Öryrkjar fyrir lífstíð eftir svínabóluefnið Kristjana Björg Guðbrandsdóttir og Heimir Már Pétursson skrifa 28. mars 2015 12:00 Hálf þjóðin fékk bóluefnið Pandremix til að verjast skæðum faraldri svínaflensu árið 2009 og 2010. Fréttablaðið/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir athugun sína ekki hafa leitt í ljós samhengi milli bólusetningar við svínaflensu og drómasýki. Ríkið hefur greitt þremur ungum stúlkum um tíu milljónir króna hverri í bætur vegna þess að þær fengu drómasýki eftir að hafa farið í bólusetningu við svínainflúensu. Stúlkurnar voru fjórtán og fimmtán ára gamlar þegar þær fóru í bólusetningu, voru áður alheilbrigðar en eru nú 75% öryrkjar. Lögmaður stúlknanna, Lára V. Júlíusdóttir, gagnrýnir þá löngu meðferð sem stúlkurnar hafa þurft að sæta en það tók þrjú ár fyrir þær að fá bæturnar greiddar og þar af fór heilt ár í að meta örorku þeirra. „Yfirvöld í nágrannalöndunum gengust strax við tengslunum og voru greiddar tryggingabætur vegna þeirra,“ segir Lára en áður en foreldrar stúlknanna leituðu til hennar höfðu þær fengið synjun um bætur vegna veikindanna.Lögmaður stúlknanna, Lára V. Júlíusdóttur, telur bæturnar lágar í samanburði við þær sem hafa verið greiddar á Norðurlöndum.Fréttablaðið/GvaLágar bætur miðað við afleiðingarnar Þá gagnrýnir hún hversu lágar bæturnar eru miðað við afleiðingarnar. „Bætur sem þeir sem hafa veikst af drómasýki á Norðurlöndum hafa fengið eru mun hærri. Þetta er ólæknanlegur sjúkdómur og viðkomandi einstaklingur þarf að taka lyf alla ævi. Hann er meira og minna háður lyfjum. Alls konar einkenni sem þessum sjúkdómi fylgja hafa veruleg áhrif á lífsgæði fólks.“ Lára minnir á að það hafi verið þrýst á fólk að fara í bólusetningu og ábyrgð ríkisins því mikil. „Það var mikill faraldur og rekinn stífur áróður fyrir því að fólk fengi þessar sprautur, sumir fóru tvisvar sinnum og jafnvel mælt með því,“ segir Lára.Þórólfur Guðnason minnir á að svínaflensan hafi byrjað bratt á Íslandi. Hann telur að bólusetning hafi komið í veg fyrir dauðsfall og innlagnir á gjörgæsludeild. Fréttablaðið/VilhelmSóttvarnalæknir fann ekki samhengi Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir kallaði eftir upplýsingum frá læknum árið 2010 til þess að kanna hvort samhengi væri á milli bólusetningar við svínaflensu og drómasýki. Svo reyndist ekki vera. „Það voru fimm einstaklingar sem greindust með drómasýki, þar af voru þrír bólusettir og tveir ekki. Út frá þeim tölum var ekki hægt að gefa út að það væru skýr tengsl á milli bólusetningar og drómasýki,“ segir Þórólfur. Alls voru 150 þúsund Íslendingar bólusettir við inflúensunni og Þórólfur minnir á að faraldurinn var skæður á Íslandi og byrjaði bratt. Hann metur það svo að á Íslandi hafi bólusetning með Pandremix komið í veg fyrir a.m.k. 20.000 sýkingar, 70 sjúkrahúsinnlagnir, sjö innlagnir á gjörgæsludeild og eitt dauðsfall.Óstjórnleg syfjaDrómasýki (e. narcolepsy) er taugasjúkdómur sem veldur ýmsum furðulegum svefntruflunum. Eitt helsta einkenni drómasýki er svefnflog. Þegar drómasjúkt fólk fær svefnflog hellist allt í einu yfir það óstjórnleg syfja. Annað einkenni drómasýki er slekjukast Í slíku kasti dettur fólk niður og getur sig hvergi hreyft. Það er aftur á móti með fullri meðvitund. Þriðja einkennið sem algengt er að fylgi drómasýki er svefnlömun, sem felst í því að geta sig hvergi hreyft rétt áður en maður festir svefn eða skömmu eftir að maður vaknar Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Fleiri fréttir Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Sjá meira
