Ævintýri djúpt í Langjökli Garðar Örn Úlfarsson skrifar 17. febrúar 2015 07:00 Þar til led-ljósum hefur verið komið fyrir í ísnum eru undirheimar jökulsins lýstir upp með jólaseríum. Loftræstirör í veggnum víkja og göngin breikka er vinnuvélarnar hafa unnið sitt verk. Fjær sést í gangamunnann. Fréttablaðið/Stefán „Það hefur gengið á ýmsu en við höfum ekki rekist á neina óyfirstíganlega veggi,“ segir Sigurður Skarphéðinsson, framkvæmdastjóri Icecave, sem í sumar opnar almenningi aðgang að iðrum Langjökuls. Sigurður segir að þótt væntingar um aðsókn hafi verið hófstilltar fyrir opnunarárið streymi bókanir inn. „Það eru mest allt útlendingar en Íslendingar eru þó aðeins byrjaðir að taka við sér í tengslum við vaxandi umfjöllun.“ Alls verða göngin nær 600 metrar og ná um 200 metra inn í jökulinn. Áætlað er að um tíu vinnudagar séu eftir við gröft. Sigurður segir að þegar allar vélar séu farnar út verði gengið frá endanlegu útliti og lýsingu sem felld er inn í ísinn. Auk kapellu sem þegar er komin verða nokkur önnur stór rými, meðal annars kvikmyndasalur. „Á einum stað ætlum við að leika okkur aðeins með ísinn og grafa út súlur sem við lýsum að innan,“ segir hann.Hluti af mannskapnum sem starfar í Langjökli við gangamunnann. Þeir kalla sig Ísjötna.Fréttablaðið/StefánNáttúran sjálf á að verða í forgrunni. „Við erum fyrst og fremst að sýna fólki jökul að innan en kryddum með sögum og munum tengdum jöklinum,“ segir Sigurður. Tvær sprungur hafa orðið á vegi gangagerðarmannanna. Sigurður segir ekkert að óttast þar sem göngin liggi nærri botni sprungnanna, um 25 til 30 metrum undir yfirborði jökulsins. Yfir stærri sprunguna verði rekaviðarbrú með þaki vegna hrunhættu að sumarlagi. „Fólk mun geta gengið þarna í gegn í öruggu umhverfi.“ Í boði verða ferðir allt árið í íshvelfingarnar. Frá jökulröndinni er verðið 17.900 krónur en með þyrlum úr Reykjavík kostar 140 þúsund. Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
„Það hefur gengið á ýmsu en við höfum ekki rekist á neina óyfirstíganlega veggi,“ segir Sigurður Skarphéðinsson, framkvæmdastjóri Icecave, sem í sumar opnar almenningi aðgang að iðrum Langjökuls. Sigurður segir að þótt væntingar um aðsókn hafi verið hófstilltar fyrir opnunarárið streymi bókanir inn. „Það eru mest allt útlendingar en Íslendingar eru þó aðeins byrjaðir að taka við sér í tengslum við vaxandi umfjöllun.“ Alls verða göngin nær 600 metrar og ná um 200 metra inn í jökulinn. Áætlað er að um tíu vinnudagar séu eftir við gröft. Sigurður segir að þegar allar vélar séu farnar út verði gengið frá endanlegu útliti og lýsingu sem felld er inn í ísinn. Auk kapellu sem þegar er komin verða nokkur önnur stór rými, meðal annars kvikmyndasalur. „Á einum stað ætlum við að leika okkur aðeins með ísinn og grafa út súlur sem við lýsum að innan,“ segir hann.Hluti af mannskapnum sem starfar í Langjökli við gangamunnann. Þeir kalla sig Ísjötna.Fréttablaðið/StefánNáttúran sjálf á að verða í forgrunni. „Við erum fyrst og fremst að sýna fólki jökul að innan en kryddum með sögum og munum tengdum jöklinum,“ segir Sigurður. Tvær sprungur hafa orðið á vegi gangagerðarmannanna. Sigurður segir ekkert að óttast þar sem göngin liggi nærri botni sprungnanna, um 25 til 30 metrum undir yfirborði jökulsins. Yfir stærri sprunguna verði rekaviðarbrú með þaki vegna hrunhættu að sumarlagi. „Fólk mun geta gengið þarna í gegn í öruggu umhverfi.“ Í boði verða ferðir allt árið í íshvelfingarnar. Frá jökulröndinni er verðið 17.900 krónur en með þyrlum úr Reykjavík kostar 140 þúsund.
Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira