Innlent

Eva Bjarnadóttir ráðin aðstoðarkona Árna Páls

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Eva Bjarnadóttir.
Eva Bjarnadóttir.
Eva Bjarnadóttir hefur verið ráðin aðstoðarkona Árna Páls Árnasonar, formanns Samfylkingarinnar. Samhliða störfum sínum sem aðstoðarkona mun hún jafnframt vinna fyrir þingflokk jafnaðarmanna í Norðurlandaráði að mannréttinda- og neytendamálum.

Eva var blaðamaður á Fréttablaðinu og hefur áður gegnt ýmsum störfum á sviði jafnréttis- og mannréttindamála. Hún er menntuð í stjórnmála- og kynjafræði og er með meistaragráðu í stjórnmálakenningum frá Edinborgarháskóla. Eva hefur áður starfað fyrir Samfylkinguna, þá sem framkvæmdastjóri Ungra jafnaðarmanna árið 2008.

Núverandi aðstoðarmaður Árna Páls, Ásgeir Runólfsson, heldur áfram en bætir við sig verkefnum fyrir Samfylkinguna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×