Hægur málahraði ógnar réttarríki 13. mars 2015 07:15 Ríkissaksóknari segir hægan málahraða ógn við réttarríkið og réttaröryggi borgaranna. Ekki þyrfti nema 22 til 23 milljónir til Ríkissaksóknara til að fjölga saksóknurum þar um tvo, sem mundi létta gríðarlega á álaginu. fréttablaðið/stefán Allt að níu mánaða bið er eftir aðalmeðferð í einkamáli hjá Héraðsdómi Reykjavíkur. Þetta er óvenjulöng bið og dæmi um það álag sem er á dómskerfinu. Helga Vala Helgadóttir, lögmaður í málinu, segir að löng bið eftir aðalmeðferð sé orðin alvanaleg í dómstólum landsins. „Á miðvikudag var síðasta nauðsynlega fyrirtaka fyrir aðalmeðferð í máli sem ég rek fyrir dómi þar sem við þurftum að komast að samkomulagi um hvenær við gætum flutt málið. Það er ekkert þannig séð að aðhafast fyrir aðalmeðferð, engin frekari gögn og málið tækt til aðalmeðferðar. Þá er vaninn að það sé í næsta mánuði, eða í mesta lagi þarnæsta. Nú ber svo við að álagið á dómstólum er þannig að aðalmeðferð er ákveðin í lok árs, um miðjan desember.“Helga Vala HelgadóttirHelga Vala segir ástandið vera orðið skelfilegt hjá dómstólum. Miklar tafir geti verið mjög erfiðar. „Það er bæði vont að vera sakborningur og brotaþoli í þannig málum og þurfa að bíða mjög lengi. Töf er oft notuð til refsilækkunar fyrir sakborning, þá er tekið tillit til þess hve málið dregst rosalega. En það er ekki tekið neitt tillit til þess fyrir brotaþola sem er alveg jafn mikið að bíða eftir niðurstöðu og sakamaðurinn. Oft er þetta upphafið að því að geta hafið enduruppbygginu, að fá niðurstöðu í málið og geta haldið áfram.“Mismikið álag „Sumir dómarar eru betur settir en aðrir. Ég hef þó heyrt af því að sumir dómarar séu búnir að bóka aðalmeðferð langt fram á haustið,“ segir Ingimundur Einarsson, dómstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur. Hann segir erfitt að meta hvort álagið hafi aukist mikið að undanförnu. „Það er svolítið erfitt að meta það, en ég held að álagið sé sambærilegt og verið hefur. Ég hef þó veitt því athygli að það er töluvert um mjög þung og umfangsmikil mál sem hafa verið að koma inn og þá á ég sérstaklega við einkamálin. Sakamálin eru í farvegi, þau eru komin inn og það er búið að setja þau á dagskrá. Þau hafa líka tekið sinn tíma.“Ingimundur EinarssonIngimundur segir að þung og erfið mál hafi komið fyrir dóminn undanfarin ár og vísar þar ekki síst til gengismálanna. „Það hafa verið að koma fyrir dóminn bæði mjög þung mál og svo hitt að þessi gengislánamál hafa verið að tröllríða dómstólum undanfarna mánuði og hafa komið, ja, mér liggur við að segja nánast í förmum. Vonandi er það nú eitthvað að lagast núna. Þetta hefur haft þau áhrif að það eru þrír dómarar af þeim sautján dómurum sem sinna einkamálunum, sem eru eingöngu í þeim málaflokki og taka ekkert annað og það er bara töluvert.“Tímabundin fjölgun Í ársbyrjun 2010 var héraðsdómurum fjölgað um fimm og þar af fóru þrír til Héraðsdóms Reykjavíkur. Fram að því hafði dómurum ekkert fjölgað frá stofnun dómsins árið 1992. „Þeir hafa verið 21 eða 21 og hálft stöðugildi og það hefur ekki verið litið til þess að á sama tíma hefur fólksfjölgun verið gríðarleg í umdæminu og samfélagsgerðin hefur breyst allverulega. Við höfum verið að sjá hér mál á undanförnum misserum sem ég held ekki að nokkur einasti dómari af eldri kynslóð hefði getað gert sér í hugarlund að gætu komið hingað inn, bæði í umfangi og eðli mála.