Innlent

Björn steig stórt skref í Bunratty

Svavar Hávarðsson skrifar
Björn Þorfinnsson
Björn Þorfinnsson
Björn Þorfinnsson, alþjóðlegur meistari í skák, tryggði sinn annan áfanga að stórmeistaratitli á Bunratty-skákmótinu á Írlandi á dögunum. Björn hlaut sjö vinninga af níu og vann mótið með miklum yfirburðum. Björn var stigalægsti skákmaður mótsins.

Sigurinn tryggir Birni jafnframt keppnisrétt á Evrópumóti einstaklinga á næsta ári, en Skáksamband Íslands greiðir allan keppniskostnað skákmanna sem ná tilteknum árangri á alþjóðlegu skákmóti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×