Innlent

Færri ræningjar á ferð í febrúar

Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar
Ofbeldisglæpum hefur fjölgað. Fréttablaðið/Stefán
Ofbeldisglæpum hefur fjölgað. Fréttablaðið/Stefán
Tilkynningum um þjófnaði hefur fækkað verulega og hafa þær ekki verið færri síðan í desember 2007. Þetta kemur fram í skýrslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um afbrot í febrúar.

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst 561 tilkynning um hegningarlagabrot í febrúar. Tilkynnt var um 259 þjófnaði í mánuðinum en einungis tvisvar hafa færri þjófnaðir verið tilkynntir síðan samræmdar skráningar hegningarlagabrota hófust.

Ofbeldisbrotum hefur þó fjölgað um 15 prósent á þessu ári samanborið við síðastliðin þrjú ár. Lögregla telur að ástæðan sé fleiri tilkynningar vegna heimilisofbeldis og nýtt verklag lögreglu við að taka á ofbeldismálum.

Í febrúar fækkaði almennum hegningarlagabrotum, ofbeldi gegn lögreglumönnum, fíkniefna- og ölvunarakstri, innbrotum og eignaspjöllum. Hins vegar fjölgaði umferðalagabrotum og slysum, fíkniefnabrotum og nytjastuldi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×