Enski boltinn

Phil Neville: Allir sjá vandamálið hjá City en þeir breyta engu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Vísir/Getty
Phil Neville, knattspyrnuspekingur á Match of the Day á BBC, hefur sína skoðun á því sem er að hrjá Manchester City en ljósbláa Manchester-liðið tapaði í gær í sjötta sinn í síðustu átta leikjum sínum.

Neville telur samt að leikmenn City-liðsins séu ennþá að spila fyrir knattspyrnustjórann Manuel Pellegrini. „Ég held að þeir séu enn að gera það," sagði Phil Neville en hann bendir á annað.

„Stærsta vandamálið hjá Manchester City að mínu mati er það sem allir sjá í þessum stærstu leikjum þeirra. Taktín hjá liðinu er hreinlega röng. Þeir eru að spila 4-4-2 og þeir eru undirmannaðir inn á miðjunni. Það sjá þetta allir en þeir hafa samt ekki breytt þessu ennþá," sagði Phil Neville.

„Þeir spiluðu á tímabili með James Milner á miðjunni á móti Manchester United og þá litu þeir mjög vel út. Þeir voru mjög traustir í byrjun leiksins og svo fá þeir á sig mark," sagði Phil Neville.

„Allt í einu slitnar liðið og leikskipulagið fór út um þúfur. Ég myndi hafa mestu áhyggjurnar af því. Þegar hlutirnir ganga illa í pressuleikjum þá gefur liðið eftir. Ef ég væri Pellegrini þá hefði ég mestu áhyggjurnar af því," sagði Phil Neville.


Tengdar fréttir

Pellegrini: Þetta er mér að kenna

Manuel Pellegrini, knattspyrnustjóri Manchester City, tók sjálfur fulla ábyrgð á slæmu gengi liðsins að undanförnu en liðið tapaði 4-2 á móti nágrönnunum í Manchester United í gær.

Gary Neville: Manchester United liðið verður bara betra

Gary Neville, knattspyrnuspekingur Sky Sports og aðstoðarþjálfari enska landsliðsins, er ánægður með sína gömlu félaga í Manchester United og hann er sáttur með starf knattspyrnustjórans Louis van Gaal.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×