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir athugun sína ekki hafa leitt í ljós samhengi milli bólusetningar við svínaflensu og drómasýki. Ríkið hefur greitt þremur ungum stúlkum um tíu milljónir króna hverri í bætur vegna þess að þær fengu drómasýki eftir að hafa farið í bólusetningu við svínainflúensu. Stúlkurnar voru fjórtán og fimmtán ára gamlar þegar þær fóru í bólusetningu, voru áður alheilbrigðar en eru nú 75% öryrkjar. Lögmaður stúlknanna, Lára V. Júlíusdóttir, gagnrýnir þá löngu meðferð sem stúlkurnar hafa þurft að sæta en það tók þrjú ár fyrir þær að fá bæturnar greiddar og þar af fór heilt ár í að meta örorku þeirra. „Yfirvöld í nágrannalöndunum gengust strax við tengslunum og voru greiddar tryggingabætur vegna þeirra,“ segir Lára en áður en foreldrar stúlknanna leituðu til hennar höfðu þær fengið synjun um bætur vegna veikindanna.Lögmaður stúlknanna, Lára V. Júlíusdóttur, telur bæturnar lágar í samanburði við þær sem hafa verið greiddar á Norðurlöndum.Fréttablaðið/GvaLágar bætur miðað við afleiðingarnar Þá gagnrýnir hún hversu lágar bæturnar eru miðað við afleiðingarnar. „Bætur sem þeir sem hafa veikst af drómasýki á Norðurlöndum hafa fengið eru mun hærri. Þetta er ólæknanlegur sjúkdómur og viðkomandi einstaklingur þarf að taka lyf alla ævi. Hann er meira og minna háður lyfjum. Alls konar einkenni sem þessum sjúkdómi fylgja hafa veruleg áhrif á lífsgæði fólks.“ Lára minnir á að það hafi verið þrýst á fólk að fara í bólusetningu og ábyrgð ríkisins því mikil. „Það var mikill faraldur og rekinn stífur áróður fyrir því að fólk fengi þessar sprautur, sumir fóru tvisvar sinnum og jafnvel mælt með því,“ segir Lára.Þórólfur Guðnason minnir á að svínaflensan hafi byrjað bratt á Íslandi. Hann telur að bólusetning hafi komið í veg fyrir dauðsfall og innlagnir á gjörgæsludeild. Fréttablaðið/VilhelmSóttvarnalæknir fann ekki samhengi Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir kallaði eftir upplýsingum frá læknum árið 2010 til þess að kanna hvort samhengi væri á milli bólusetningar við svínaflensu og drómasýki. Svo reyndist ekki vera. „Það voru fimm einstaklingar sem greindust með drómasýki, þar af voru þrír bólusettir og tveir ekki. Út frá þeim tölum var ekki hægt að gefa út að það væru skýr tengsl á milli bólusetningar og drómasýki,“ segir Þórólfur. Alls voru 150 þúsund Íslendingar bólusettir við inflúensunni og Þórólfur minnir á að faraldurinn var skæður á Íslandi og byrjaði bratt. Hann metur það svo að á Íslandi hafi bólusetning með Pandremix komið í veg fyrir a.m.k. 20.000 sýkingar, 70 sjúkrahúsinnlagnir, sjö innlagnir á gjörgæsludeild og eitt dauðsfall.Óstjórnleg syfjaDrómasýki (e. narcolepsy) er taugasjúkdómur sem veldur ýmsum furðulegum svefntruflunum. Eitt helsta einkenni drómasýki er svefnflog. Þegar drómasjúkt fólk fær svefnflog hellist allt í einu yfir það óstjórnleg syfja. Annað einkenni drómasýki er slekjukast Í slíku kasti dettur fólk niður og getur sig hvergi hreyft. Það er aftur á móti með fullri meðvitund. Þriðja einkennið sem algengt er að fylgi drómasýki er svefnlömun, sem felst í því að geta sig hvergi hreyft rétt áður en maður festir svefn eða skömmu eftir að maður vaknar
Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Fleiri fréttir Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Sjá meira