Innlent

Þyrla Triton í flugskýli LHG

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Þyrla Triton. Þyrla Triton hefur komið að leit og björgun hér á landi.
Þyrla Triton. Þyrla Triton hefur komið að leit og björgun hér á landi. Mynd/Anna
Lynx-þyrla danska varðskipsins Triton er nú í flugskýli Landhelgisgæslunnar þar sem flugvirkjar danska sjóhersins vinna að reglubundinni skoðun hennar. Á vef Landhelgisgæslunnar segir að gert sé ráð fyrir að skoðunin taki um það bil viku.

„Landhelgisgæslan er með samning við danska sjóherinn sem er að jafnaði með Lynx-þyrlur um borð í skipum sínum sem eiga viðdvöl hér við land. Hafa þær reglulega verið í viðbragðsstöðu fyrir þyrlur Landhelgisgæslunnar,“ segir á vef Gæslunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×