Þörf á meiri þjálfun í meðferð skotvopna 30. janúar 2015 07:00 Sérsveit lögreglunnar að störfum á vettvangi. Lögreglunemar fengu í fyrra í fyrsta skipti grunnþjálfun á MP5-byssu. Skólastjóri Lögregluskóla ríkisins, Karl Gauti Hjaltason, telur nauðsynlegt að auka þjálfun verðandi lögreglumanna í notkun skotvopna. „Það er af hinu góða að lögreglumenn hafi sem mesta færni í meðferð þeirra skotvopna sem lögreglan hefur yfir að ráða,“ segir hann. Samkvæmt frétt norsku fréttaveitunnar NTB í síðustu viku fengu nemar í norska lögregluháskólanum 54 kennslustundir í þjálfun skotvopna árið 2007. Í fyrra voru kennslustundirnar orðnar 102,5. „Ég tel að við séum ekki komin á þann stað sem Norðmenn eru á með skotvopnaþjálfun lögreglunema en skotvopnaþjálfun lögreglunema í Lögregluskóla ríkisins hefur verið aukin á síðustu árum,“ segir skólastjórinn.Karl Gauti HjaltasonLögreglunemar í grunnnámi hafa fengið sömu fræðslu og þarf til að standast almennt skotvopnanámskeið fyrir A-skotvopnaréttindi. Þeir hafa fengið kennslu í öllum helstu gildandi lögum og reglum um skotvopn og veiðar. Því til viðbótar hafa þeir fengið fræðslu um þær skammbyssur sem lögreglan hefur yfir að ráða auk verklegrar þjálfunar á þær. Samtals eru þetta um 15 kennslustundir, að sögn Karls Gauta. Hann greinir frá því að í fyrra hafi lögreglunemar í fyrsta skipti fengið grunnþjálfun á MP5-byssu. „Þeir sóttu tveggja daga námskeið í fyrra sem útkallslið lögreglu sótti á vegum sérsveitar Ríkislögreglustjóra og skólans. Á námskeiðinu fengu nemendur frekari verklega skotþjálfun á skammbyssuna og MP5.“ MP5-hríðskotabyssa hefur verið hluti af þeim búnaði sem lögregla, það er sérsveitin, hefur haft yfir að ráða. Karl Gauti tekur það fram að þjálfunin á þessu námskeiði veiti ekki heimild til notkunar MP5-vopna. „Á námskeiðinu voru vopnin eingöngu notuð sem hálfsjálfvirk vopn en ekki sem sjálfvirk vopn.“ Skólastjórinn segir að eitt af því sem hann muni leggja áherslu á næst þegar nemar verða teknir inn, að verkleg þjálfun í notkun skotvopna verði aukin. „Ég tel nauðsynlegt að menn geti brugðist við ef þörf krefur.“ Það er skoðun hans að bæði skynsamlegt og nauðsynlegt sé að skotvopn séu til taks í læstum skáp í lögreglubílum þar sem langar vegalengdir eru á næstu lögreglustöð. „Það sama á ekki við á höfuðborgarsvæðinu. Hér er sérsveit,“ segir hann. Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Skólastjóri Lögregluskóla ríkisins, Karl Gauti Hjaltason, telur nauðsynlegt að auka þjálfun verðandi lögreglumanna í notkun skotvopna. „Það er af hinu góða að lögreglumenn hafi sem mesta færni í meðferð þeirra skotvopna sem lögreglan hefur yfir að ráða,“ segir hann. Samkvæmt frétt norsku fréttaveitunnar NTB í síðustu viku fengu nemar í norska lögregluháskólanum 54 kennslustundir í þjálfun skotvopna árið 2007. Í fyrra voru kennslustundirnar orðnar 102,5. „Ég tel að við séum ekki komin á þann stað sem Norðmenn eru á með skotvopnaþjálfun lögreglunema en skotvopnaþjálfun lögreglunema í Lögregluskóla ríkisins hefur verið aukin á síðustu árum,“ segir skólastjórinn.Karl Gauti HjaltasonLögreglunemar í grunnnámi hafa fengið sömu fræðslu og þarf til að standast almennt skotvopnanámskeið fyrir A-skotvopnaréttindi. Þeir hafa fengið kennslu í öllum helstu gildandi lögum og reglum um skotvopn og veiðar. Því til viðbótar hafa þeir fengið fræðslu um þær skammbyssur sem lögreglan hefur yfir að ráða auk verklegrar þjálfunar á þær. Samtals eru þetta um 15 kennslustundir, að sögn Karls Gauta. Hann greinir frá því að í fyrra hafi lögreglunemar í fyrsta skipti fengið grunnþjálfun á MP5-byssu. „Þeir sóttu tveggja daga námskeið í fyrra sem útkallslið lögreglu sótti á vegum sérsveitar Ríkislögreglustjóra og skólans. Á námskeiðinu fengu nemendur frekari verklega skotþjálfun á skammbyssuna og MP5.“ MP5-hríðskotabyssa hefur verið hluti af þeim búnaði sem lögregla, það er sérsveitin, hefur haft yfir að ráða. Karl Gauti tekur það fram að þjálfunin á þessu námskeiði veiti ekki heimild til notkunar MP5-vopna. „Á námskeiðinu voru vopnin eingöngu notuð sem hálfsjálfvirk vopn en ekki sem sjálfvirk vopn.“ Skólastjórinn segir að eitt af því sem hann muni leggja áherslu á næst þegar nemar verða teknir inn, að verkleg þjálfun í notkun skotvopna verði aukin. „Ég tel nauðsynlegt að menn geti brugðist við ef þörf krefur.“ Það er skoðun hans að bæði skynsamlegt og nauðsynlegt sé að skotvopn séu til taks í læstum skáp í lögreglubílum þar sem langar vegalengdir eru á næstu lögreglustöð. „Það sama á ekki við á höfuðborgarsvæðinu. Hér er sérsveit,“ segir hann.
Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira