Innlent

Gripinn með dóp í Eyjum

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Karlmaður á þrítugsaldri var handtekinn með eiturlyf í fórum sínum við komu til Vestmannaeyja með Herjólfi síðastliðið föstudagskvöld.

Að sögn lögreglu fundust efnin við venjubundið eftirlit, en maðurinn var með 100 grömm af maríjúana, 50 grömm af amfetamíni og tvö grömm af kókaíni.

Maðurinn, sem viðurkenndi að hann ætti efnin, hefur, að sögn lögreglu, ítrekað komið við sögu hennar, þar á meðal vegna fíkniefnamála. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×