Innlent

Íbúar kjósa um framkvæmdir

Íbúar fá að kjósa um verkefni í sínu hverfi.
Íbúar fá að kjósa um verkefni í sínu hverfi. Fréttablaðið/GVA
Á miðnætti í gær hófust fjórðu rafrænu íbúakosningarnar í Reykjavík.

Kosningarnar standa yfir til miðnættis þriðjudaginn 24. febrúar. Allir þeir sem eru orðnir 16 ára og eiga lögheimili í Reykjavík hafa kosningarétt, en kosningar fara fram á vefnum kjosa.betrireykjavik.is og þarf rafræn skilríki eða Íslykil til að taka þátt.

Kosið er um tuttugu verkefni í tíu hverfum borgarinnar og geta kjósendur forgangsraðað framkvæmdum og verkefnum í sínu hverfi sem munu síðan koma til framkvæmdar. Kosningin er bindandi fyrir Reykjavíkurborg sem er því skuldbundin til að framkvæma verkefnin. Alls hefur 300 milljónum króna verið úthlutað í verkefnið.

„Það hefur gengið mjög vel að fylgja á eftir verkefnum en á framkvæmdavef Reykjavíkurborgar má sjá að um 95% verkefna síðasta árs hafa komið til framkvæmda,“ segir Sonja Wiium, verkefnastjóri Betri hverfa.

„Við hvetjum fólk til að kjósa og nýta sér rafrænu skilríkin í símum. Síðan má fylgjast með gangi mála á framkvæmdavef Reykjavíkurborgar.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×