Innlent

Innnes kallar inn maísmjöl

Neytendur eru hvattir til að skila inn vörunni.
Neytendur eru hvattir til að skila inn vörunni.
Innnes ehf. hefur, í samráði við matvælaeftirlit Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, innkallað Rapunzel Polenta maísmjöl.

Við reglubundið eftirlit fannst lyfjavirkt efni, tropaine alkaloids, í mjölinu. Innes innkallar því alla poka af Rapunzel Polenta maísmjölinu og hvetur alla sem hafa vöruna undir höndum til að skila henni til verslunar gegn endurgreiðslu.

Þýska fyrirtækið Rapunzel vinnur að rannsókn til að finna upptökin í samstarfi við viðeigandi matvælastofnanir. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×