Opið bréf til Strætó bs. Þorvaldur Pálmason skrifar 27. febrúar 2015 07:00 Eins og fram kemur í stuttri blaðagrein, sem ég birti um miðjan nóvember til varnar Ferðaþjónustu fatlaðra eins og hún var, hafði ég m.a. þetta að segja: „Ég hef notið Ferðaþjónustu fatlaðra á fjórða ár og fundist hún afar góð og gæti raunar varla verið betri. Ferðatilhögun hefur í flestum tilfellum staðist mjög vel og afar gott að ná til þeirra sem stýra ferðum. Hér hefur farið saman, teymi fólks með mikla reynslu af þessu starfi og með dýrmæta þekkingu á högum viðskiptavina og fjölbreyttum þörfum þeirra.“ Ég var því mjög efins allt frá því að formaður velferðarráðs sagði mér persónulega að til stæði að bjóða út þessa þjónustu í því skyni að bæta hana samfara hagræðingu. Það átti m.a að fá betri bíla, lengja símavaktir og rúsínan í pylsuendanum var að hægt yrði að panta bíl með tveggja tíma fyrirvara, þrátt fyrir að allur meginþorri viðskiptavina sé í föstum ferðum. Var ekki hægt að bæta úr þessum vanköntum án algerrar uppstokkunar á kerfinu? Ekki nóg með það, grundvallarbreytingu á stefnunni í kjölfarið. Eins og reyndin varð, sem alvarlega var varað við, af bílstjórum, öðru starfsfólki og þeim sem þjónustunnar nutu. Stefnan virðist í aðalatriðum vera sú að því minna sem bílstjórar þekki til viðskiptavina því betra og þeir raunar varaðir við að stofna nokkuð til persónulegra kynna við farþega. Um almenningssamgöngur væri að ræða eins og staðfest var í Kastljósi 5. febrúar eftir daginn „örlagaríka“. Mér finnst þetta algerlega glórulaust. Í þágu stefnunnar var svo til öllu starfsfólki sagt upp, bílstjórum og í þjónustuveri – fólki með jafnvel áratuga reynslu og dýrmæta þekkingu á högum viðskiptavina. Fjárfest var í dýru tölvukerfi og ég tel sanngjarnt að almenningur fái að vita hvað það kostaði. Hvers vegna fór ekkert útboð fram? Þegar á hólminn var komið snerist þjónustan því miður um tölvukerfið, ekki farþega. Hve margir komu að þessari ákvörðun með þekkingu á svona kerfum? Er það rétt að persónuleg tengsl hafi að hluta ráðið för? Er það rétt að Svíar hafi gefist upp á þessu kerfi? Er það rétt að kerfið hafi upphaflega verið þróað fyrir pakkaflutninga?Furðulegt útboð Sjálft útboðið var furðulegt, skipt í þrjá hluta. Í þriðja hlutanum, fyrir fólksbíla var ekki hægt að tryggja bílstjórum lágmarks vinnu og þeir fá misjafnlega greitt í samræmi við útboðið. Sem sagt, þeir fá mesta vinnuna sem lægst buðu að sagt er og svo hefur vinavæðing áhrif að sagt er. Þetta minnir á bókina Þrúgur reiðinnar eftir John Steinbeck, um fjölskyldu af þremur kynslóðum sem hélt af stað til fyrirheitna landsins með falskar vonir í brjósti. Þess eru ýmis dæmi að ástæða þykir að hringja út almenna leigubíla ef upp kemur óvænt ferð í stað fólksbíla með samning sem bíða og þeir fá engan akstur um helgar. Er þetta ekki samningsbrot? Allt gengur út á tölvukerfið, engu máli skiptir þótt bíll sé sendur frá Kjalarnesi til Hafnarfjarðar og svo aftur upp á Kjalarnes. Þá eru mörg dæmi um að t.d. 4-8 séu sóttir á sambýli á jafnmörgum bílum, jafnvel þótt allir séu á leið á sama ákvörðunarstað – tölvan fyrirskipar og hún ræður.Leiðir til úrbóta Leitið aftur til fólks með dýrmæta þekkingu og ráðið það ef hægt er Skiptið upp svæðinu fyrir ákveðna bílstjóra Flokkið farþega í samræmi við breytilegar þarfir Flokkið þannig að tilteknir bílstjórar annist tiltekna farþega Gæði þjónustu á að vera framar fjárhagslegum hagnaði Leggið þetta tölvukerfi niður Leitið samninga við Hreyfil þar sem notast yrði við þeirra tölvukerfi ásamt því sem notað var. Veit ekki betur en að þegar liggi fyrir brú á milli þessara kerfa Stjórnin verður að víkja, hún er rúin trausti Að lokum: Tölvutæknin á að þjóna viðskiptavinum en ekki öfugt. Persónuleg þjónusta verður að vera í öndvegi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Skoðun Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Sjá meira
Eins og fram kemur í stuttri blaðagrein, sem ég birti um miðjan nóvember til varnar Ferðaþjónustu fatlaðra eins og hún var, hafði ég m.a. þetta að segja: „Ég hef notið Ferðaþjónustu fatlaðra á fjórða ár og fundist hún afar góð og gæti raunar varla verið betri. Ferðatilhögun hefur í flestum tilfellum staðist mjög vel og afar gott að ná til þeirra sem stýra ferðum. Hér hefur farið saman, teymi fólks með mikla reynslu af þessu starfi og með dýrmæta þekkingu á högum viðskiptavina og fjölbreyttum þörfum þeirra.“ Ég var því mjög efins allt frá því að formaður velferðarráðs sagði mér persónulega að til stæði að bjóða út þessa þjónustu í því skyni að bæta hana samfara hagræðingu. Það átti m.a að fá betri bíla, lengja símavaktir og rúsínan í pylsuendanum var að hægt yrði að panta bíl með tveggja tíma fyrirvara, þrátt fyrir að allur meginþorri viðskiptavina sé í föstum ferðum. Var ekki hægt að bæta úr þessum vanköntum án algerrar uppstokkunar á kerfinu? Ekki nóg með það, grundvallarbreytingu á stefnunni í kjölfarið. Eins og reyndin varð, sem alvarlega var varað við, af bílstjórum, öðru starfsfólki og þeim sem þjónustunnar nutu. Stefnan virðist í aðalatriðum vera sú að því minna sem bílstjórar þekki til viðskiptavina því betra og þeir raunar varaðir við að stofna nokkuð til persónulegra kynna við farþega. Um almenningssamgöngur væri að ræða eins og staðfest var í Kastljósi 5. febrúar eftir daginn „örlagaríka“. Mér finnst þetta algerlega glórulaust. Í þágu stefnunnar var svo til öllu starfsfólki sagt upp, bílstjórum og í þjónustuveri – fólki með jafnvel áratuga reynslu og dýrmæta þekkingu á högum viðskiptavina. Fjárfest var í dýru tölvukerfi og ég tel sanngjarnt að almenningur fái að vita hvað það kostaði. Hvers vegna fór ekkert útboð fram? Þegar á hólminn var komið snerist þjónustan því miður um tölvukerfið, ekki farþega. Hve margir komu að þessari ákvörðun með þekkingu á svona kerfum? Er það rétt að persónuleg tengsl hafi að hluta ráðið för? Er það rétt að Svíar hafi gefist upp á þessu kerfi? Er það rétt að kerfið hafi upphaflega verið þróað fyrir pakkaflutninga?Furðulegt útboð Sjálft útboðið var furðulegt, skipt í þrjá hluta. Í þriðja hlutanum, fyrir fólksbíla var ekki hægt að tryggja bílstjórum lágmarks vinnu og þeir fá misjafnlega greitt í samræmi við útboðið. Sem sagt, þeir fá mesta vinnuna sem lægst buðu að sagt er og svo hefur vinavæðing áhrif að sagt er. Þetta minnir á bókina Þrúgur reiðinnar eftir John Steinbeck, um fjölskyldu af þremur kynslóðum sem hélt af stað til fyrirheitna landsins með falskar vonir í brjósti. Þess eru ýmis dæmi að ástæða þykir að hringja út almenna leigubíla ef upp kemur óvænt ferð í stað fólksbíla með samning sem bíða og þeir fá engan akstur um helgar. Er þetta ekki samningsbrot? Allt gengur út á tölvukerfið, engu máli skiptir þótt bíll sé sendur frá Kjalarnesi til Hafnarfjarðar og svo aftur upp á Kjalarnes. Þá eru mörg dæmi um að t.d. 4-8 séu sóttir á sambýli á jafnmörgum bílum, jafnvel þótt allir séu á leið á sama ákvörðunarstað – tölvan fyrirskipar og hún ræður.Leiðir til úrbóta Leitið aftur til fólks með dýrmæta þekkingu og ráðið það ef hægt er Skiptið upp svæðinu fyrir ákveðna bílstjóra Flokkið farþega í samræmi við breytilegar þarfir Flokkið þannig að tilteknir bílstjórar annist tiltekna farþega Gæði þjónustu á að vera framar fjárhagslegum hagnaði Leggið þetta tölvukerfi niður Leitið samninga við Hreyfil þar sem notast yrði við þeirra tölvukerfi ásamt því sem notað var. Veit ekki betur en að þegar liggi fyrir brú á milli þessara kerfa Stjórnin verður að víkja, hún er rúin trausti Að lokum: Tölvutæknin á að þjóna viðskiptavinum en ekki öfugt. Persónuleg þjónusta verður að vera í öndvegi.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun