Innlent

Kalla inn krydd eftir ábendingu

Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar
Matvælastofnun. Kryddið sem um ræðir er farið úr verslunum
Matvælastofnun. Kryddið sem um ræðir er farið úr verslunum
Matvælastofnun barst í gær tilkynning frá danska matvælaeftirlitinu og RASFF evrópska viðvörunarkerfinu um innkallanir á kryddblöndu.

Um er að ræða tilteknar kryddblöndur frá framleiðandanum Santa Maria en í þeim hefur fundist möndlumjöl sem ekki er merkt í innihaldslýsingu á pakkningunum. Fyrirtækið Santa Maria fann snefil af möndlum í paprikudufti í kryddblöndunum Allround-kryddi og Steak Rub-kryddi.

Einungis ein verslun á Íslandi hefur verið með vöruna á markaði en hún hefur verið tekin úr umferð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×