Innlent

Heiðarlegi fanginn vildi aðeins kók í fundarlaun

Jakob Bjarnar skrifar
Sýn Ingibjargar á Kvíabryggju er allt önnur en var eftir heimsókn hennar þangað.
Sýn Ingibjargar á Kvíabryggju er allt önnur en var eftir heimsókn hennar þangað.
Stundin greinir frá því að Ingibjörg Kristjánsdóttir, hafi orðið fyrir því óláni, í heimsókn á Kvíabryggju, þar sem hún var fyrir skömmu til að hitta eiginmann sinn Ólaf Ólafsson fjárfesti, að tapa veski sínu. Stundin segir það altalað meðal fanga á staðnum að það hafi verið troðfullt af peningum.

Ingibjörg tjáir sig um málið við blaðamann Stundarinnar, og segist ekki hafa áttað sig á því að veskið væri tapað fyrr en Ólafur hringdi í sig næsta dag. Þá hafði samfangi Ólafs fundið veskið og skilað því til hans aftur. Þannig má ljóst vera að heiðarleikinn er sannarlega til staðar á Kvíabryggju. Ingibjörg segir frá því að hún hafi boðið fundarlaun en fanginn hafi hins vegar ekki viljað þiggja neitt, nema ef vera kynni ein kókflaska.

Viðkomandi fangi vildi ekki greina nánar frá góðverki sínu þegar Vísir leitaði eftir því. En, samkvæmt heimildum Vísis gerðist atvikið á fyrsta degi Ólafs á Kvíabryggju. Bankamennirnir þekktu sem nú eru á Kvíabryggju, Ólafur, Hreiðar Már Sigurðsson og Sigurður Einarsson, halda hópinn og er Ólafur þeirra duglegastur að blanda geði við aðra fanga. Það skilaði sér svo í þessu – hugsanlega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×