Eyddi meira en milljón á dánarbeði 5. mars 2015 07:30 Hallvarður segir framgöngu sölumanns efnisins Orasal hafa skyggt á síðustu daga föður síns og er sár og reiður. Vísir/Pjetur Guðmundur Jóhann Hallvarðsson greindist með krabbamein í lifur í janúar árið 2013. Hann lést rúmu ári síðar. Sonur hans, Hallvarður, segir krabbameinið hafa reynst illvígt og að hefðbundinni lyfjameðferð hafi verið hætt eftir þrjá mánuði þegar ekkert benti til þess að hún hefði áhrif á gang sjúkdómsins. Þá hafi faðir hans kynnst sjúklingum í Krabbameinsfélaginu sem sögðust hafa læknast af krabbameini fyrir tilstilli sannkallaðs kraftaverkalyfs. Efnið kallast Orasal, eða Salicinium, og sjúklingarnir bentu á mann sem hefði aðstoðað þá við að kaupa efnið. „Pabbi fékk símanúmer hjá konu sem sagðist hafa læknast og komst í samband við sölumann efnisins.“ Mánaðarskammturinn sem Guðmundur keypti kostaði um þúsund dollara, eða 134 þúsund krónur. Hann keypti Orasal og tvær tegundir fæðubótarefna frá bandaríska fyrirtækinu Perfect Balance. Skammtana keypti hann í níu mánuði og eyddi því meira en milljón króna í efnin. „Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Perfect Balance er kostnaðurinn um 90 þúsund, þannig að hann var að smyrja svolítið á þetta,“ segir Hallvarður og segist sár og reiður. Í upphafi hafi hann hins vegar reynt að vera bjartsýnn fyrir hönd föður síns. „Ég reyndi að vera jákvæður og líta björtum augum á þetta. Í fyrstu fannst okkur pabbi taka einhverjum framförum og ég veit ekki hvort það var efnið eða bjartsýni pabba. Eftir að ég hitti þennan mann þá gat ég ekki verið bjartsýnn lengur. Hann talaði mikið um samsæriskenningar í lyfjaiðnaði og benti okkur á að horfa á heimildarmynd á Youtube um krabbamein, sem var hreinn þvættingur og tengdist raunar þessu efni ekki neitt.“ Mánuði áður en Guðmundur lést frétti Hallvarður að sölumaðurinn hefði beðið um röntgenmyndir af æxlinu til að senda út til sölufyrirtækisins Perfect Balance. Tilgangurinn var að meta framhald meðferðarinnar. „Sölumaðurinn var að senda röntgenmyndir til sölufyrirtækisins í Bandaríkjunum, Perfect Balance, og hafði fengið þau svör að pabbi ætti að halda áfram meðferðinni. Ég var tortrygginn. Ég spurði hann hvort það væri hægt að fá staðfestingu á því hvort fagaðilar skoðuðu þessar myndir. Hann gat ekki svarað því en bað okkur um að greina ekki krabbameinslækni pabba frá því að hann vildi senda myndir af æxlinu út. Þegar þarna var komið var ég orðinn bæði sár og reiður. Framganga þessa manns skyggði á síðustu daga pabba. Hann trúði á þetta allt saman í upphafi en eftir því sem dró af honum hætti hann að nenna þessu,“ segir Hallvarður. Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Innlent Fleiri fréttir Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Sjá meira
Guðmundur Jóhann Hallvarðsson greindist með krabbamein í lifur í janúar árið 2013. Hann lést rúmu ári síðar. Sonur hans, Hallvarður, segir krabbameinið hafa reynst illvígt og að hefðbundinni lyfjameðferð hafi verið hætt eftir þrjá mánuði þegar ekkert benti til þess að hún hefði áhrif á gang sjúkdómsins. Þá hafi faðir hans kynnst sjúklingum í Krabbameinsfélaginu sem sögðust hafa læknast af krabbameini fyrir tilstilli sannkallaðs kraftaverkalyfs. Efnið kallast Orasal, eða Salicinium, og sjúklingarnir bentu á mann sem hefði aðstoðað þá við að kaupa efnið. „Pabbi fékk símanúmer hjá konu sem sagðist hafa læknast og komst í samband við sölumann efnisins.“ Mánaðarskammturinn sem Guðmundur keypti kostaði um þúsund dollara, eða 134 þúsund krónur. Hann keypti Orasal og tvær tegundir fæðubótarefna frá bandaríska fyrirtækinu Perfect Balance. Skammtana keypti hann í níu mánuði og eyddi því meira en milljón króna í efnin. „Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Perfect Balance er kostnaðurinn um 90 þúsund, þannig að hann var að smyrja svolítið á þetta,“ segir Hallvarður og segist sár og reiður. Í upphafi hafi hann hins vegar reynt að vera bjartsýnn fyrir hönd föður síns. „Ég reyndi að vera jákvæður og líta björtum augum á þetta. Í fyrstu fannst okkur pabbi taka einhverjum framförum og ég veit ekki hvort það var efnið eða bjartsýni pabba. Eftir að ég hitti þennan mann þá gat ég ekki verið bjartsýnn lengur. Hann talaði mikið um samsæriskenningar í lyfjaiðnaði og benti okkur á að horfa á heimildarmynd á Youtube um krabbamein, sem var hreinn þvættingur og tengdist raunar þessu efni ekki neitt.“ Mánuði áður en Guðmundur lést frétti Hallvarður að sölumaðurinn hefði beðið um röntgenmyndir af æxlinu til að senda út til sölufyrirtækisins Perfect Balance. Tilgangurinn var að meta framhald meðferðarinnar. „Sölumaðurinn var að senda röntgenmyndir til sölufyrirtækisins í Bandaríkjunum, Perfect Balance, og hafði fengið þau svör að pabbi ætti að halda áfram meðferðinni. Ég var tortrygginn. Ég spurði hann hvort það væri hægt að fá staðfestingu á því hvort fagaðilar skoðuðu þessar myndir. Hann gat ekki svarað því en bað okkur um að greina ekki krabbameinslækni pabba frá því að hann vildi senda myndir af æxlinu út. Þegar þarna var komið var ég orðinn bæði sár og reiður. Framganga þessa manns skyggði á síðustu daga pabba. Hann trúði á þetta allt saman í upphafi en eftir því sem dró af honum hætti hann að nenna þessu,“ segir Hallvarður.
Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Innlent Fleiri fréttir Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Sjá meira