Verðlækkun skilar sér ekki til neytenda Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 16. febrúar 2015 08:15 Innflutningur á svínakjöti hefur fimmfaldast frá árinu 2010. Verð á unnum svínavörum hefur hins vegar hækkað umfram neysluverðsvísitölu. fréttablaðið/gva Framleiðendaverð til svínabænda hefur lækkað um 8,9 prósent á síðustu tveimur árum. Verð á unnu svínakjöti út úr búð hefur hins vegar hækkað um 8,5 prósent á sama tíma. Það er töluvert umfram neysluverðsvísitölu sem hefur hækkað um tæp fjögur prósent á tímabilinu. „Þetta eru mjög sláandi tölur,“ segir Hörður Harðarson, formaður Svínaræktarfélags Íslands. „Verðið til bænda lækkar á milli átta og níu prósent en hækkar á sama tíma til neytenda.“ Virðisaukaskattur á matvörur hækkaði um síðustu áramót úr 7 prósentum í tólf. Verð á unnu, reyktu og söltuðu svínakjöti hélst nokkurn veginn í takti við vísitölu, en um áramótin hækkaði það töluvert umfram neysluverðsvísitölu. Hörður segir athyglisvert að skoða þá þróun. Matarskattshækkunin skýri ekki þennan mun. Ljóst sé að verðlagning til neytenda fylgi ekki verði til bænda frá kjötvinnslu. „Þá er spurningin sú hverjir bera sökina á þessari verðhækkun? Það er alveg klárlega ekki bóndinn, því verðið til hans hefur lækkað. Eftir að varan fer frá bóndanum fer hún til meðferðar hjá kjötvinnsluaðilanum og síðan versluninni. Og það er annar hvor þessara eða báðir sem verða til þess að verðið til neytenda hækkar eins og þessar tölur sýna.“ Innflutningur á svínakjöti hefur aukist umtalsvert síðustu ár, líkt og á öðru kjöti. Árið 2010 voru flutt inn 218 tonn af svínakjöti en í fyrra 983 tonn. Það er nærri því fimmföldun á innflutningi. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að svínabændur hyggist í dag gera athugasemd með formlegum hætti til ráðgjafanefndar um inn- og útflutning landbúnaðarvara, þar sem þeir telji hlutfall tollaverndar í svínakjöti hafa snarminnkað á undanförnum árum. Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Framleiðendaverð til svínabænda hefur lækkað um 8,9 prósent á síðustu tveimur árum. Verð á unnu svínakjöti út úr búð hefur hins vegar hækkað um 8,5 prósent á sama tíma. Það er töluvert umfram neysluverðsvísitölu sem hefur hækkað um tæp fjögur prósent á tímabilinu. „Þetta eru mjög sláandi tölur,“ segir Hörður Harðarson, formaður Svínaræktarfélags Íslands. „Verðið til bænda lækkar á milli átta og níu prósent en hækkar á sama tíma til neytenda.“ Virðisaukaskattur á matvörur hækkaði um síðustu áramót úr 7 prósentum í tólf. Verð á unnu, reyktu og söltuðu svínakjöti hélst nokkurn veginn í takti við vísitölu, en um áramótin hækkaði það töluvert umfram neysluverðsvísitölu. Hörður segir athyglisvert að skoða þá þróun. Matarskattshækkunin skýri ekki þennan mun. Ljóst sé að verðlagning til neytenda fylgi ekki verði til bænda frá kjötvinnslu. „Þá er spurningin sú hverjir bera sökina á þessari verðhækkun? Það er alveg klárlega ekki bóndinn, því verðið til hans hefur lækkað. Eftir að varan fer frá bóndanum fer hún til meðferðar hjá kjötvinnsluaðilanum og síðan versluninni. Og það er annar hvor þessara eða báðir sem verða til þess að verðið til neytenda hækkar eins og þessar tölur sýna.“ Innflutningur á svínakjöti hefur aukist umtalsvert síðustu ár, líkt og á öðru kjöti. Árið 2010 voru flutt inn 218 tonn af svínakjöti en í fyrra 983 tonn. Það er nærri því fimmföldun á innflutningi. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að svínabændur hyggist í dag gera athugasemd með formlegum hætti til ráðgjafanefndar um inn- og útflutning landbúnaðarvara, þar sem þeir telji hlutfall tollaverndar í svínakjöti hafa snarminnkað á undanförnum árum.
Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira