Tímabært að efla fjölmiðlarannsóknir Jón Hákon Halldórsson skrifar 16. mars 2015 09:45 Sigrún Stefánsdóttir segir að nýja námsleiðin verði í boði fyrir nema í fjarnámi. fréttablaðið/Auðunn Nýtt meistara- og diplómanám í fjölmiðla- og boðskiptafræðum hefst í haust í samstarfi Háskóla Íslands og Háskólans á Akureyri. Meginmarkmið námsins er að auka skilning á flóknu, fjölbreyttu og síbreytilegu fjölmiðlaumhverfi, þar sem stafræn tækni, netið og samfélagsmiðlar skipa sífellt stærri sess í lífi flestra. Sigrún Stefánsdóttir, forseti hug- og félagsvísindasviðs Háskólans á Akureyri, segir að þetta nýja nám sé freistandi framhald af því námi sem hefur verið í boði. „Núna erum við búin að vera hér í mörg ár á Akureyri með fjölmiðlanám til BA-prófs. Síðan hefur ekki verið neitt eðlilegt framhald fyrir þá nema,“ segir Sigrún. Þetta nýja meistara- og diplómanám sé öflug viðbót. „Rannsóknir á fjölmiðlaumhverfinu hafa verið takmarkaðar og við teljum að þetta geti stuðlað að öflugri sókn þar. Og það er orðið afskaplega tímabært að gera það, svoleiðis að nýja námið er mikill fengur fyrir þetta samfélag,“ segir hún. Sigrún segir að boðið verði upp á þessa nýju námsleið í fjarnámi þannig að nemendur geti stundað það hvar sem er í heiminum. Þá sé boðið upp á 30 eininga diplómanám sem sé kjörið fyrir starfandi fjölmiðlamenn sem vilja bæta við sig einhverju án þess að ætla að fara í langt nám. „Þetta er spennandi samstarfsverkefni. Við eigum sjálfsagt eftir að reka okkur á einhverja þröskulda. En þær þrautir eru bara til þess að leysa,“ segir hún. Sigrún segir að Háskólinn á Akureyri hafi verið mjög öflugur í fjarnámi og það sé mjög gaman að það sé hætt að skipta máli hvar nemendur hafa aðsetur. „Í dag erum við með nemendur út um allt, í Asíu, Ameríku og Evrópu,“ segir Sigrún. Hún segir að Háskólinn á Akureyri hafi verið leiðandi á þessu sviði og þetta nýja nám sé spennandi framhald á því. „Við erum alltaf að þróa þau vinnubrögð og Háskóli Íslands er að stíga þetta skref líka og býður þetta í fjarnámi.“ Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Fleiri fréttir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Sjá meira
Nýtt meistara- og diplómanám í fjölmiðla- og boðskiptafræðum hefst í haust í samstarfi Háskóla Íslands og Háskólans á Akureyri. Meginmarkmið námsins er að auka skilning á flóknu, fjölbreyttu og síbreytilegu fjölmiðlaumhverfi, þar sem stafræn tækni, netið og samfélagsmiðlar skipa sífellt stærri sess í lífi flestra. Sigrún Stefánsdóttir, forseti hug- og félagsvísindasviðs Háskólans á Akureyri, segir að þetta nýja nám sé freistandi framhald af því námi sem hefur verið í boði. „Núna erum við búin að vera hér í mörg ár á Akureyri með fjölmiðlanám til BA-prófs. Síðan hefur ekki verið neitt eðlilegt framhald fyrir þá nema,“ segir Sigrún. Þetta nýja meistara- og diplómanám sé öflug viðbót. „Rannsóknir á fjölmiðlaumhverfinu hafa verið takmarkaðar og við teljum að þetta geti stuðlað að öflugri sókn þar. Og það er orðið afskaplega tímabært að gera það, svoleiðis að nýja námið er mikill fengur fyrir þetta samfélag,“ segir hún. Sigrún segir að boðið verði upp á þessa nýju námsleið í fjarnámi þannig að nemendur geti stundað það hvar sem er í heiminum. Þá sé boðið upp á 30 eininga diplómanám sem sé kjörið fyrir starfandi fjölmiðlamenn sem vilja bæta við sig einhverju án þess að ætla að fara í langt nám. „Þetta er spennandi samstarfsverkefni. Við eigum sjálfsagt eftir að reka okkur á einhverja þröskulda. En þær þrautir eru bara til þess að leysa,“ segir hún. Sigrún segir að Háskólinn á Akureyri hafi verið mjög öflugur í fjarnámi og það sé mjög gaman að það sé hætt að skipta máli hvar nemendur hafa aðsetur. „Í dag erum við með nemendur út um allt, í Asíu, Ameríku og Evrópu,“ segir Sigrún. Hún segir að Háskólinn á Akureyri hafi verið leiðandi á þessu sviði og þetta nýja nám sé spennandi framhald á því. „Við erum alltaf að þróa þau vinnubrögð og Háskóli Íslands er að stíga þetta skref líka og býður þetta í fjarnámi.“
Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Fleiri fréttir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Sjá meira