145 prósenta fjölgun í tölvunarfræðigreinum Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 24. febrúar 2015 09:00 Áhugi nemenda á tölvunarfræðigreinum hefur aukist mikið undanfarin fimm ár. Fréttablaðið/Ernir Vísir/Ernir Alls voru 1.604 nemendur skráðir í nám við tölvunarfræðideildir í Háskóla Íslands og Háskólanum í Reykjavík árið 2014. Það er fjölgun um 145,3 prósent frá því fyrir fimm árum, þegar 654 nemendur voru skráðir í tölvunarfræði við báða skólana. „Það er engin ein skýring á þessu. Við höfum séð það í gegnum tíðina að áhuginn á þessu hefur gengið í bylgjum og ræðst mikið af umfjölluninni í samfélaginu hverju sinni,“ segir Yngvi Björnsson, deildarforseti tölvunarfræðideildar við Háskólann í Reykjavík, um aukinn fjölda nemenda. Yngvi segir þennan aukna fjölda í tæknigreinum ekki séríslenskt fyrirbæri heldur alþjóðlegt.Yngvi Björnsson„Tæknifyrirtækin sem hafa orðið til síðustu áratugi, Google, Facebook og fleiri, ýta undir áhugann og þar að auki er mikill áhugi fyrir öppum. Tæknin og notkunin er komin svo nálægt fólki.“ Yngvi segir að einnig hafi það sýnt sig að tæknistörfin komi vel út á krepputímum, þá sé þrátt fyrir allt enn mikil eftirspurn eftir fólki með slíka sérþekkingu og það spili vafalaust inn í. „Svo var gert átak hérlendis í því að efla vitund fólks fyrir tækninámi og mikilvægi slíkrar menntunar,“ segir Yngvi. Fjöldi kvenna við tölvunarfræðideildirnar hefur einnig aukist. Árið 2009 voru konur 99 en eru nú 345. Það er aukning upp á 248,5 prósent á aðeins fimm árum. Yngvi segir að Háskólinn í Reykjavík sé nú að taka á móti hæsta hlutfalli kvenna frá upphafi. „Það er mjög jákvætt. Þetta er praktískt nám og það getur ráðið einhverju. Mögulega er það sem mestu skiptir að tölvunarfræðin hafði svolítinn nördastimpil á sér, ranglega. Fólk er farið að sjá að þetta eru ekki bara störf þar sem fólk er eitt í tölvunni úti í horni í vinnunni heldur gjarnan í hópavinnu, í návígi við annað fólk og ég held að það hafi náðst að breyta þessum stimpli. Oft er um að ræða lifandi og skemmtileg fyrirtæki sem starfa í þessum bransa. Ég held að það hafi áhrif á áhuga almennings og ekki síst stúlkna,“ segir Yngvi. Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Alls voru 1.604 nemendur skráðir í nám við tölvunarfræðideildir í Háskóla Íslands og Háskólanum í Reykjavík árið 2014. Það er fjölgun um 145,3 prósent frá því fyrir fimm árum, þegar 654 nemendur voru skráðir í tölvunarfræði við báða skólana. „Það er engin ein skýring á þessu. Við höfum séð það í gegnum tíðina að áhuginn á þessu hefur gengið í bylgjum og ræðst mikið af umfjölluninni í samfélaginu hverju sinni,“ segir Yngvi Björnsson, deildarforseti tölvunarfræðideildar við Háskólann í Reykjavík, um aukinn fjölda nemenda. Yngvi segir þennan aukna fjölda í tæknigreinum ekki séríslenskt fyrirbæri heldur alþjóðlegt.Yngvi Björnsson„Tæknifyrirtækin sem hafa orðið til síðustu áratugi, Google, Facebook og fleiri, ýta undir áhugann og þar að auki er mikill áhugi fyrir öppum. Tæknin og notkunin er komin svo nálægt fólki.“ Yngvi segir að einnig hafi það sýnt sig að tæknistörfin komi vel út á krepputímum, þá sé þrátt fyrir allt enn mikil eftirspurn eftir fólki með slíka sérþekkingu og það spili vafalaust inn í. „Svo var gert átak hérlendis í því að efla vitund fólks fyrir tækninámi og mikilvægi slíkrar menntunar,“ segir Yngvi. Fjöldi kvenna við tölvunarfræðideildirnar hefur einnig aukist. Árið 2009 voru konur 99 en eru nú 345. Það er aukning upp á 248,5 prósent á aðeins fimm árum. Yngvi segir að Háskólinn í Reykjavík sé nú að taka á móti hæsta hlutfalli kvenna frá upphafi. „Það er mjög jákvætt. Þetta er praktískt nám og það getur ráðið einhverju. Mögulega er það sem mestu skiptir að tölvunarfræðin hafði svolítinn nördastimpil á sér, ranglega. Fólk er farið að sjá að þetta eru ekki bara störf þar sem fólk er eitt í tölvunni úti í horni í vinnunni heldur gjarnan í hópavinnu, í návígi við annað fólk og ég held að það hafi náðst að breyta þessum stimpli. Oft er um að ræða lifandi og skemmtileg fyrirtæki sem starfa í þessum bransa. Ég held að það hafi áhrif á áhuga almennings og ekki síst stúlkna,“ segir Yngvi.
Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira