Kísilver skapa tækifæri í nytjaskógrækt svavar hávarðsson skrifar 17. febrúar 2015 09:45 Á grundartanga. Járnblendiverksmiðja Elkem notar þúsundir tonna af viði í framleiðslu sína. mynd/sr „Það er lítið sem ekkert um fjárfestingu sem þessa, en ég hef hitt að máli áhugasama menn og við höfum farið yfir þetta. Enginn hefur hrint þessu í framkvæmd sem ég veit um,“ segir Þorbergur Hjalti Jónsson, vistfræðingur og skógarhagfræðingur hjá Skógrækt ríkisins, sem skrifar grein í Rit Mógilsár – Rannsóknarstöðvar skógræktar um arðskógrækt sem fjárfestingarkost fyrir stórfjárfesta, til dæmis lífeyrissjóði. Þorbergur leggur í grein sinni út frá þingsályktunartillögu um eflingu skógræktar sem lögð var fram á Alþingi í árslok 2013, en þar segir í greinargerð að nauðsynlegt sé „að kanna og laða að fjárfestingar m.a. sjóða, einstaklinga og félaga fyrir eigin reikning í arðsamri skógrækt á Íslandi, en slík fjárfesting er vel þekkt erlendis.“Þorbergur Hjalti Jónsson, skógfræðingur hjá SR.Spurður hvort fjárfesting í skógi sé raunhæf leið á Íslandi til ávöxtunar svarar Þorbergur að skógrækt hafi gengið miklum mun betur en menn áætluðu og vöxtur í íslenskum skógi sé svipaður og á svipuðum breiddargráðum í Skandinavíu. Sú tegund sem um ræðir er alaskaösp sem skilar afurðum eftir um 20 ár, og það sé vel innan þeirra tímamarka sem fjárfestar gefa sér. „Frá þessari tegund kemur fullkomlega nægilegt magn afurða til að standa undir ræktunarkostnaði,“ segir Þorbergur og bætir við að markaðurinn fyrir afurðirnar sé nákvæmlega ekkert vandamál. Járnblendiverksmiðjan á Grundartanga taki allt sem til fellur af grisjunarviði, sem notaður er sem kolefnisgjafi í framleiðslu fyrirtækisins. „Það er því mikil eftirspurn. Kísiliðnaðurinn sem hillir undir að verði byggður upp hér breytir síðan myndinni og innflutningur mun stóraukast verði þetta magn ekki ræktað hér,“ segir Þorbergur en fjórir til fimm skipsfarmar af viði eru fluttir inn af Elkem Ísland. Þorbergur segir að kísilver noti miklu meira af timbri en járnblendiverksmiðja, og ekki óvarlegt að áætla að 60 til 70 jafnstór skip komi hingað á ári í timburflutningum ef fer sem horfir. „Og þarna liggur samkeppnistækifærið fyrir íslenska framleiðslu; flutningskostnaðurinn. Það er mjög dýrt að flytja timbur, eða rúmlega 40% af verðinu upp úr skipi,“ segir Þorbergur.Raunávöxtun allt að 5% á 15 til 30 árumLögum samkvæmt ber lífeyrissjóðum að ávaxta fé sitt með minnst 3,5% ársávöxtun.Ávöxtunarkrafa til raunhæfrar skógarfjárfestingar á Íslandi gæti verið á bilinu 3,5-4,8%. – Iðnviðarskógrækt með alaskaösp og ræktun jólatrjáa getur sennilega skilað 3,5-5% raunávöxtun á 15-30 árum.Skógrækt getur verið freistandi kostur til að dreifa áhættu í eignasafni. Helsti kostur hennar sem fjárfestingar er að afkoma í skógrækt fylgir lítið sveiflum á markaði með hlutabréf og skuldabréf. Það dregur því verulega úr áhættu í eignasafni að hafa hluta fjárfestingar í vel reknum arðskógi.Heimild: Arðskógrækt: Skógrækt sem fjárfestingarmöguleiki. Rit Mógilsár 31/2014 Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
„Það er lítið sem ekkert um fjárfestingu sem þessa, en ég hef hitt að máli áhugasama menn og við höfum farið yfir þetta. Enginn hefur hrint þessu í framkvæmd sem ég veit um,“ segir Þorbergur Hjalti Jónsson, vistfræðingur og skógarhagfræðingur hjá Skógrækt ríkisins, sem skrifar grein í Rit Mógilsár – Rannsóknarstöðvar skógræktar um arðskógrækt sem fjárfestingarkost fyrir stórfjárfesta, til dæmis lífeyrissjóði. Þorbergur leggur í grein sinni út frá þingsályktunartillögu um eflingu skógræktar sem lögð var fram á Alþingi í árslok 2013, en þar segir í greinargerð að nauðsynlegt sé „að kanna og laða að fjárfestingar m.a. sjóða, einstaklinga og félaga fyrir eigin reikning í arðsamri skógrækt á Íslandi, en slík fjárfesting er vel þekkt erlendis.“Þorbergur Hjalti Jónsson, skógfræðingur hjá SR.Spurður hvort fjárfesting í skógi sé raunhæf leið á Íslandi til ávöxtunar svarar Þorbergur að skógrækt hafi gengið miklum mun betur en menn áætluðu og vöxtur í íslenskum skógi sé svipaður og á svipuðum breiddargráðum í Skandinavíu. Sú tegund sem um ræðir er alaskaösp sem skilar afurðum eftir um 20 ár, og það sé vel innan þeirra tímamarka sem fjárfestar gefa sér. „Frá þessari tegund kemur fullkomlega nægilegt magn afurða til að standa undir ræktunarkostnaði,“ segir Þorbergur og bætir við að markaðurinn fyrir afurðirnar sé nákvæmlega ekkert vandamál. Járnblendiverksmiðjan á Grundartanga taki allt sem til fellur af grisjunarviði, sem notaður er sem kolefnisgjafi í framleiðslu fyrirtækisins. „Það er því mikil eftirspurn. Kísiliðnaðurinn sem hillir undir að verði byggður upp hér breytir síðan myndinni og innflutningur mun stóraukast verði þetta magn ekki ræktað hér,“ segir Þorbergur en fjórir til fimm skipsfarmar af viði eru fluttir inn af Elkem Ísland. Þorbergur segir að kísilver noti miklu meira af timbri en járnblendiverksmiðja, og ekki óvarlegt að áætla að 60 til 70 jafnstór skip komi hingað á ári í timburflutningum ef fer sem horfir. „Og þarna liggur samkeppnistækifærið fyrir íslenska framleiðslu; flutningskostnaðurinn. Það er mjög dýrt að flytja timbur, eða rúmlega 40% af verðinu upp úr skipi,“ segir Þorbergur.Raunávöxtun allt að 5% á 15 til 30 árumLögum samkvæmt ber lífeyrissjóðum að ávaxta fé sitt með minnst 3,5% ársávöxtun.Ávöxtunarkrafa til raunhæfrar skógarfjárfestingar á Íslandi gæti verið á bilinu 3,5-4,8%. – Iðnviðarskógrækt með alaskaösp og ræktun jólatrjáa getur sennilega skilað 3,5-5% raunávöxtun á 15-30 árum.Skógrækt getur verið freistandi kostur til að dreifa áhættu í eignasafni. Helsti kostur hennar sem fjárfestingar er að afkoma í skógrækt fylgir lítið sveiflum á markaði með hlutabréf og skuldabréf. Það dregur því verulega úr áhættu í eignasafni að hafa hluta fjárfestingar í vel reknum arðskógi.Heimild: Arðskógrækt: Skógrækt sem fjárfestingarmöguleiki. Rit Mógilsár 31/2014
Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira