Endurkoma hysteríunnar Guðrún Ebba Ólafsdóttir og Kristín I. Pálsdóttir og Gunný Ísis Magnúsdóttir skrifa 22. janúar 2015 07:00 Rótin var stofnuð sem vettvangur fyrir konur til að þrýsta á um bætta þekkingu á fíknivanda og meðferð við honum. Ástæðan var ekki síst sú staðreynd að mjög hátt hlutfall kvenna, sem glíma við þennan vanda, hefur verið beitt ofbeldi, orðið fyrir áföllum eða á við geðrænan vanda að stríða samhliða fíkninni. Við teljum nauðsynlegt að komið verði á fót greiningarmiðstöð þar sem vandi einstaklinga er greindur á heildstæðan hátt svo hægt sé að haga meðferðinni í samræmi við þarfir hvers og eins. Hluti af því er að bjóða upp á sérstaka kynjaskipta meðferð. Þó að Rótin hafi ekki náð tveggja ára starfsafmæli eru hátt í 300 konur í félaginu. Meðal þeirra er fjöldi kvenna sem þekkir vandann af eigin raun og hefur farið hefðbundna leið í íslenska meðferðarkerfinu, þ.e.a.s. í afvötnun á Vogi og eftirmeðferð á Vík. Þar fyrir utan þekkjum við sem stöndum að Rótinni ótal konur í batasamfélaginu sem hafa sagt okkur sögu sína í þeim tilgangi að hún leiði til góðs. Lykilhugtakið í okkar starfi er valdefling og ekki að ástæðulausu. Meðferð þarf að taka mið af fjölþættum vanda og sögu kvenna. Það þarf að hlusta á þær og taka mark á orðum þeirra. Hefðbundin meðferð sem ekki tekur þetta til greina getur aukið á vanda þeirra (e.: retraumatisation). Það er þyngra en tárum taki hve margar konur hafa ekki fundið leið til bata með þeim aðferðum sem nú eru í boði og allt of margar ekki séð aðra leið en að svipta sig lífi. Meðferð sem gerir ráð fyrir því að sjúklingurinn horfi þröngum augum á fíknina án þess að skoða heildarmyndina, þar sem ætlast er til að hann gefi frá sér allt persónulegt vald og setji allt sitt traust á æðri mátt, hvort sem það er guð, hópurinn eða læknirinn, er ekki í samræmi við ferskustu strauma innan heilbrigðisvísindanna þar sem valdeflingu sjúklinga er gert hátt undir höfði. Það að halda því fram að áföll flækist fyrir, að konur viti ekki hvað er þeim fyrir bestu, að þær beri fyrir sig þunglyndi eða aðra erfiðleika er forræðishyggja og vanvirðing við þær konur sem leita sér hjálpar vegna áfengis- og vímuefnavanda. Slíkar áherslur mátti því miður lesa í nýlegu fréttablaði SÁÁ en blaðið er hvatinn að greinarskrifum okkar um valdeflingu kvenna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Skoðun Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Sjá meira
Rótin var stofnuð sem vettvangur fyrir konur til að þrýsta á um bætta þekkingu á fíknivanda og meðferð við honum. Ástæðan var ekki síst sú staðreynd að mjög hátt hlutfall kvenna, sem glíma við þennan vanda, hefur verið beitt ofbeldi, orðið fyrir áföllum eða á við geðrænan vanda að stríða samhliða fíkninni. Við teljum nauðsynlegt að komið verði á fót greiningarmiðstöð þar sem vandi einstaklinga er greindur á heildstæðan hátt svo hægt sé að haga meðferðinni í samræmi við þarfir hvers og eins. Hluti af því er að bjóða upp á sérstaka kynjaskipta meðferð. Þó að Rótin hafi ekki náð tveggja ára starfsafmæli eru hátt í 300 konur í félaginu. Meðal þeirra er fjöldi kvenna sem þekkir vandann af eigin raun og hefur farið hefðbundna leið í íslenska meðferðarkerfinu, þ.e.a.s. í afvötnun á Vogi og eftirmeðferð á Vík. Þar fyrir utan þekkjum við sem stöndum að Rótinni ótal konur í batasamfélaginu sem hafa sagt okkur sögu sína í þeim tilgangi að hún leiði til góðs. Lykilhugtakið í okkar starfi er valdefling og ekki að ástæðulausu. Meðferð þarf að taka mið af fjölþættum vanda og sögu kvenna. Það þarf að hlusta á þær og taka mark á orðum þeirra. Hefðbundin meðferð sem ekki tekur þetta til greina getur aukið á vanda þeirra (e.: retraumatisation). Það er þyngra en tárum taki hve margar konur hafa ekki fundið leið til bata með þeim aðferðum sem nú eru í boði og allt of margar ekki séð aðra leið en að svipta sig lífi. Meðferð sem gerir ráð fyrir því að sjúklingurinn horfi þröngum augum á fíknina án þess að skoða heildarmyndina, þar sem ætlast er til að hann gefi frá sér allt persónulegt vald og setji allt sitt traust á æðri mátt, hvort sem það er guð, hópurinn eða læknirinn, er ekki í samræmi við ferskustu strauma innan heilbrigðisvísindanna þar sem valdeflingu sjúklinga er gert hátt undir höfði. Það að halda því fram að áföll flækist fyrir, að konur viti ekki hvað er þeim fyrir bestu, að þær beri fyrir sig þunglyndi eða aðra erfiðleika er forræðishyggja og vanvirðing við þær konur sem leita sér hjálpar vegna áfengis- og vímuefnavanda. Slíkar áherslur mátti því miður lesa í nýlegu fréttablaði SÁÁ en blaðið er hvatinn að greinarskrifum okkar um valdeflingu kvenna.
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun