Bjelica tryggði Serbum sigur á Þjóðverjum þegar 0,9 sekúndur voru eftir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. september 2015 14:59 Nemanja Bjelica. Vísir/Getty Serbía er áfram með fullt hús í riðli Íslands eftir 68-66 sigur á Þjóðverjum í æsispennandi leik í Mercedens Benz höllinni í Berlín í dag. Nemanja Bjelica skoraði sigurkörfuna þegar 0,9 sekúndur voru eftir af leiknum. Þjóðverjar áttu mjög góða spretti í leiknum og stríddu hinu sterka liði Serba sem kannski var enn hátt uppi eftir sigurinn á Spáni. Serbarnir hittu mjög illa fyrir utan en héldu sér inn í leiknum á fráköstum og klókindum. Nemanja Bjelica var stigahæstur hjá Serbum með tólf stig en serbneska liðið hitti illa í leiknum og gat á endanum þakkað fyrir sigurinn. Bjelica ætlar greinilega að láta til sín taka á mótinu en hann var frábær í sigri á Spánverjum í gær og gerði síðan út um leikinn í lokin í dag. Nemanja Bjelica er á leiðinni í NBA-deildina en hann hefur gert samning um að spila með liði Minnesota Timberwolves. Dirk Nowitzki skoraði 15 stig og tók 10 fráköst hjá Þjóðverjum og Tibor Pleiss, sem er á leiðinni í NBA, var með 15 stig og 7 fráköst. Dennis Schröder var síðan með 11 stig og 6 stoðsendingar. Fyrsti leikhlutinn var hnífjafn en Serbar leiddu með einu stigi eftir hann, 19-18. Þjóðverjar skoruðu mikið inn í teig (12 af 18 stigum) og Serbarnir klikkuðu á 75 prósent skota sinna fyrstu tíu mínútur leiksins. Líkt og á móti Íslandi þá var Dirk Nowitzki mjög rólegur í fyrsta leikhlutanum en hann fór á flug í öðrum þar sem hann skorað 10 af 12 stigum sínum í fyrri hálfleiknum. Þjóðverjar náðu mest sjö stiga forystu í hálfleiknum en Serbarnir komu sér aftur inn í leikinn þrátt fyrir slæma hittni og voru aftur komnir yfir í hálfleik, 39-38. Serbarnir hittu skelfilega í hálfleiknum (8 prósent í þriggja, 13/1) en héldu sér á lífi með því að taka tólf sóknarfráköst í hálfleiknum. Þjóðverjar tóku aðeins eitt sóknarfrákast í öllum hálfleiknum. Þjóðverjar komust aftur yfir í þriðja leikhlutanum en viti menn Serbarnir náðu enn á ný forystunni með því enda leikhlutann vel. Serbneska liðið vann þannig síðustu fjórar mínútur þriðja leikhlutans 9-3 og var 50-48 yfir fyrir lokaleikhlutann. Serbar náðu sex stiga forskoti í upphafi fjórða leikhluta (56-50) en Þjóðverjar voru ekkert á því að gefa sig, jöfnuðu í 56-56 og komust svo yfir í 60-59. Nemanja Bjelica skoraði tvær mikilvægar körfur fyrir Serba á lokakafla leiksins og Nemanja Nedovic kom liðinu í 66-63 þegar 54 sekúndur voru eftir en Dirk Nowitzki hafði þá klikkað á víti þegar hann gat jafnað leikinn. Heiko Schaffartzik, góður vinur Loga Gunnarssonar, jafnaði metin með þriggja stiga körfu, 66-66, þegar 23 sekúndur voru eftir en Dirk Nowitzki gaf þá boltann óeigingjarnt út á hann. Nemanja Bjelica var ekki hættur og skoraði sigurkörfu Serbíu þegar 0.9 sekúndur voru eftir. Hann skoraði tólf stig í leiknum en sjö þeirra komu á síðustu fimm mínútunum. EM 2015 í Berlín Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Körfubolti Fleiri fréttir Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Sjá meira
Serbía er áfram með fullt hús í riðli Íslands eftir 68-66 sigur á Þjóðverjum í æsispennandi leik í Mercedens Benz höllinni í Berlín í dag. Nemanja Bjelica skoraði sigurkörfuna þegar 0,9 sekúndur voru eftir af leiknum. Þjóðverjar áttu mjög góða spretti í leiknum og stríddu hinu sterka liði Serba sem kannski var enn hátt uppi eftir sigurinn á Spáni. Serbarnir hittu mjög illa fyrir utan en héldu sér inn í leiknum á fráköstum og klókindum. Nemanja Bjelica var stigahæstur hjá Serbum með tólf stig en serbneska liðið hitti illa í leiknum og gat á endanum þakkað fyrir sigurinn. Bjelica ætlar greinilega að láta til sín taka á mótinu en hann var frábær í sigri á Spánverjum í gær og gerði síðan út um leikinn í lokin í dag. Nemanja Bjelica er á leiðinni í NBA-deildina en hann hefur gert samning um að spila með liði Minnesota Timberwolves. Dirk Nowitzki skoraði 15 stig og tók 10 fráköst hjá Þjóðverjum og Tibor Pleiss, sem er á leiðinni í NBA, var með 15 stig og 7 fráköst. Dennis Schröder var síðan með 11 stig og 6 stoðsendingar. Fyrsti leikhlutinn var hnífjafn en Serbar leiddu með einu stigi eftir hann, 19-18. Þjóðverjar skoruðu mikið inn í teig (12 af 18 stigum) og Serbarnir klikkuðu á 75 prósent skota sinna fyrstu tíu mínútur leiksins. Líkt og á móti Íslandi þá var Dirk Nowitzki mjög rólegur í fyrsta leikhlutanum en hann fór á flug í öðrum þar sem hann skorað 10 af 12 stigum sínum í fyrri hálfleiknum. Þjóðverjar náðu mest sjö stiga forystu í hálfleiknum en Serbarnir komu sér aftur inn í leikinn þrátt fyrir slæma hittni og voru aftur komnir yfir í hálfleik, 39-38. Serbarnir hittu skelfilega í hálfleiknum (8 prósent í þriggja, 13/1) en héldu sér á lífi með því að taka tólf sóknarfráköst í hálfleiknum. Þjóðverjar tóku aðeins eitt sóknarfrákast í öllum hálfleiknum. Þjóðverjar komust aftur yfir í þriðja leikhlutanum en viti menn Serbarnir náðu enn á ný forystunni með því enda leikhlutann vel. Serbneska liðið vann þannig síðustu fjórar mínútur þriðja leikhlutans 9-3 og var 50-48 yfir fyrir lokaleikhlutann. Serbar náðu sex stiga forskoti í upphafi fjórða leikhluta (56-50) en Þjóðverjar voru ekkert á því að gefa sig, jöfnuðu í 56-56 og komust svo yfir í 60-59. Nemanja Bjelica skoraði tvær mikilvægar körfur fyrir Serba á lokakafla leiksins og Nemanja Nedovic kom liðinu í 66-63 þegar 54 sekúndur voru eftir en Dirk Nowitzki hafði þá klikkað á víti þegar hann gat jafnað leikinn. Heiko Schaffartzik, góður vinur Loga Gunnarssonar, jafnaði metin með þriggja stiga körfu, 66-66, þegar 23 sekúndur voru eftir en Dirk Nowitzki gaf þá boltann óeigingjarnt út á hann. Nemanja Bjelica var ekki hættur og skoraði sigurkörfu Serbíu þegar 0.9 sekúndur voru eftir. Hann skoraði tólf stig í leiknum en sjö þeirra komu á síðustu fimm mínútunum.
EM 2015 í Berlín Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Körfubolti Fleiri fréttir Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Sjá meira