“ Tímabundna skipunin rennur út um áramótin og í henni er sólarlagsákvæði, þannig að ef dómarar hætta verður ekki ráðið í stöður þeirra, sem mundi þýða fækkun dómara. „Ég get varla séð fyrir mér að unnt sé að fækka dómurum frá því sem er í dag, ég segi nú bara alveg eins og er,“ segir Ingimundur.Erfitt að mæla álagið Ólöf Finnsdóttir, framkvæmdastjóri dómstólaráðs, segir málatölur ekki segja alla söguna varðandi stöðuna á dómstólum landsins. Málum hafi fækkað í heildina, það er málum sem berist dómstólum, þótt munnlega fluttum dómsmálum hafi fjölgað. „Við höfum bent ítrekað á að við höfum ekki yfir að ráða nægilega góðum tækjum til að mæla álag. Mál telur alltaf sem eitt mál og það skiptir ekki máli hvort það eru gríðarlega miklir hagsmunir í húfi, hvort það er einn aðili eða tíu og hvort það er fordæmalaust mál eða venjulegt mál. Það telur allt sem eitt mál. Við getum ekki mælt raunverulega þyngd þessara mála. Það er það sem við erum fyrst og fremst að kljást við, að við getum ekki nægilega vigtað málin okkar til að sýna fram á hvert álagið er, því tölurnar einar og sér segja ekki alla söguna.“ Ólöf bendir á að þrátt fyrir mikið álag hafi málsmeðferðartími ekki lengst að sama skapi, nánast staðið í stað á milli ára. „Íslenska dómskerfið er mjög skilvirkt og við fáum hraða meðferð í samanburði við önnur lönd. Til lengri tíma litið hefur málsmeðferðartíminn verið að lengjast. Það eru hagsmunir allra aðila, hvort sem er í einkamáli eða sakamáli, að mál þeirra fái skjóta úrlausn. Það hefur náttúrulega áhrif.“Ekki mikill kostnaður Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari segir mikið álag á embættinu. Hún segir níu mánaða biðina þó í lengri kantinum. „Þetta er nú kannski heldur lengri tími en hjá okkur en þó hefur þetta verið ansi langur tími hjá sumum dómurum, sem eru til dæmis mikið í sakamálum, eru ásettir og eru kannski í stórum hrunmálum. Það eru kannski undirlagðir margir dagar í eitt mál. Við höfum alveg fundið fyrir því að þetta er farið að taka lengri tíma.“ Sigríður segir að auðvelt ætti að vera að létta á álaginu hjá Ríkissaksóknara. „Það er ekki eins og við séum að tala um einhverja milljarða. Fjárlögin fyrir þetta embætti eru um 200 milljónir, þannig að þetta eru bara smámunir. Að bæta inn kannski tveimur ákærendum núna mundi kannski kosta svona 22-23 milljónir á ári, en það mundi muna rosalega miklu fyrir okkur.“Löngu komin að þolmörkum „Við erum löngu komin að þolmörkum og rúmlega það. Þetta er náttúrulega óþolandi, þetta er ekkert réttarríki að menn þurfi að bíða eftir að við afgreiðum mál í einhverja fleiri fleiri mánuði. Oft og tíðum alvarleg sakamál, þar sem bæði brotaþolinn og sakborningurinn þurfa að bíða. Svo er viðkomandi kannski ákærður eftir dúk og disk þegar margt hefur breyst í lífi hans. Fyrir nú utan að málin verða ekki burðugri eftir því sem lengra líður og það fyrnist yfir hjá fólki. Þetta er ógn við réttarríkið og réttaröryggi borgaranna. Þetta er heldur að versna.“ Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Laun bæjarfulltrúa lækkuð Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Richard Attenborough allur Erlent Slökkva á áróðurshátölurunum Erlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira
