Þónokkrir styrktarsjóðir of litlir og líka úreltir Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 23. febrúar 2015 12:00 Í háskólanum. Ef upphæðin er lág þá verður ávöxtunin lítil. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Þónokkrir af 53 styrktarsjóðum Háskóla Íslands eru svo litlir að einungis er hægt að úthluta úr þeim á margra ára fresti. Aðrir eru orðnir úreltir vegna ákvæða sem í þeim eru. Stjórn styrktarsjóðanna hyggst nú skoða hvernig hagræða megi starfsemi sjóðanna til að fjölga úthlutunum styrkja, að sögn Helgu Brár Árnadóttur, umsjónarmanns styrktarsjóða háskólans. „Við þurfum að færa sjóðina nær því sem gengur og gerist í nágrannalöndum okkar. Þar eru sjóðirnir stærri og virkari og gefendur fá skattaívilnun. Það gæti verið hvatning til að gefa peningagjafir til vísinda og rannsókna. Til þess að hægt sé að veita árlega úthlutun þurfa sjóðirnir að vera með að minnsta kosti 20 til 30 milljóna króna höfuðstól. Þónokkrir eru undir þessu,“ segir Helga Brá. Hún getur þess jafnframt að sú upphæð sem er til úthlutunar minnki vegna þess að greiða þarf fjármagnstekjuskatt af eignum styrktarsjóðanna.Hver og einn sjóður hefur staðfesta skipulagsskrá. „Skipulagsskráin er skrifuð út frá vilja gefenda sem stofna minningarsjóð um sig eða nákomna ættingja. Ákveðinn hluti höfuðstóls er bundinn til að sjóðirnir lifi sem lengst. Ef upphæðin er lág þá verður ávöxtunin lítil og úthlutun sjaldnar. Sumar skipulagsskrár eru hins vegar úreltar eins og þegar segir til dæmis að styrkja eigi bóndason úr einhverju ákveðnu byggðarlagi.“ Af og til eru háskólanum gefnar fasteignir til að stofna minningarsjóð. Dæmi um slíkan sjóð er Styrktarsjóður Áslaugar Hafliðadóttur en auglýst var um umsóknir um styrk úr sjóðnum nú í síðustu viku. Áslaug, sem lést 2011, arfleiddi Háskóla Íslands að fasteigninni Bjarkargötu 12 í Reykjavík til minningar um foreldra sína og jafnframt að 25 prósentum af öllum bankainnistæðum og verðbréfum í sinni eigu. Fasteignin var seld og er stofnframlag sjóðsins 120 milljónir króna. Heimilt er að úthluta til styrkja allt að 100 milljónum króna á sjö til 10 ára tímabili sem dreifist sem jafnast á hvert ár, að teknu tilliti til verðlagsbreytinga. Fyrst af öllu er sjóðnum ætlað að styrkja málefni er stuðla að eflingu íslenskrar tungu. „Nú er verið að auglýsa í fyrsta skipti eftir umsóknum um styrki úr þessum sjóð,“ greinir Helga Brá frá. Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Þónokkrir af 53 styrktarsjóðum Háskóla Íslands eru svo litlir að einungis er hægt að úthluta úr þeim á margra ára fresti. Aðrir eru orðnir úreltir vegna ákvæða sem í þeim eru. Stjórn styrktarsjóðanna hyggst nú skoða hvernig hagræða megi starfsemi sjóðanna til að fjölga úthlutunum styrkja, að sögn Helgu Brár Árnadóttur, umsjónarmanns styrktarsjóða háskólans. „Við þurfum að færa sjóðina nær því sem gengur og gerist í nágrannalöndum okkar. Þar eru sjóðirnir stærri og virkari og gefendur fá skattaívilnun. Það gæti verið hvatning til að gefa peningagjafir til vísinda og rannsókna. Til þess að hægt sé að veita árlega úthlutun þurfa sjóðirnir að vera með að minnsta kosti 20 til 30 milljóna króna höfuðstól. Þónokkrir eru undir þessu,“ segir Helga Brá. Hún getur þess jafnframt að sú upphæð sem er til úthlutunar minnki vegna þess að greiða þarf fjármagnstekjuskatt af eignum styrktarsjóðanna.Hver og einn sjóður hefur staðfesta skipulagsskrá. „Skipulagsskráin er skrifuð út frá vilja gefenda sem stofna minningarsjóð um sig eða nákomna ættingja. Ákveðinn hluti höfuðstóls er bundinn til að sjóðirnir lifi sem lengst. Ef upphæðin er lág þá verður ávöxtunin lítil og úthlutun sjaldnar. Sumar skipulagsskrár eru hins vegar úreltar eins og þegar segir til dæmis að styrkja eigi bóndason úr einhverju ákveðnu byggðarlagi.“ Af og til eru háskólanum gefnar fasteignir til að stofna minningarsjóð. Dæmi um slíkan sjóð er Styrktarsjóður Áslaugar Hafliðadóttur en auglýst var um umsóknir um styrk úr sjóðnum nú í síðustu viku. Áslaug, sem lést 2011, arfleiddi Háskóla Íslands að fasteigninni Bjarkargötu 12 í Reykjavík til minningar um foreldra sína og jafnframt að 25 prósentum af öllum bankainnistæðum og verðbréfum í sinni eigu. Fasteignin var seld og er stofnframlag sjóðsins 120 milljónir króna. Heimilt er að úthluta til styrkja allt að 100 milljónum króna á sjö til 10 ára tímabili sem dreifist sem jafnast á hvert ár, að teknu tilliti til verðlagsbreytinga. Fyrst af öllu er sjóðnum ætlað að styrkja málefni er stuðla að eflingu íslenskrar tungu. „Nú er verið að auglýsa í fyrsta skipti eftir umsóknum um styrki úr þessum sjóð,“ greinir Helga Brá frá.
Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira