Endurkoma hysteríunnar Guðrún Ebba Ólafsdóttir og Kristín I. Pálsdóttir og Gunný Ísis Magnúsdóttir skrifa 22. janúar 2015 07:00 Rótin var stofnuð sem vettvangur fyrir konur til að þrýsta á um bætta þekkingu á fíknivanda og meðferð við honum. Ástæðan var ekki síst sú staðreynd að mjög hátt hlutfall kvenna, sem glíma við þennan vanda, hefur verið beitt ofbeldi, orðið fyrir áföllum eða á við geðrænan vanda að stríða samhliða fíkninni. Við teljum nauðsynlegt að komið verði á fót greiningarmiðstöð þar sem vandi einstaklinga er greindur á heildstæðan hátt svo hægt sé að haga meðferðinni í samræmi við þarfir hvers og eins. Hluti af því er að bjóða upp á sérstaka kynjaskipta meðferð. Þó að Rótin hafi ekki náð tveggja ára starfsafmæli eru hátt í 300 konur í félaginu. Meðal þeirra er fjöldi kvenna sem þekkir vandann af eigin raun og hefur farið hefðbundna leið í íslenska meðferðarkerfinu, þ.e.a.s. í afvötnun á Vogi og eftirmeðferð á Vík. Þar fyrir utan þekkjum við sem stöndum að Rótinni ótal konur í batasamfélaginu sem hafa sagt okkur sögu sína í þeim tilgangi að hún leiði til góðs. Lykilhugtakið í okkar starfi er valdefling og ekki að ástæðulausu. Meðferð þarf að taka mið af fjölþættum vanda og sögu kvenna. Það þarf að hlusta á þær og taka mark á orðum þeirra. Hefðbundin meðferð sem ekki tekur þetta til greina getur aukið á vanda þeirra (e.: retraumatisation). Það er þyngra en tárum taki hve margar konur hafa ekki fundið leið til bata með þeim aðferðum sem nú eru í boði og allt of margar ekki séð aðra leið en að svipta sig lífi. Meðferð sem gerir ráð fyrir því að sjúklingurinn horfi þröngum augum á fíknina án þess að skoða heildarmyndina, þar sem ætlast er til að hann gefi frá sér allt persónulegt vald og setji allt sitt traust á æðri mátt, hvort sem það er guð, hópurinn eða læknirinn, er ekki í samræmi við ferskustu strauma innan heilbrigðisvísindanna þar sem valdeflingu sjúklinga er gert hátt undir höfði. Það að halda því fram að áföll flækist fyrir, að konur viti ekki hvað er þeim fyrir bestu, að þær beri fyrir sig þunglyndi eða aðra erfiðleika er forræðishyggja og vanvirðing við þær konur sem leita sér hjálpar vegna áfengis- og vímuefnavanda. Slíkar áherslur mátti því miður lesa í nýlegu fréttablaði SÁÁ en blaðið er hvatinn að greinarskrifum okkar um valdeflingu kvenna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Rótin var stofnuð sem vettvangur fyrir konur til að þrýsta á um bætta þekkingu á fíknivanda og meðferð við honum. Ástæðan var ekki síst sú staðreynd að mjög hátt hlutfall kvenna, sem glíma við þennan vanda, hefur verið beitt ofbeldi, orðið fyrir áföllum eða á við geðrænan vanda að stríða samhliða fíkninni. Við teljum nauðsynlegt að komið verði á fót greiningarmiðstöð þar sem vandi einstaklinga er greindur á heildstæðan hátt svo hægt sé að haga meðferðinni í samræmi við þarfir hvers og eins. Hluti af því er að bjóða upp á sérstaka kynjaskipta meðferð. Þó að Rótin hafi ekki náð tveggja ára starfsafmæli eru hátt í 300 konur í félaginu. Meðal þeirra er fjöldi kvenna sem þekkir vandann af eigin raun og hefur farið hefðbundna leið í íslenska meðferðarkerfinu, þ.e.a.s. í afvötnun á Vogi og eftirmeðferð á Vík. Þar fyrir utan þekkjum við sem stöndum að Rótinni ótal konur í batasamfélaginu sem hafa sagt okkur sögu sína í þeim tilgangi að hún leiði til góðs. Lykilhugtakið í okkar starfi er valdefling og ekki að ástæðulausu. Meðferð þarf að taka mið af fjölþættum vanda og sögu kvenna. Það þarf að hlusta á þær og taka mark á orðum þeirra. Hefðbundin meðferð sem ekki tekur þetta til greina getur aukið á vanda þeirra (e.: retraumatisation). Það er þyngra en tárum taki hve margar konur hafa ekki fundið leið til bata með þeim aðferðum sem nú eru í boði og allt of margar ekki séð aðra leið en að svipta sig lífi. Meðferð sem gerir ráð fyrir því að sjúklingurinn horfi þröngum augum á fíknina án þess að skoða heildarmyndina, þar sem ætlast er til að hann gefi frá sér allt persónulegt vald og setji allt sitt traust á æðri mátt, hvort sem það er guð, hópurinn eða læknirinn, er ekki í samræmi við ferskustu strauma innan heilbrigðisvísindanna þar sem valdeflingu sjúklinga er gert hátt undir höfði. Það að halda því fram að áföll flækist fyrir, að konur viti ekki hvað er þeim fyrir bestu, að þær beri fyrir sig þunglyndi eða aðra erfiðleika er forræðishyggja og vanvirðing við þær konur sem leita sér hjálpar vegna áfengis- og vímuefnavanda. Slíkar áherslur mátti því miður lesa í nýlegu fréttablaði SÁÁ en blaðið er hvatinn að greinarskrifum okkar um valdeflingu kvenna.
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun