Óheilbrigð umræða um heilbrigðismál Frosti Ólafsson skrifar 5. febrúar 2015 07:00 Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, birti grein í Fréttablaðinu þann 3. febrúar í kjölfar viljayfirlýsingar ríkisstjórnarinnar um uppbyggingu heilbrigðisþjónustu. Í viljayfirlýsingunni kemur m.a. fram að opna þurfi fyrir möguleika á fjölbreyttum rekstrarformum í heilbrigðisþjónustu. Formaður BSRB hefur margt út á það markmið að setja í grein sinni. Þar er fullyrt að rannsóknir sýni að aukinn einkarekstur í heilbrigðisþjónustu auki misskiptingu, leiði til brotakenndari þjónustu, verri lýðheilsu, verra aðgengis og minni hagkvæmni en opinber rekstur. Áhugavert væri að vita hvaða rannsókna er vísað til, enda hefur reynslan af einkarekstri bæði hérlendis og í nágrannaríkjunum verið þveröfug. Hérlendis hefur eina einkarekna heilsugæslan á landinu, heilsugæslan í Salahverfi, staðið öðrum framar í þjónustu. Samkvæmt úttekt Gæða- og lýðheilsusviðs Landlæknisembættisins er „allt er varðar starfsemi, starfsmenn og þjónustu við notendur til fyrirmyndar“. Jafnframt hefur „endurtekið komið fram í þjónustukönnunum að aðgengi er hvað best á heilsugæslunni í Salahverfi af öllum heilsugæslustöðvum á höfuðborgarsvæðinu“. Þessi árangur hefur náðst þrátt fyrir að kostnaðarþátttaka sjúklinga sé nákvæmlega sú sama og hjá heilsugæslum í opinberum rekstri. Í grein sinni gerir formaður BSRB enda engan greinarmun á fjármögnun og veitingu heilbrigðisþjónustu. Það að einkaaðili veiti heilbrigðisþjónustu breytir engu um kostnaðarþátttöku sjúklinga ef hið opinbera fjármagnar þjónustuna áfram, líkt og dæmið um heilsugæsluna í Salahverfi sýnir.Bylting Önnur norræn ríki hafa gengið lengra en Ísland í innleiðingu einkarekstrar í heilbrigðisþjónustu. Þannig brugðust Svíar við í kjölfar fjármálakreppu sinnar á tíunda áratugnum og Danir hafa einnig horft til slíkra aðgerða á undanförnum árum. Reynsla beggja þessara ríkja af auknum einkarekstri hefur verið jákvæð og hefur Samband danskra sveitarfélaga (d. Kommunernes Landsforening) lýst þessari þróun sem byltingu fyrir fjármál sveitarfélaga í Danmörku. Heilbrigðismál eru einn af stærstu útgjaldaliðum hins opinbera og reksturinn að stærstum hluta í höndum þess. Við núverandi fyrirkomulag er hið opinbera því bæði greiðandi og veitandi mestallrar heilbrigðisþjónustu hérlendis og kraftar samkeppni verulega vannýttir. Í ofanálag hafa stjórnvöld bannað læknum, tannlæknum, sjúkraþjálfurum, iðjuþjálfum, þroskaþjálfum, ljósmæðrum og heilbrigðisstofnunum að auglýsa starfsemi sína. Það kemur í veg fyrir að neytendur séu upplýstir um þá valkosti sem þeim standa til boða og njóti ávinnings samkeppni í heilbrigðisþjónustu. Aukin útboð á veitingu þjónustu til einkaaðila og afnám banns við auglýsingum á heilbrigðisþjónustu myndi leiða til aukinnar samkeppni í heilbrigðiskerfinu hérlendis. Slík samkeppni myndi bæta þjónustu og auka hagkvæmni í heilbrigðiskerfinu til frambúðar án þess að kostnaðarþátttaka sjúklinga þyrfti að breytast. Því ber að fagna yfirlýsingu stjórnvalda um að auka fjölbreytni í rekstrarformum í stað þess að finna henni allt til foráttu, enda reynslan af einkarekstri í íslenskri heilbrigðisþjónustu eindregið jákvæð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Sjá meira
Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, birti grein í Fréttablaðinu þann 3. febrúar í kjölfar viljayfirlýsingar ríkisstjórnarinnar um uppbyggingu heilbrigðisþjónustu. Í viljayfirlýsingunni kemur m.a. fram að opna þurfi fyrir möguleika á fjölbreyttum rekstrarformum í heilbrigðisþjónustu. Formaður BSRB hefur margt út á það markmið að setja í grein sinni. Þar er fullyrt að rannsóknir sýni að aukinn einkarekstur í heilbrigðisþjónustu auki misskiptingu, leiði til brotakenndari þjónustu, verri lýðheilsu, verra aðgengis og minni hagkvæmni en opinber rekstur. Áhugavert væri að vita hvaða rannsókna er vísað til, enda hefur reynslan af einkarekstri bæði hérlendis og í nágrannaríkjunum verið þveröfug. Hérlendis hefur eina einkarekna heilsugæslan á landinu, heilsugæslan í Salahverfi, staðið öðrum framar í þjónustu. Samkvæmt úttekt Gæða- og lýðheilsusviðs Landlæknisembættisins er „allt er varðar starfsemi, starfsmenn og þjónustu við notendur til fyrirmyndar“. Jafnframt hefur „endurtekið komið fram í þjónustukönnunum að aðgengi er hvað best á heilsugæslunni í Salahverfi af öllum heilsugæslustöðvum á höfuðborgarsvæðinu“. Þessi árangur hefur náðst þrátt fyrir að kostnaðarþátttaka sjúklinga sé nákvæmlega sú sama og hjá heilsugæslum í opinberum rekstri. Í grein sinni gerir formaður BSRB enda engan greinarmun á fjármögnun og veitingu heilbrigðisþjónustu. Það að einkaaðili veiti heilbrigðisþjónustu breytir engu um kostnaðarþátttöku sjúklinga ef hið opinbera fjármagnar þjónustuna áfram, líkt og dæmið um heilsugæsluna í Salahverfi sýnir.Bylting Önnur norræn ríki hafa gengið lengra en Ísland í innleiðingu einkarekstrar í heilbrigðisþjónustu. Þannig brugðust Svíar við í kjölfar fjármálakreppu sinnar á tíunda áratugnum og Danir hafa einnig horft til slíkra aðgerða á undanförnum árum. Reynsla beggja þessara ríkja af auknum einkarekstri hefur verið jákvæð og hefur Samband danskra sveitarfélaga (d. Kommunernes Landsforening) lýst þessari þróun sem byltingu fyrir fjármál sveitarfélaga í Danmörku. Heilbrigðismál eru einn af stærstu útgjaldaliðum hins opinbera og reksturinn að stærstum hluta í höndum þess. Við núverandi fyrirkomulag er hið opinbera því bæði greiðandi og veitandi mestallrar heilbrigðisþjónustu hérlendis og kraftar samkeppni verulega vannýttir. Í ofanálag hafa stjórnvöld bannað læknum, tannlæknum, sjúkraþjálfurum, iðjuþjálfum, þroskaþjálfum, ljósmæðrum og heilbrigðisstofnunum að auglýsa starfsemi sína. Það kemur í veg fyrir að neytendur séu upplýstir um þá valkosti sem þeim standa til boða og njóti ávinnings samkeppni í heilbrigðisþjónustu. Aukin útboð á veitingu þjónustu til einkaaðila og afnám banns við auglýsingum á heilbrigðisþjónustu myndi leiða til aukinnar samkeppni í heilbrigðiskerfinu hérlendis. Slík samkeppni myndi bæta þjónustu og auka hagkvæmni í heilbrigðiskerfinu til frambúðar án þess að kostnaðarþátttaka sjúklinga þyrfti að breytast. Því ber að fagna yfirlýsingu stjórnvalda um að auka fjölbreytni í rekstrarformum í stað þess að finna henni allt til foráttu, enda reynslan af einkarekstri í íslenskri heilbrigðisþjónustu eindregið jákvæð.
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar