Grimmd og fegurð mennskunnar Magnús Guðmundsson skrifar 2. febrúar 2015 12:00 BÆKUR Undur R.J. Palcio Þýðing: Ólöf Eldjárn Mál og menning Sumar bækur eru bækur án aðgreiningar. Þær eru fyrir alla. Þær segja einfaldar og fallegar sögur af fólki, oft í óvenjulegum aðstæðum og gera það af einlægni. Undur eftir R.J. Palacio er þannig bók en úti í hinum stóra heimi er þessi bók flokkuð sem barnabók. Íslenskur útgefandi hefur þó ekki séð ástæðu til þess að skella slíkum stimpli á bókina og er það vel. R.J. Palacio er New York búi á miðjum aldri sem í tuttugu ár starfaði við að gera bókakápur fyrir aðra. En dag einn fyrir einhverum árum vildi svo til að hún hitti einstakt barn fyrir framan ísbúð sem varð til þess að henni skildist að nú væri hennar tími kominn og þar með hófst hún við að skrifa Undur. Undur segir sögu Ogga, tíu ára stráks í New York sem er að flestu leyti eins og allir aðrir strákar. Hann hefur gaman af tölvuleikjum og Stjörnustríði, hjólar og leikur við hundinn sinn. En Oggi er fæddur með erfðagalla sem veldur því að hann lítur ekki út eins og aðrir strákar. Andlitið er afmyndað og hann hefur allt frá fæðingu þurft að gangast undir óteljandi skurðaðgerðir. Fram til þessa hefur móðir Ogga séð um kenna honum heima þar sem hann er elskaður og engum bregður við ásýnd hans. En nú er komið að því að Oggi fari í skóla, mamma hans er afleit í brotareikningi og svo þarf hann líka að láta á það reyna að takast á við umheiminn. Framan af er það Oggi sem segir sögu sína og sagan öll hverfist vissulega um hann. Frásögn hans er einlæg, svona eins einlæg og getur orðið hjá tíu ára strák, og Palcio fellur ekki í þá gildru að velta sér upp úr tilfinningunum. Þetta eru tilfinningar tíu ára stráks sem er að takast á við það að vera öðruvísi – að vera „ljótur“ og að vera „skrípi“ í augum hinna krakkanna. Eftir því sem líður á söguna fá fleiri persónur að taka að sér að segja söguna. Systir Ogga er þar besta dæmið þar sem hún er fjórum árum eldri og því þroskaðri. Hennar frásögn er góð á því hvernig er að vera systkini fatlaðs barns. Að vera skilningsríkur, sjálfstæður og þroskaður einstaklingur þótt maður sé bara fjórtán ára stelpa. Fleiri slíkar raddir eru kallaðar til en aðeins þær ungu, því þetta er þeirra heimur. Inn í söguna eru líka skemmtilega fléttaðar vísanir í allt frá Shakespeare til Green Day. Allt eykur þetta á vídd einfaldrar sögu með skemmtilegum hætti þó svo örlítið gæti á einsleitni í röddum sögumanna. Þýðing Ólafar Eldjárn er þó einkar lipurleg og vel unnin þó svo maður sakni á stundum ensku heitanna á dægurlögum og bíómyndum. Undur er falleg þroskasaga og styrkur hennar liggur í því að það er ekki aðeins söguhetjan Oggi sem þroskast. Kynnin af Ogga eru líka þroskandi og hann myndar falleg sambönd við fólkið sem verður á vegi hans. Undur tekst á við grimmd manneskjunnar og fordóma en hún lofsyngur líka kærleikann og umburðarlyndið í margbreytilegum heimi. Bókin er líka bráðskemmtileg á köflum og aldrei langt í þennan eilítið dökka húmor sem einkennir stundum þá sem þurfa að ganga á brattann í lífinu.Niðurstaða: Falleg margradda þroskasaga sem lesendur á öllum aldri ættu að hafa gaman af. Einföld en ljómandi skemmtileg bók. Mest lesið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið Edda og Sverrir hrepptu Gullbjölluna Bíó og sjónvarp Walking Dead-leikkona látin Lífið Fleiri fréttir Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Sjá meira
BÆKUR Undur R.J. Palcio Þýðing: Ólöf Eldjárn Mál og menning Sumar bækur eru bækur án aðgreiningar. Þær eru fyrir alla. Þær segja einfaldar og fallegar sögur af fólki, oft í óvenjulegum aðstæðum og gera það af einlægni. Undur eftir R.J. Palacio er þannig bók en úti í hinum stóra heimi er þessi bók flokkuð sem barnabók. Íslenskur útgefandi hefur þó ekki séð ástæðu til þess að skella slíkum stimpli á bókina og er það vel. R.J. Palacio er New York búi á miðjum aldri sem í tuttugu ár starfaði við að gera bókakápur fyrir aðra. En dag einn fyrir einhverum árum vildi svo til að hún hitti einstakt barn fyrir framan ísbúð sem varð til þess að henni skildist að nú væri hennar tími kominn og þar með hófst hún við að skrifa Undur. Undur segir sögu Ogga, tíu ára stráks í New York sem er að flestu leyti eins og allir aðrir strákar. Hann hefur gaman af tölvuleikjum og Stjörnustríði, hjólar og leikur við hundinn sinn. En Oggi er fæddur með erfðagalla sem veldur því að hann lítur ekki út eins og aðrir strákar. Andlitið er afmyndað og hann hefur allt frá fæðingu þurft að gangast undir óteljandi skurðaðgerðir. Fram til þessa hefur móðir Ogga séð um kenna honum heima þar sem hann er elskaður og engum bregður við ásýnd hans. En nú er komið að því að Oggi fari í skóla, mamma hans er afleit í brotareikningi og svo þarf hann líka að láta á það reyna að takast á við umheiminn. Framan af er það Oggi sem segir sögu sína og sagan öll hverfist vissulega um hann. Frásögn hans er einlæg, svona eins einlæg og getur orðið hjá tíu ára strák, og Palcio fellur ekki í þá gildru að velta sér upp úr tilfinningunum. Þetta eru tilfinningar tíu ára stráks sem er að takast á við það að vera öðruvísi – að vera „ljótur“ og að vera „skrípi“ í augum hinna krakkanna. Eftir því sem líður á söguna fá fleiri persónur að taka að sér að segja söguna. Systir Ogga er þar besta dæmið þar sem hún er fjórum árum eldri og því þroskaðri. Hennar frásögn er góð á því hvernig er að vera systkini fatlaðs barns. Að vera skilningsríkur, sjálfstæður og þroskaður einstaklingur þótt maður sé bara fjórtán ára stelpa. Fleiri slíkar raddir eru kallaðar til en aðeins þær ungu, því þetta er þeirra heimur. Inn í söguna eru líka skemmtilega fléttaðar vísanir í allt frá Shakespeare til Green Day. Allt eykur þetta á vídd einfaldrar sögu með skemmtilegum hætti þó svo örlítið gæti á einsleitni í röddum sögumanna. Þýðing Ólafar Eldjárn er þó einkar lipurleg og vel unnin þó svo maður sakni á stundum ensku heitanna á dægurlögum og bíómyndum. Undur er falleg þroskasaga og styrkur hennar liggur í því að það er ekki aðeins söguhetjan Oggi sem þroskast. Kynnin af Ogga eru líka þroskandi og hann myndar falleg sambönd við fólkið sem verður á vegi hans. Undur tekst á við grimmd manneskjunnar og fordóma en hún lofsyngur líka kærleikann og umburðarlyndið í margbreytilegum heimi. Bókin er líka bráðskemmtileg á köflum og aldrei langt í þennan eilítið dökka húmor sem einkennir stundum þá sem þurfa að ganga á brattann í lífinu.Niðurstaða: Falleg margradda þroskasaga sem lesendur á öllum aldri ættu að hafa gaman af. Einföld en ljómandi skemmtileg bók.
Mest lesið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið Edda og Sverrir hrepptu Gullbjölluna Bíó og sjónvarp Walking Dead-leikkona látin Lífið Fleiri fréttir Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Sjá meira