Allt að níu mánaða bið er eftir aðalmeðferð í einkamáli hjá Héraðsdómi Reykjavíkur. Þetta er óvenjulöng bið og dæmi um það álag sem er á dómskerfinu. Helga Vala Helgadóttir, lögmaður í málinu, segir að löng bið eftir aðalmeðferð sé orðin alvanaleg í dómstólum landsins. „Á miðvikudag var síðasta nauðsynlega fyrirtaka fyrir aðalmeðferð í máli sem ég rek fyrir dómi þar sem við þurftum að komast að samkomulagi um hvenær við gætum flutt málið. Það er ekkert þannig séð að aðhafast fyrir aðalmeðferð, engin frekari gögn og málið tækt til aðalmeðferðar. Þá er vaninn að það sé í næsta mánuði, eða í mesta lagi þarnæsta. Nú ber svo við að álagið á dómstólum er þannig að aðalmeðferð er ákveðin í lok árs, um miðjan desember.“Helga Vala HelgadóttirHelga Vala segir ástandið vera orðið skelfilegt hjá dómstólum. Miklar tafir geti verið mjög erfiðar. „Það er bæði vont að vera sakborningur og brotaþoli í þannig málum og þurfa að bíða mjög lengi. Töf er oft notuð til refsilækkunar fyrir sakborning, þá er tekið tillit til þess hve málið dregst rosalega. En það er ekki tekið neitt tillit til þess fyrir brotaþola sem er alveg jafn mikið að bíða eftir niðurstöðu og sakamaðurinn. Oft er þetta upphafið að því að geta hafið enduruppbygginu, að fá niðurstöðu í málið og geta haldið áfram.“Mismikið álag „Sumir dómarar eru betur settir en aðrir. Ég hef þó heyrt af því að sumir dómarar séu búnir að bóka aðalmeðferð langt fram á haustið,“ segir Ingimundur Einarsson, dómstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur. Hann segir erfitt að meta hvort álagið hafi aukist mikið að undanförnu. „Það er svolítið erfitt að meta það, en ég held að álagið sé sambærilegt og verið hefur. Ég hef þó veitt því athygli að það er töluvert um mjög þung og umfangsmikil mál sem hafa verið að koma inn og þá á ég sérstaklega við einkamálin. Sakamálin eru í farvegi, þau eru komin inn og það er búið að setja þau á dagskrá. Þau hafa líka tekið sinn tíma.“Ingimundur EinarssonIngimundur segir að þung og erfið mál hafi komið fyrir dóminn undanfarin ár og vísar þar ekki síst til gengismálanna. „Það hafa verið að koma fyrir dóminn bæði mjög þung mál og svo hitt að þessi gengislánamál hafa verið að tröllríða dómstólum undanfarna mánuði og hafa komið, ja, mér liggur við að segja nánast í förmum. Vonandi er það nú eitthvað að lagast núna. Þetta hefur haft þau áhrif að það eru þrír dómarar af þeim sautján dómurum sem sinna einkamálunum, sem eru eingöngu í þeim málaflokki og taka ekkert annað og það er bara töluvert.“Tímabundin fjölgun Í ársbyrjun 2010 var héraðsdómurum fjölgað um fimm og þar af fóru þrír til Héraðsdóms Reykjavíkur. Fram að því hafði dómurum ekkert fjölgað frá stofnun dómsins árið 1992. „Þeir hafa verið 21 eða 21 og hálft stöðugildi og það hefur ekki verið litið til þess að á sama tíma hefur fólksfjölgun verið gríðarleg í umdæminu og samfélagsgerðin hefur breyst allverulega. Við höfum verið að sjá hér mál á undanförnum misserum sem ég held ekki að nokkur einasti dómari af eldri kynslóð hefði getað gert sér í hugarlund að gætu komið hingað inn, bæði í umfangi og eðli mála.“ Tímabundna skipunin rennur út um áramótin og í henni er sólarlagsákvæði, þannig að ef dómarar hætta verður ekki ráðið í stöður þeirra, sem mundi þýða fækkun dómara. „Ég get varla séð fyrir mér að unnt sé að fækka dómurum frá því sem er í dag, ég segi nú bara alveg eins og er,“ segir Ingimundur.Erfitt að mæla álagið Ólöf Finnsdóttir, framkvæmdastjóri dómstólaráðs, segir málatölur ekki segja alla söguna varðandi stöðuna á dómstólum landsins. Málum hafi fækkað í heildina, það er málum sem berist dómstólum, þótt munnlega fluttum dómsmálum hafi fjölgað. „Við höfum bent ítrekað á að við höfum ekki yfir að ráða nægilega góðum tækjum til að mæla álag. Mál telur alltaf sem eitt mál og það skiptir ekki máli hvort það eru gríðarlega miklir hagsmunir í húfi, hvort það er einn aðili eða tíu og hvort það er fordæmalaust mál eða venjulegt mál. Það telur allt sem eitt mál. Við getum ekki mælt raunverulega þyngd þessara mála. Það er það sem við erum fyrst og fremst að kljást við, að við getum ekki nægilega vigtað málin okkar til að sýna fram á hvert álagið er, því tölurnar einar og sér segja ekki alla söguna.“ Ólöf bendir á að þrátt fyrir mikið álag hafi málsmeðferðartími ekki lengst að sama skapi, nánast staðið í stað á milli ára. „Íslenska dómskerfið er mjög skilvirkt og við fáum hraða meðferð í samanburði við önnur lönd. Til lengri tíma litið hefur málsmeðferðartíminn verið að lengjast. Það eru hagsmunir allra aðila, hvort sem er í einkamáli eða sakamáli, að mál þeirra fái skjóta úrlausn. Það hefur náttúrulega áhrif.“Ekki mikill kostnaður Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari segir mikið álag á embættinu. Hún segir níu mánaða biðina þó í lengri kantinum. „Þetta er nú kannski heldur lengri tími en hjá okkur en þó hefur þetta verið ansi langur tími hjá sumum dómurum, sem eru til dæmis mikið í sakamálum, eru ásettir og eru kannski í stórum hrunmálum. Það eru kannski undirlagðir margir dagar í eitt mál. Við höfum alveg fundið fyrir því að þetta er farið að taka lengri tíma.“ Sigríður segir að auðvelt ætti að vera að létta á álaginu hjá Ríkissaksóknara. „Það er ekki eins og við séum að tala um einhverja milljarða. Fjárlögin fyrir þetta embætti eru um 200 milljónir, þannig að þetta eru bara smámunir. Að bæta inn kannski tveimur ákærendum núna mundi kannski kosta svona 22-23 milljónir á ári, en það mundi muna rosalega miklu fyrir okkur.“Löngu komin að þolmörkum „Við erum löngu komin að þolmörkum og rúmlega það. Þetta er náttúrulega óþolandi, þetta er ekkert réttarríki að menn þurfi að bíða eftir að við afgreiðum mál í einhverja fleiri fleiri mánuði. Oft og tíðum alvarleg sakamál, þar sem bæði brotaþolinn og sakborningurinn þurfa að bíða. Svo er viðkomandi kannski ákærður eftir dúk og disk þegar margt hefur breyst í lífi hans. Fyrir nú utan að málin verða ekki burðugri eftir því sem lengra líður og það fyrnist yfir hjá fólki. Þetta er ógn við réttarríkið og réttaröryggi borgaranna. Þetta er heldur að versna.“
Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Laun bæjarfulltrúa lækkuð Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Richard Attenborough allur Erlent Slökkva á áróðurshátölurunum Erlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira