Innlent

Innkalla dökkt súkkulaði

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Ekta dökkt súkkulaði hjá Korninu.
Ekta dökkt súkkulaði hjá Korninu.
Kornið hefur í samráði við Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis innkallað Ekta dökk súkkulaði sem selt er í verslunum Kornsins. Ástæðan er sú að varan innheldur sojalesitín sem er þekktur ofnæmis- og óþolsvaldur sem ekki er getið um á umbúðum vörunnar.

Frá þessu er greint á vefsíðu Matvælastofnunar og eru þeir neytendur, sem keyptu súkkulaðið og eru viðkvæmir fyrir sojaafurðum, beðnir um að skila súkkulaðinu í næsta útibú Kornsins. Tekið er fram að varan er skaðlaus þeim sem ekki eru viðkvæmir fyrir sojaafurðum.

Eftirfarandi upplýsingar auðkenna vöruna sem innköllunin einskorast við:

Vörumerki: Ekta dökkt súkkulaði

Strikanúmer: 5690586200168

Best fyrir: Allar dagsetningar

Pökkunaraðili: Kornið ehf

Dreifing: Verslanir Kornsins um land allt ( Hjallabrekku í Kópavogi, Búðarkór í Kópavogi, Borgarholtsbrat í Kópavogi, Borgartúni Reykjavík, Dalshrauni Hafnarfirði, Fitjum Reykjanesbæ, Hrísateigi Reykjavík, Hraunbæ Reykjavík, Kirkjustétt Reykjavík, Lækjargötu Reykjavík, Reykjavíkurvegi Hafnaarfirði, Spönginni Reykjavík, Tjarnarvöllum Reykjavík og Ögurhvarfi Kópavogi).




Fleiri fréttir

Sjá meira


×