Verðlækkun skilar sér ekki til neytenda Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 16. febrúar 2015 08:15 Innflutningur á svínakjöti hefur fimmfaldast frá árinu 2010. Verð á unnum svínavörum hefur hins vegar hækkað umfram neysluverðsvísitölu. fréttablaðið/gva Framleiðendaverð til svínabænda hefur lækkað um 8,9 prósent á síðustu tveimur árum. Verð á unnu svínakjöti út úr búð hefur hins vegar hækkað um 8,5 prósent á sama tíma. Það er töluvert umfram neysluverðsvísitölu sem hefur hækkað um tæp fjögur prósent á tímabilinu. „Þetta eru mjög sláandi tölur,“ segir Hörður Harðarson, formaður Svínaræktarfélags Íslands. „Verðið til bænda lækkar á milli átta og níu prósent en hækkar á sama tíma til neytenda.“ Virðisaukaskattur á matvörur hækkaði um síðustu áramót úr 7 prósentum í tólf. Verð á unnu, reyktu og söltuðu svínakjöti hélst nokkurn veginn í takti við vísitölu, en um áramótin hækkaði það töluvert umfram neysluverðsvísitölu. Hörður segir athyglisvert að skoða þá þróun. Matarskattshækkunin skýri ekki þennan mun. Ljóst sé að verðlagning til neytenda fylgi ekki verði til bænda frá kjötvinnslu. „Þá er spurningin sú hverjir bera sökina á þessari verðhækkun? Það er alveg klárlega ekki bóndinn, því verðið til hans hefur lækkað. Eftir að varan fer frá bóndanum fer hún til meðferðar hjá kjötvinnsluaðilanum og síðan versluninni. Og það er annar hvor þessara eða báðir sem verða til þess að verðið til neytenda hækkar eins og þessar tölur sýna.“ Innflutningur á svínakjöti hefur aukist umtalsvert síðustu ár, líkt og á öðru kjöti. Árið 2010 voru flutt inn 218 tonn af svínakjöti en í fyrra 983 tonn. Það er nærri því fimmföldun á innflutningi. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að svínabændur hyggist í dag gera athugasemd með formlegum hætti til ráðgjafanefndar um inn- og útflutning landbúnaðarvara, þar sem þeir telji hlutfall tollaverndar í svínakjöti hafa snarminnkað á undanförnum árum. Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Framleiðendaverð til svínabænda hefur lækkað um 8,9 prósent á síðustu tveimur árum. Verð á unnu svínakjöti út úr búð hefur hins vegar hækkað um 8,5 prósent á sama tíma. Það er töluvert umfram neysluverðsvísitölu sem hefur hækkað um tæp fjögur prósent á tímabilinu. „Þetta eru mjög sláandi tölur,“ segir Hörður Harðarson, formaður Svínaræktarfélags Íslands. „Verðið til bænda lækkar á milli átta og níu prósent en hækkar á sama tíma til neytenda.“ Virðisaukaskattur á matvörur hækkaði um síðustu áramót úr 7 prósentum í tólf. Verð á unnu, reyktu og söltuðu svínakjöti hélst nokkurn veginn í takti við vísitölu, en um áramótin hækkaði það töluvert umfram neysluverðsvísitölu. Hörður segir athyglisvert að skoða þá þróun. Matarskattshækkunin skýri ekki þennan mun. Ljóst sé að verðlagning til neytenda fylgi ekki verði til bænda frá kjötvinnslu. „Þá er spurningin sú hverjir bera sökina á þessari verðhækkun? Það er alveg klárlega ekki bóndinn, því verðið til hans hefur lækkað. Eftir að varan fer frá bóndanum fer hún til meðferðar hjá kjötvinnsluaðilanum og síðan versluninni. Og það er annar hvor þessara eða báðir sem verða til þess að verðið til neytenda hækkar eins og þessar tölur sýna.“ Innflutningur á svínakjöti hefur aukist umtalsvert síðustu ár, líkt og á öðru kjöti. Árið 2010 voru flutt inn 218 tonn af svínakjöti en í fyrra 983 tonn. Það er nærri því fimmföldun á innflutningi. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að svínabændur hyggist í dag gera athugasemd með formlegum hætti til ráðgjafanefndar um inn- og útflutning landbúnaðarvara, þar sem þeir telji hlutfall tollaverndar í svínakjöti hafa snarminnkað á undanförnum árum.
Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira