Innlent

Maður á leið í aðgerð togaður upp um glufu í fastri lyftu á Borgarspítalanum

Turnlyftan á Borgarspítalanum festist milli fjórðu og fimmtu hæðar.
Turnlyftan á Borgarspítalanum festist milli fjórðu og fimmtu hæðar. Fréttablaðið/GVA
Þrennt festist í lyftu á milli hæða á Borgarspítalanum í gær. Algengt mun vera að lyfturnar á sjúkrahúsinu bili.

Meðal þeirra sem voru í lyftunni er hún stöðvaðist milli fjórðu og fimmtu hæðar var 78 ára gamall maður sem var á leið í aðgerð.

Eftir að tæknilið var komið á staðinn varð úr að manninum og tveimur konum sem voru með honum var hjálpað út um mjóa rifu efst við lyftudyrnar. Þrátt fyrir að næðist að koma stól inn til fólksins sem það gat staðið á þurfti að toga manninn á höndunum út úr prísundinni.

Pálmi Þór Ævarsson, yfirmaður öryggismála Landspítalans, segir lyfturnar nýyfirfarnar af eftirlitsaðilum sem gefið hafi þeim grænt ljós.

„Það er númer eitt, tvö og þrjú hjá okkur að gæta fyllsta öryggis og kalla til rétta viðbragðsaðila í öllum tilfellum,“ segir Pálmi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×