Opið bréf til Strætó bs. Þorvaldur Pálmason skrifar 27. febrúar 2015 07:00 Eins og fram kemur í stuttri blaðagrein, sem ég birti um miðjan nóvember til varnar Ferðaþjónustu fatlaðra eins og hún var, hafði ég m.a. þetta að segja: „Ég hef notið Ferðaþjónustu fatlaðra á fjórða ár og fundist hún afar góð og gæti raunar varla verið betri. Ferðatilhögun hefur í flestum tilfellum staðist mjög vel og afar gott að ná til þeirra sem stýra ferðum. Hér hefur farið saman, teymi fólks með mikla reynslu af þessu starfi og með dýrmæta þekkingu á högum viðskiptavina og fjölbreyttum þörfum þeirra.“ Ég var því mjög efins allt frá því að formaður velferðarráðs sagði mér persónulega að til stæði að bjóða út þessa þjónustu í því skyni að bæta hana samfara hagræðingu. Það átti m.a að fá betri bíla, lengja símavaktir og rúsínan í pylsuendanum var að hægt yrði að panta bíl með tveggja tíma fyrirvara, þrátt fyrir að allur meginþorri viðskiptavina sé í föstum ferðum. Var ekki hægt að bæta úr þessum vanköntum án algerrar uppstokkunar á kerfinu? Ekki nóg með það, grundvallarbreytingu á stefnunni í kjölfarið. Eins og reyndin varð, sem alvarlega var varað við, af bílstjórum, öðru starfsfólki og þeim sem þjónustunnar nutu. Stefnan virðist í aðalatriðum vera sú að því minna sem bílstjórar þekki til viðskiptavina því betra og þeir raunar varaðir við að stofna nokkuð til persónulegra kynna við farþega. Um almenningssamgöngur væri að ræða eins og staðfest var í Kastljósi 5. febrúar eftir daginn „örlagaríka“. Mér finnst þetta algerlega glórulaust. Í þágu stefnunnar var svo til öllu starfsfólki sagt upp, bílstjórum og í þjónustuveri – fólki með jafnvel áratuga reynslu og dýrmæta þekkingu á högum viðskiptavina. Fjárfest var í dýru tölvukerfi og ég tel sanngjarnt að almenningur fái að vita hvað það kostaði. Hvers vegna fór ekkert útboð fram? Þegar á hólminn var komið snerist þjónustan því miður um tölvukerfið, ekki farþega. Hve margir komu að þessari ákvörðun með þekkingu á svona kerfum? Er það rétt að persónuleg tengsl hafi að hluta ráðið för? Er það rétt að Svíar hafi gefist upp á þessu kerfi? Er það rétt að kerfið hafi upphaflega verið þróað fyrir pakkaflutninga?Furðulegt útboð Sjálft útboðið var furðulegt, skipt í þrjá hluta. Í þriðja hlutanum, fyrir fólksbíla var ekki hægt að tryggja bílstjórum lágmarks vinnu og þeir fá misjafnlega greitt í samræmi við útboðið. Sem sagt, þeir fá mesta vinnuna sem lægst buðu að sagt er og svo hefur vinavæðing áhrif að sagt er. Þetta minnir á bókina Þrúgur reiðinnar eftir John Steinbeck, um fjölskyldu af þremur kynslóðum sem hélt af stað til fyrirheitna landsins með falskar vonir í brjósti. Þess eru ýmis dæmi að ástæða þykir að hringja út almenna leigubíla ef upp kemur óvænt ferð í stað fólksbíla með samning sem bíða og þeir fá engan akstur um helgar. Er þetta ekki samningsbrot? Allt gengur út á tölvukerfið, engu máli skiptir þótt bíll sé sendur frá Kjalarnesi til Hafnarfjarðar og svo aftur upp á Kjalarnes. Þá eru mörg dæmi um að t.d. 4-8 séu sóttir á sambýli á jafnmörgum bílum, jafnvel þótt allir séu á leið á sama ákvörðunarstað – tölvan fyrirskipar og hún ræður.Leiðir til úrbóta Leitið aftur til fólks með dýrmæta þekkingu og ráðið það ef hægt er Skiptið upp svæðinu fyrir ákveðna bílstjóra Flokkið farþega í samræmi við breytilegar þarfir Flokkið þannig að tilteknir bílstjórar annist tiltekna farþega Gæði þjónustu á að vera framar fjárhagslegum hagnaði Leggið þetta tölvukerfi niður Leitið samninga við Hreyfil þar sem notast yrði við þeirra tölvukerfi ásamt því sem notað var. Veit ekki betur en að þegar liggi fyrir brú á milli þessara kerfa Stjórnin verður að víkja, hún er rúin trausti Að lokum: Tölvutæknin á að þjóna viðskiptavinum en ekki öfugt. Persónuleg þjónusta verður að vera í öndvegi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Halldór 27.12.2025 Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Halldór 27.12.2025 skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Eins og fram kemur í stuttri blaðagrein, sem ég birti um miðjan nóvember til varnar Ferðaþjónustu fatlaðra eins og hún var, hafði ég m.a. þetta að segja: „Ég hef notið Ferðaþjónustu fatlaðra á fjórða ár og fundist hún afar góð og gæti raunar varla verið betri. Ferðatilhögun hefur í flestum tilfellum staðist mjög vel og afar gott að ná til þeirra sem stýra ferðum. Hér hefur farið saman, teymi fólks með mikla reynslu af þessu starfi og með dýrmæta þekkingu á högum viðskiptavina og fjölbreyttum þörfum þeirra.“ Ég var því mjög efins allt frá því að formaður velferðarráðs sagði mér persónulega að til stæði að bjóða út þessa þjónustu í því skyni að bæta hana samfara hagræðingu. Það átti m.a að fá betri bíla, lengja símavaktir og rúsínan í pylsuendanum var að hægt yrði að panta bíl með tveggja tíma fyrirvara, þrátt fyrir að allur meginþorri viðskiptavina sé í föstum ferðum. Var ekki hægt að bæta úr þessum vanköntum án algerrar uppstokkunar á kerfinu? Ekki nóg með það, grundvallarbreytingu á stefnunni í kjölfarið. Eins og reyndin varð, sem alvarlega var varað við, af bílstjórum, öðru starfsfólki og þeim sem þjónustunnar nutu. Stefnan virðist í aðalatriðum vera sú að því minna sem bílstjórar þekki til viðskiptavina því betra og þeir raunar varaðir við að stofna nokkuð til persónulegra kynna við farþega. Um almenningssamgöngur væri að ræða eins og staðfest var í Kastljósi 5. febrúar eftir daginn „örlagaríka“. Mér finnst þetta algerlega glórulaust. Í þágu stefnunnar var svo til öllu starfsfólki sagt upp, bílstjórum og í þjónustuveri – fólki með jafnvel áratuga reynslu og dýrmæta þekkingu á högum viðskiptavina. Fjárfest var í dýru tölvukerfi og ég tel sanngjarnt að almenningur fái að vita hvað það kostaði. Hvers vegna fór ekkert útboð fram? Þegar á hólminn var komið snerist þjónustan því miður um tölvukerfið, ekki farþega. Hve margir komu að þessari ákvörðun með þekkingu á svona kerfum? Er það rétt að persónuleg tengsl hafi að hluta ráðið för? Er það rétt að Svíar hafi gefist upp á þessu kerfi? Er það rétt að kerfið hafi upphaflega verið þróað fyrir pakkaflutninga?Furðulegt útboð Sjálft útboðið var furðulegt, skipt í þrjá hluta. Í þriðja hlutanum, fyrir fólksbíla var ekki hægt að tryggja bílstjórum lágmarks vinnu og þeir fá misjafnlega greitt í samræmi við útboðið. Sem sagt, þeir fá mesta vinnuna sem lægst buðu að sagt er og svo hefur vinavæðing áhrif að sagt er. Þetta minnir á bókina Þrúgur reiðinnar eftir John Steinbeck, um fjölskyldu af þremur kynslóðum sem hélt af stað til fyrirheitna landsins með falskar vonir í brjósti. Þess eru ýmis dæmi að ástæða þykir að hringja út almenna leigubíla ef upp kemur óvænt ferð í stað fólksbíla með samning sem bíða og þeir fá engan akstur um helgar. Er þetta ekki samningsbrot? Allt gengur út á tölvukerfið, engu máli skiptir þótt bíll sé sendur frá Kjalarnesi til Hafnarfjarðar og svo aftur upp á Kjalarnes. Þá eru mörg dæmi um að t.d. 4-8 séu sóttir á sambýli á jafnmörgum bílum, jafnvel þótt allir séu á leið á sama ákvörðunarstað – tölvan fyrirskipar og hún ræður.Leiðir til úrbóta Leitið aftur til fólks með dýrmæta þekkingu og ráðið það ef hægt er Skiptið upp svæðinu fyrir ákveðna bílstjóra Flokkið farþega í samræmi við breytilegar þarfir Flokkið þannig að tilteknir bílstjórar annist tiltekna farþega Gæði þjónustu á að vera framar fjárhagslegum hagnaði Leggið þetta tölvukerfi niður Leitið samninga við Hreyfil þar sem notast yrði við þeirra tölvukerfi ásamt því sem notað var. Veit ekki betur en að þegar liggi fyrir brú á milli þessara kerfa Stjórnin verður að víkja, hún er rúin trausti Að lokum: Tölvutæknin á að þjóna viðskiptavinum en ekki öfugt. Persónuleg þjónusta verður að vera í öndvegi.
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar