Grimmd og fegurð mennskunnar Magnús Guðmundsson skrifar 2. febrúar 2015 12:00 BÆKUR Undur R.J. Palcio Þýðing: Ólöf Eldjárn Mál og menning Sumar bækur eru bækur án aðgreiningar. Þær eru fyrir alla. Þær segja einfaldar og fallegar sögur af fólki, oft í óvenjulegum aðstæðum og gera það af einlægni. Undur eftir R.J. Palacio er þannig bók en úti í hinum stóra heimi er þessi bók flokkuð sem barnabók. Íslenskur útgefandi hefur þó ekki séð ástæðu til þess að skella slíkum stimpli á bókina og er það vel. R.J. Palacio er New York búi á miðjum aldri sem í tuttugu ár starfaði við að gera bókakápur fyrir aðra. En dag einn fyrir einhverum árum vildi svo til að hún hitti einstakt barn fyrir framan ísbúð sem varð til þess að henni skildist að nú væri hennar tími kominn og þar með hófst hún við að skrifa Undur. Undur segir sögu Ogga, tíu ára stráks í New York sem er að flestu leyti eins og allir aðrir strákar. Hann hefur gaman af tölvuleikjum og Stjörnustríði, hjólar og leikur við hundinn sinn. En Oggi er fæddur með erfðagalla sem veldur því að hann lítur ekki út eins og aðrir strákar. Andlitið er afmyndað og hann hefur allt frá fæðingu þurft að gangast undir óteljandi skurðaðgerðir. Fram til þessa hefur móðir Ogga séð um kenna honum heima þar sem hann er elskaður og engum bregður við ásýnd hans. En nú er komið að því að Oggi fari í skóla, mamma hans er afleit í brotareikningi og svo þarf hann líka að láta á það reyna að takast á við umheiminn. Framan af er það Oggi sem segir sögu sína og sagan öll hverfist vissulega um hann. Frásögn hans er einlæg, svona eins einlæg og getur orðið hjá tíu ára strák, og Palcio fellur ekki í þá gildru að velta sér upp úr tilfinningunum. Þetta eru tilfinningar tíu ára stráks sem er að takast á við það að vera öðruvísi – að vera „ljótur“ og að vera „skrípi“ í augum hinna krakkanna. Eftir því sem líður á söguna fá fleiri persónur að taka að sér að segja söguna. Systir Ogga er þar besta dæmið þar sem hún er fjórum árum eldri og því þroskaðri. Hennar frásögn er góð á því hvernig er að vera systkini fatlaðs barns. Að vera skilningsríkur, sjálfstæður og þroskaður einstaklingur þótt maður sé bara fjórtán ára stelpa. Fleiri slíkar raddir eru kallaðar til en aðeins þær ungu, því þetta er þeirra heimur. Inn í söguna eru líka skemmtilega fléttaðar vísanir í allt frá Shakespeare til Green Day. Allt eykur þetta á vídd einfaldrar sögu með skemmtilegum hætti þó svo örlítið gæti á einsleitni í röddum sögumanna. Þýðing Ólafar Eldjárn er þó einkar lipurleg og vel unnin þó svo maður sakni á stundum ensku heitanna á dægurlögum og bíómyndum. Undur er falleg þroskasaga og styrkur hennar liggur í því að það er ekki aðeins söguhetjan Oggi sem þroskast. Kynnin af Ogga eru líka þroskandi og hann myndar falleg sambönd við fólkið sem verður á vegi hans. Undur tekst á við grimmd manneskjunnar og fordóma en hún lofsyngur líka kærleikann og umburðarlyndið í margbreytilegum heimi. Bókin er líka bráðskemmtileg á köflum og aldrei langt í þennan eilítið dökka húmor sem einkennir stundum þá sem þurfa að ganga á brattann í lífinu.Niðurstaða: Falleg margradda þroskasaga sem lesendur á öllum aldri ættu að hafa gaman af. Einföld en ljómandi skemmtileg bók. Mest lesið „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Menning Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru Menning Frægir fundu ástina 2025 Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Bíó og sjónvarp „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Lífið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning „Við erum öll dauð hvort sem er“ Lífið Fleiri fréttir Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni „Við erum öll dauð hvort sem er“ Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Sjá meira
BÆKUR Undur R.J. Palcio Þýðing: Ólöf Eldjárn Mál og menning Sumar bækur eru bækur án aðgreiningar. Þær eru fyrir alla. Þær segja einfaldar og fallegar sögur af fólki, oft í óvenjulegum aðstæðum og gera það af einlægni. Undur eftir R.J. Palacio er þannig bók en úti í hinum stóra heimi er þessi bók flokkuð sem barnabók. Íslenskur útgefandi hefur þó ekki séð ástæðu til þess að skella slíkum stimpli á bókina og er það vel. R.J. Palacio er New York búi á miðjum aldri sem í tuttugu ár starfaði við að gera bókakápur fyrir aðra. En dag einn fyrir einhverum árum vildi svo til að hún hitti einstakt barn fyrir framan ísbúð sem varð til þess að henni skildist að nú væri hennar tími kominn og þar með hófst hún við að skrifa Undur. Undur segir sögu Ogga, tíu ára stráks í New York sem er að flestu leyti eins og allir aðrir strákar. Hann hefur gaman af tölvuleikjum og Stjörnustríði, hjólar og leikur við hundinn sinn. En Oggi er fæddur með erfðagalla sem veldur því að hann lítur ekki út eins og aðrir strákar. Andlitið er afmyndað og hann hefur allt frá fæðingu þurft að gangast undir óteljandi skurðaðgerðir. Fram til þessa hefur móðir Ogga séð um kenna honum heima þar sem hann er elskaður og engum bregður við ásýnd hans. En nú er komið að því að Oggi fari í skóla, mamma hans er afleit í brotareikningi og svo þarf hann líka að láta á það reyna að takast á við umheiminn. Framan af er það Oggi sem segir sögu sína og sagan öll hverfist vissulega um hann. Frásögn hans er einlæg, svona eins einlæg og getur orðið hjá tíu ára strák, og Palcio fellur ekki í þá gildru að velta sér upp úr tilfinningunum. Þetta eru tilfinningar tíu ára stráks sem er að takast á við það að vera öðruvísi – að vera „ljótur“ og að vera „skrípi“ í augum hinna krakkanna. Eftir því sem líður á söguna fá fleiri persónur að taka að sér að segja söguna. Systir Ogga er þar besta dæmið þar sem hún er fjórum árum eldri og því þroskaðri. Hennar frásögn er góð á því hvernig er að vera systkini fatlaðs barns. Að vera skilningsríkur, sjálfstæður og þroskaður einstaklingur þótt maður sé bara fjórtán ára stelpa. Fleiri slíkar raddir eru kallaðar til en aðeins þær ungu, því þetta er þeirra heimur. Inn í söguna eru líka skemmtilega fléttaðar vísanir í allt frá Shakespeare til Green Day. Allt eykur þetta á vídd einfaldrar sögu með skemmtilegum hætti þó svo örlítið gæti á einsleitni í röddum sögumanna. Þýðing Ólafar Eldjárn er þó einkar lipurleg og vel unnin þó svo maður sakni á stundum ensku heitanna á dægurlögum og bíómyndum. Undur er falleg þroskasaga og styrkur hennar liggur í því að það er ekki aðeins söguhetjan Oggi sem þroskast. Kynnin af Ogga eru líka þroskandi og hann myndar falleg sambönd við fólkið sem verður á vegi hans. Undur tekst á við grimmd manneskjunnar og fordóma en hún lofsyngur líka kærleikann og umburðarlyndið í margbreytilegum heimi. Bókin er líka bráðskemmtileg á köflum og aldrei langt í þennan eilítið dökka húmor sem einkennir stundum þá sem þurfa að ganga á brattann í lífinu.Niðurstaða: Falleg margradda þroskasaga sem lesendur á öllum aldri ættu að hafa gaman af. Einföld en ljómandi skemmtileg bók.
Mest lesið „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Menning Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru Menning Frægir fundu ástina 2025 Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Bíó og sjónvarp „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Lífið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning „Við erum öll dauð hvort sem er“ Lífið Fleiri fréttir Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni „Við erum öll dauð hvort sem er“ Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Sjá meira