ekki hafa leitt í ljós samhengi milli bólusetningar við svínaflensu og drómasýki. Ríkið hefur greitt þremur ungum stúlkum um tíu milljónir króna hverri í bætur vegna þess að þær fengu drómasýki eftir að hafa farið í bólusetningu við svínainflúensu. Stúlkurnar voru fjórtán og fimmtán ára gamlar þegar þær fóru í bólusetningu, voru áður alheilbrigðar en eru nú 75% öryrkjar. Lögmaður stúlknanna, Lára V. Júlíusdóttir, gagnrýnir þá löngu meðferð sem stúlkurnar hafa þurft að sæta en það tók þrjú ár fyrir þær að fá bæturnar greiddar og þar af fór heilt ár í að meta örorku þeirra. „Yfirvöld í nágrannalöndunum gengust strax við tengslunum og voru greiddar tryggingabætur vegna þeirra,“ segir Lára en áður en foreldrar stúlknanna leituðu til hennar höfðu þær fengið synjun um bætur vegna veikindanna.Lögmaður stúlknanna, Lára V. Júlíusdóttur, telur bæturnar lágar í samanburði við þær sem hafa verið greiddar á Norðurlöndum.Fréttablaðið/GvaLágar bætur miðað við afleiðingarnar Þá gagnrýnir hún hversu lágar bæturnar eru miðað við afleiðingarnar. „Bætur sem þeir sem hafa veikst af drómasýki á Norðurlöndum hafa fengið eru mun hærri. Þetta er ólæknanlegur sjúkdómur og viðkomandi einstaklingur þarf að taka lyf alla ævi. Hann er meira og minna háður lyfjum. Alls konar einkenni sem þessum sjúkdómi fylgja hafa veruleg áhrif á lífsgæði fólks.“ Lára minnir á að það hafi verið þrýst á fólk að fara í bólusetningu og ábyrgð ríkisins því mikil. „Það var mikill faraldur og rekinn stífur áróður fyrir því að fólk fengi þessar sprautur, sumir fóru tvisvar sinnum og jafnvel mælt með því,“ segir Lára.Þórólfur Guðnason minnir á að svínaflensan hafi byrjað bratt á Íslandi. Hann telur að bólusetning hafi komið í veg fyrir dauðsfall og innlagnir á gjörgæsludeild. Fréttablaðið/VilhelmSóttvarnalæknir fann ekki samhengi Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir kallaði eftir upplýsingum frá læknum árið 2010 til þess að kanna hvort samhengi væri á milli bólusetningar við svínaflensu og drómasýki. Svo reyndist ekki vera. „Það voru fimm einstaklingar sem greindust með drómasýki, þar af voru þrír bólusettir og tveir ekki. Út frá þeim tölum var ekki hægt að gefa út að það væru skýr tengsl á milli bólusetningar og drómasýki,“ segir Þórólfur. Alls voru 150 þúsund Íslendingar bólusettir við inflúensunni og Þórólfur minnir á að faraldurinn var skæður á Íslandi og byrjaði bratt. Hann metur það svo að á Íslandi hafi bólusetning með Pandremix komið í veg fyrir a.m.k. 20.000 sýkingar, 70 sjúkrahúsinnlagnir, sjö innlagnir á gjörgæsludeild og eitt dauðsfall.Óstjórnleg syfjaDrómasýki (e. narcolepsy) er taugasjúkdómur sem veldur ýmsum furðulegum svefntruflunum. Eitt helsta einkenni drómasýki er svefnflog. Þegar drómasjúkt fólk fær svefnflog hellist allt í einu yfir það óstjórnleg syfja. Annað einkenni drómasýki er slekjukast Í slíku kasti dettur fólk niður og getur sig hvergi hreyft. Það er aftur á móti með fullri meðvitund. Þriðja einkennið sem algengt er að fylgi drómasýki er svefnlömun, sem felst í því að geta sig hvergi hreyft rétt áður en maður festir svefn eða skömmu eftir að maður vaknar Mest lesið Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Innlent Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Fleiri fréttir Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Sjá meira
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir athugun sína ekki hafa leitt í ljós samhengi milli bólusetningar við svínaflensu og drómasýki. Ríkið hefur greitt þremur ungum stúlkum um tíu milljónir króna hverri í bætur vegna þess að þær fengu drómasýki eftir að hafa farið í bólusetningu við svínainflúensu. Stúlkurnar voru fjórtán og fimmtán ára gamlar þegar þær fóru í bólusetningu, voru áður alheilbrigðar en eru nú 75% öryrkjar. Lögmaður stúlknanna, Lára V. Júlíusdóttir, gagnrýnir þá löngu meðferð sem stúlkurnar hafa þurft að sæta en það tók þrjú ár fyrir þær að fá bæturnar greiddar og þar af fór heilt ár í að meta örorku þeirra. „Yfirvöld í nágrannalöndunum gengust strax við tengslunum og voru greiddar tryggingabætur vegna þeirra,“ segir Lára en áður en foreldrar stúlknanna leituðu til hennar höfðu þær fengið synjun um bætur vegna veikindanna.Lögmaður stúlknanna, Lára V. Júlíusdóttur, telur bæturnar lágar í samanburði við þær sem hafa verið greiddar á Norðurlöndum.Fréttablaðið/GvaLágar bætur miðað við afleiðingarnar Þá gagnrýnir hún hversu lágar bæturnar eru miðað við afleiðingarnar. „Bætur sem þeir sem hafa veikst af drómasýki á Norðurlöndum hafa fengið eru mun hærri. Þetta er ólæknanlegur sjúkdómur og viðkomandi einstaklingur þarf að taka lyf alla ævi. Hann er meira og minna háður lyfjum. Alls konar einkenni sem þessum sjúkdómi fylgja hafa veruleg áhrif á lífsgæði fólks.“ Lára minnir á að það hafi verið þrýst á fólk að fara í bólusetningu og ábyrgð ríkisins því mikil. „Það var mikill faraldur og rekinn stífur áróður fyrir því að fólk fengi þessar sprautur, sumir fóru tvisvar sinnum og jafnvel mælt með því,“ segir Lára.Þórólfur Guðnason minnir á að svínaflensan hafi byrjað bratt á Íslandi. Hann telur að bólusetning hafi komið í veg fyrir dauðsfall og innlagnir á gjörgæsludeild. Fréttablaðið/VilhelmSóttvarnalæknir fann ekki samhengi Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir kallaði eftir upplýsingum frá læknum árið 2010 til þess að kanna hvort samhengi væri á milli bólusetningar við svínaflensu og drómasýki. Svo reyndist ekki vera. „Það voru fimm einstaklingar sem greindust með drómasýki, þar af voru þrír bólusettir og tveir ekki. Út frá þeim tölum var ekki hægt að gefa út að það væru skýr tengsl á milli bólusetningar og drómasýki,“ segir Þórólfur. Alls voru 150 þúsund Íslendingar bólusettir við inflúensunni og Þórólfur minnir á að faraldurinn var skæður á Íslandi og byrjaði bratt. Hann metur það svo að á Íslandi hafi bólusetning með Pandremix komið í veg fyrir a.m.k. 20.000 sýkingar, 70 sjúkrahúsinnlagnir, sjö innlagnir á gjörgæsludeild og eitt dauðsfall.Óstjórnleg syfjaDrómasýki (e. narcolepsy) er taugasjúkdómur sem veldur ýmsum furðulegum svefntruflunum. Eitt helsta einkenni drómasýki er svefnflog. Þegar drómasjúkt fólk fær svefnflog hellist allt í einu yfir það óstjórnleg syfja. Annað einkenni drómasýki er slekjukast Í slíku kasti dettur fólk niður og getur sig hvergi hreyft. Það er aftur á móti með fullri meðvitund. Þriðja einkennið sem algengt er að fylgi drómasýki er svefnlömun, sem felst í því að geta sig hvergi hreyft rétt áður en maður festir svefn eða skömmu eftir að maður vaknar
Mest lesið Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Innlent Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Fleiri fréttir Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Sjá meira