Innlent

Umboðsmaður skilar inn áliti

Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar
Höfuðborgarstofu hefur verið bent á að veita upplýsingar.
Höfuðborgarstofu hefur verið bent á að veita upplýsingar. Fréttablaðið/GVA
Höfuðborgarstofa fylgdi ekki stjórnsýslulögum við upplýsingagjöf um feril og menntun umsækjanda í starf deildarstjóra markaðs- og kynningardeildar. Þetta kemur fram í áliti umboðsmanns Alþingis.

Umsækjandi um stöðuna leitaði til umboðsmanns Alþingis og kvartaði yfir ákvörðun Höfuðborgarstofu um að synja honum um aðgang að áðurnefndum upplýsingum.

Umboðsmaður beinir þeim tilmælum til Höfuðborgarstofu að orðið verði við beiðni umsækjandans og að sambærileg sjónarmið verði viðhöfð í framtíðarstörfum Höfuðborgarstofu. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×