Innlent

Íbúum í Ölfusi fjölgar nú aftur

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Þorlákshöfn úr lofti. Fólksfækkun hefur valdið ráðamönnum í Ölfusi hugarangri síðustu misseri.
Þorlákshöfn úr lofti. Fólksfækkun hefur valdið ráðamönnum í Ölfusi hugarangri síðustu misseri. Fréttablaðið/Rósa
Íbúum hefur fjölgað ört í Ölfusi síðustu tvo mánuði eftir að botni var náð í íbúafjölda í febrúar.

Fram kemur á vef sveitarfélagsins að í febrúar hafi verið 1.882 íbúar skráðir, en nú séu þeir orðnir jafnmargir og þeir hafi verið í júlí á síðasta ári, eða 1.903.

Fram kemur að fólksfækkunin hafi verið rædd á vettvangi sveitarfélagsins og að fagnefndir og bæjarstjórn hafi rætt leiðir til að „snúa vörn í sókn og kynna þá mörgu kosti sem sveitarfélagið býr yfir“.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×