Innlent

Íslenskur prófessor fær 300 milljónir króna frá ESB

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Inga Dóra Sigfúsdóttir rannsakar líðan ungmenna.
Inga Dóra Sigfúsdóttir rannsakar líðan ungmenna.
Inga Dóra Sigfúsdóttir, prófessor við Háskólann í Reykjavík, fær tvær milljónir evra, eða um 300 milljónir íslenskra króna, í rannsóknarstyrk frá Evrópusambandinu. Inga Dóra er annar Íslendingurinn sem hlýtur svo háan styrk, að því er segir í frétt HR. Rannsóknir Ingu hafa staðið yfir í tvo áratugi og snúast um líðan ungs fólks á Íslandi. Niðurstöðurnar eru notaðar um gjörvalla Evrópu til forvarnarstarfs.

Í tilkynningu HR segir að um gríðarlega viðurkenningu sé að ræða fyrir áratuga starf Ingu og íslenskt fræðasamfélag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×