Innlent

SFS að baki mottum

Svavar Hávarðsson skrifar
Kolbeinn Árnason frá SFS og Ragnheiður Haraldsdóttir, forstjóri Krabbameinsfélagsins.
Kolbeinn Árnason frá SFS og Ragnheiður Haraldsdóttir, forstjóri Krabbameinsfélagsins. mynd/sfs
Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) og Krabbameinsfélag Íslands hafa skrifað undir samning til þriggja ára um stuðning SFS við Mottumars, átaksverkefni Krabbameinsfélagsins gegn krabbameinum hjá körlum.

Skrifað var undir samninginn í Saltfisksetrinu í Grindavík og voru nokkrir starfsmenn sjávarútvegsfyrirtækjanna Vísis, Þorbjarnar, Codland og Haustaks viðstaddir. Staðurinn þykir táknrænn fyrir sjávarútveg á Íslandi í fortíð og framtíð en á Saltfisksetrinu er fortíðarinnar minnst en á efri hæð hússins hefur nýsköpunarfyrirtækið Codland aðsetur.

Þá hefur fjölskyldan í Vísi látið sig málefni Krabbameinsfélagsins varða og stutt starfsemina. Með því hefur fjölskyldan viljað sýna þakklæti sitt í verki en Margrét Sighvatsdóttir, móðir Péturs Pálssonar, framkvæmdastjóra Vísis, glímdi við brjóstakrabbamein á miðjum aldri en fékk lækningu. Þá lést faðir hans, Páll H. Pálsson, í þessum mánuði eftir baráttu við krabbamein.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×