Evrópa Baldur Þórhallsson skrifar 14. janúar 2015 00:00 Menningu okkar og öryggi stendur ógn af vaxandi styrk hægri öfgaflokka og hryðjuverkahópa. Spurt er um alla Evrópu hvernig bregðast eigi við þessari ógn? Svörin er mörg og margslungin. Hefðbundnar öryggisráðstafanir eru mikilvægar en duga skammt. Einfaldar lausnir eins og lokun landamæra og ákall um einsleitara samfélag hafa aðdráttarafl en eru tímaskekkja. Þær leiða ekki til langtímalausna. Mikilvægast er að bregðast við þessari ógn efnahags- og menningarlega. Í fyrsta lagi er grundvallaratriði að missa ekki sjónar á þeim menningarlegu gildum sem sameina okkur. Umræða um trúmál á ekki að yfirskyggja umræðu um mikilvægi lýðræðis og mannréttinda. Við verðum að ávarpa af krafti mikilvægi tjáningarfrelsis og frelsis einstaklingsins. Við verðum að hampa mikilvægi veraldlegrar stjórnunar og hafna með skýrum hætti stjórnarfari sem byggir á trúarsetningum. Hafna verður opinberri trúarinnrætingu. Á sama tíma er grundvallaratriði að virða trúfrelsi einstaklinga sem er ein af grunnstoðum vestrænna lýðræðisríkja. Í öðru lagi verður að tryggja þær efnahagslegu stoðir sem vestrænt samfélag byggir á, frjálst markaðshagkerfi og velferðarkerfið. Ríki Evrópu verða að taka af miklu meiri festu á atvinnuleysi ungs fólks og skorti á tækifærum til menntunar. Koma verður í veg fyrir að heilu samfélagshóparnir einangrist í fátækt og í samtali við sjálfa sig. Fjölmenningarsamfélög, eins og Ísland, verða að koma á skipulögðum samskiptum á milli ungmenna af ólíkum uppruna. Stjórnun samfélagsins og borgarskipulag verður að taka mið af mikilvægi samskipta ólíkra hópa. Draga verður úr vaxandi misskiptingu. Að lokum. Hægri öfgamenn beina í vaxandi mæli gagnrýni sinni að möguleikum og frelsi okkar innan Evrópska efnahagssvæðisins til að flytja milli landa í leit að atvinnu og menntun. Aukin áhersla Evrópusambandsins á mannréttindi og frelsi einstaklinga er þeim einnig þyrnir í augum. Með samvinnu ólíkra hópa innan einstakra ríkja og milli þeirra í Evrópusambandinu má draga úr árekstrum, skapa ný tækifæri, bæta menntun og lífskjör. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Menningu okkar og öryggi stendur ógn af vaxandi styrk hægri öfgaflokka og hryðjuverkahópa. Spurt er um alla Evrópu hvernig bregðast eigi við þessari ógn? Svörin er mörg og margslungin. Hefðbundnar öryggisráðstafanir eru mikilvægar en duga skammt. Einfaldar lausnir eins og lokun landamæra og ákall um einsleitara samfélag hafa aðdráttarafl en eru tímaskekkja. Þær leiða ekki til langtímalausna. Mikilvægast er að bregðast við þessari ógn efnahags- og menningarlega. Í fyrsta lagi er grundvallaratriði að missa ekki sjónar á þeim menningarlegu gildum sem sameina okkur. Umræða um trúmál á ekki að yfirskyggja umræðu um mikilvægi lýðræðis og mannréttinda. Við verðum að ávarpa af krafti mikilvægi tjáningarfrelsis og frelsis einstaklingsins. Við verðum að hampa mikilvægi veraldlegrar stjórnunar og hafna með skýrum hætti stjórnarfari sem byggir á trúarsetningum. Hafna verður opinberri trúarinnrætingu. Á sama tíma er grundvallaratriði að virða trúfrelsi einstaklinga sem er ein af grunnstoðum vestrænna lýðræðisríkja. Í öðru lagi verður að tryggja þær efnahagslegu stoðir sem vestrænt samfélag byggir á, frjálst markaðshagkerfi og velferðarkerfið. Ríki Evrópu verða að taka af miklu meiri festu á atvinnuleysi ungs fólks og skorti á tækifærum til menntunar. Koma verður í veg fyrir að heilu samfélagshóparnir einangrist í fátækt og í samtali við sjálfa sig. Fjölmenningarsamfélög, eins og Ísland, verða að koma á skipulögðum samskiptum á milli ungmenna af ólíkum uppruna. Stjórnun samfélagsins og borgarskipulag verður að taka mið af mikilvægi samskipta ólíkra hópa. Draga verður úr vaxandi misskiptingu. Að lokum. Hægri öfgamenn beina í vaxandi mæli gagnrýni sinni að möguleikum og frelsi okkar innan Evrópska efnahagssvæðisins til að flytja milli landa í leit að atvinnu og menntun. Aukin áhersla Evrópusambandsins á mannréttindi og frelsi einstaklinga er þeim einnig þyrnir í augum. Með samvinnu ólíkra hópa innan einstakra ríkja og milli þeirra í Evrópusambandinu má draga úr árekstrum, skapa ný tækifæri, bæta menntun og lífskjör.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar