Er lykillinn að leyfa Magnúsi Óla að skora að vild? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. febrúar 2015 06:30 Magnús Óli Magnússon hefur skorað 22 mörk í síðustu tveimur leikjum við Val. Fréttablaðið/stefán Valsmenn og FH-ingar munu mætast í þriðja sinn á stuttum tíma í undanúrslitum Coca Cola-bikars karla í Laugardalshöllinni í næstu viku. Valur og FH drógust saman í bikardrættinum í gær um hálfum sólarhring eftir að Valsmenn fögnuðu þriggja marka sigri, 31-28, í leik liðanna í Olís-deildinni. Fjórum dögum fyrr höfðu Valsmenn mætt í Kaplakrikann og unnið sannfærandi fimm marka sigur, 27-22. Þetta hafa heldur betur verið súrsætir leikir fyrir FH-inginn Magnús Óla Magnússon sem hefur farið á kostum í þeim báðum. Magnús Óli er nefnilega búinn að skora 11 mörk fyrir FH í báðum þessum tapleikjum og ekkert markanna hans hefur komið af vítalínunni heldur öll utan af velli. Magnús Óli er því búinn að skora samtals 22 mörk (úr 35 skotum, 63 prósent skotnýting) í þessum leikjum við Val en þrátt fyrir frábæra frammistöðu hans er uppskeran núll stig hjá hans liði. Restin af leikmönnum FH-liðsins er því „bara“ búin að skora samtals 28 mörk í leikjunum tveimur og skotnýtingin er slök, eða aðeins 41 prósent. Næstmarkahæsti FH-ingurinn í leikjunum er Ásbjörn Friðriksson með átta mörk eða fjórtán mörkum minna en Magnús Óli. Það er því ekkert skrítið að menn velti því fyrir sér hvort það sé hreinlega leynivopnið hjá Óskari Bjarna Óskarssyni, þjálfara Valsliðsins, að leyfa Magnúsi Óla að leika lausum hala en leggja höfuðáhersluna á það að stoppa aðra leikmenn FH-liðsins. Valsmenn unnu fyrri leikinn örugglega og þann seinni þrátt fyrir að vera undir í hálfleik og leika án sterkra leikmanna. Undanúrslitaleikur FH og Vals fer fram 27. febrúar næstkomandi en þá mætast einnig Íslandsmeistarar ÍBV og bikarmeistarar Hauka sem drógust líka saman í gær. Undanúrslit kvenna fara fram daginn áður en þar mætast Haukar og bikarmeistarar Vals annars vegar og ÍBV og Grótta hins vegar. Íslenski handboltinn Mest lesið Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Sjá meira
Valsmenn og FH-ingar munu mætast í þriðja sinn á stuttum tíma í undanúrslitum Coca Cola-bikars karla í Laugardalshöllinni í næstu viku. Valur og FH drógust saman í bikardrættinum í gær um hálfum sólarhring eftir að Valsmenn fögnuðu þriggja marka sigri, 31-28, í leik liðanna í Olís-deildinni. Fjórum dögum fyrr höfðu Valsmenn mætt í Kaplakrikann og unnið sannfærandi fimm marka sigur, 27-22. Þetta hafa heldur betur verið súrsætir leikir fyrir FH-inginn Magnús Óla Magnússon sem hefur farið á kostum í þeim báðum. Magnús Óli er nefnilega búinn að skora 11 mörk fyrir FH í báðum þessum tapleikjum og ekkert markanna hans hefur komið af vítalínunni heldur öll utan af velli. Magnús Óli er því búinn að skora samtals 22 mörk (úr 35 skotum, 63 prósent skotnýting) í þessum leikjum við Val en þrátt fyrir frábæra frammistöðu hans er uppskeran núll stig hjá hans liði. Restin af leikmönnum FH-liðsins er því „bara“ búin að skora samtals 28 mörk í leikjunum tveimur og skotnýtingin er slök, eða aðeins 41 prósent. Næstmarkahæsti FH-ingurinn í leikjunum er Ásbjörn Friðriksson með átta mörk eða fjórtán mörkum minna en Magnús Óli. Það er því ekkert skrítið að menn velti því fyrir sér hvort það sé hreinlega leynivopnið hjá Óskari Bjarna Óskarssyni, þjálfara Valsliðsins, að leyfa Magnúsi Óla að leika lausum hala en leggja höfuðáhersluna á það að stoppa aðra leikmenn FH-liðsins. Valsmenn unnu fyrri leikinn örugglega og þann seinni þrátt fyrir að vera undir í hálfleik og leika án sterkra leikmanna. Undanúrslitaleikur FH og Vals fer fram 27. febrúar næstkomandi en þá mætast einnig Íslandsmeistarar ÍBV og bikarmeistarar Hauka sem drógust líka saman í gær. Undanúrslit kvenna fara fram daginn áður en þar mætast Haukar og bikarmeistarar Vals annars vegar og ÍBV og Grótta hins vegar.
Íslenski handboltinn Mest lesið Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Sjá meira