Handmalar kaffibaunir í þakíbúð á Skólavörðustíg Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 10. maí 2015 12:00 Vísir/Valli Sonja Björk og sambýlismaður hennar Jökull flutti inn í íbúðina í september, þrátt fyrir að hún sé ekki nema 40 skráðir fermetrar er hún vel skipulögð og rýmið nýtist vel. Sólin skín inn um stóra gluggana og Sonja, sem er menntaður innanhússarkitekt, á alls konar fallega muni. Hún segist þó ekki vera allt of vandlát á hvaða hlutir fái fastan stað á heimilinu. „Mér finnst gaman að fá eitthvað gefins og mér finnst allir hlutir eiga heima einhvers staðar,“ segir hún eftir smá umhugsun og bætir við að hún tengi gjafir við þann sem gefur. Það getur verið hægara sagt en gert að komast yfir kræsilegar leiguíbúðir en Sonja og Jökull duttu svo sannarlega í lukkupottinn. „Þegar við fórum og skoðuðum íbúðina var Jökull búinn að segja við mig að gera mér ekki of miklar vonir. Við vissum bara að hún væri lítil og svo komum við hingað upp og fórum bara að hlæja,“ segir hún glöð í bragði enda er útsýnið tilkomumikið. Eldhúsið og stofan eru samtengd rými og gluggar eru á öllum austurveggjum íbúðarinnar. Í stofunni stendur rúmgott eldhúsborð en Sonja segir að uppáhaldsstaðurinn í íbúðinni sé við borðið þar sem hægt er að sitja í rólegheitum, drekka kaffi og njóta útsýnisins.Það getur oft reynst þrautin þyngri að ákveða hvar skal hengja upp listaverk og málverk. „Þetta var eitt af verkunum sem við hengdum fyrst upp,“ segir hún en verkið er eftir grafíska hönnuðinn Kríu Benediktsdóttur. Handsmíðaðar viðarhillur eru undir gluggunum í stofunni. Hillurnar teiknaði Sonja og fékk í þrítugsafmælisgjöf frá Jökli en þær eru smíðaðar af húsgagnasmíðanemanum Jóni Hinriki Höskuldssyni. Á eldhúsborðinu stendur vígalegur þrívíddarprentari. „Við keyptum hann í pörtum og settum hann svo saman, þegar allir voru að púsla um jólin vorum við að setja saman 3D-prentara.“ Hér eru kaffibaunir handmalaðar í gamalli kaffikvörn á hverjum morgni. „Þetta er svo mikil stemning, svo er maður líka með útsýnið,“ segir Sonja og hlær. Sonja á afmæli rétt fyrir jól og fékk í afmælisgjöf dagatal frá Art 365 sem inniheldur 365 listaverk eftir íslenska listamenn. „Þetta er svona eins og að opna pakka á hverjum degi,“ segir Sonja. Mest lesið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Bíó og sjónvarp Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Charli xcx gifti sig Lífið Fleiri fréttir Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Sjá meira
Sonja Björk og sambýlismaður hennar Jökull flutti inn í íbúðina í september, þrátt fyrir að hún sé ekki nema 40 skráðir fermetrar er hún vel skipulögð og rýmið nýtist vel. Sólin skín inn um stóra gluggana og Sonja, sem er menntaður innanhússarkitekt, á alls konar fallega muni. Hún segist þó ekki vera allt of vandlát á hvaða hlutir fái fastan stað á heimilinu. „Mér finnst gaman að fá eitthvað gefins og mér finnst allir hlutir eiga heima einhvers staðar,“ segir hún eftir smá umhugsun og bætir við að hún tengi gjafir við þann sem gefur. Það getur verið hægara sagt en gert að komast yfir kræsilegar leiguíbúðir en Sonja og Jökull duttu svo sannarlega í lukkupottinn. „Þegar við fórum og skoðuðum íbúðina var Jökull búinn að segja við mig að gera mér ekki of miklar vonir. Við vissum bara að hún væri lítil og svo komum við hingað upp og fórum bara að hlæja,“ segir hún glöð í bragði enda er útsýnið tilkomumikið. Eldhúsið og stofan eru samtengd rými og gluggar eru á öllum austurveggjum íbúðarinnar. Í stofunni stendur rúmgott eldhúsborð en Sonja segir að uppáhaldsstaðurinn í íbúðinni sé við borðið þar sem hægt er að sitja í rólegheitum, drekka kaffi og njóta útsýnisins.Það getur oft reynst þrautin þyngri að ákveða hvar skal hengja upp listaverk og málverk. „Þetta var eitt af verkunum sem við hengdum fyrst upp,“ segir hún en verkið er eftir grafíska hönnuðinn Kríu Benediktsdóttur. Handsmíðaðar viðarhillur eru undir gluggunum í stofunni. Hillurnar teiknaði Sonja og fékk í þrítugsafmælisgjöf frá Jökli en þær eru smíðaðar af húsgagnasmíðanemanum Jóni Hinriki Höskuldssyni. Á eldhúsborðinu stendur vígalegur þrívíddarprentari. „Við keyptum hann í pörtum og settum hann svo saman, þegar allir voru að púsla um jólin vorum við að setja saman 3D-prentara.“ Hér eru kaffibaunir handmalaðar í gamalli kaffikvörn á hverjum morgni. „Þetta er svo mikil stemning, svo er maður líka með útsýnið,“ segir Sonja og hlær. Sonja á afmæli rétt fyrir jól og fékk í afmælisgjöf dagatal frá Art 365 sem inniheldur 365 listaverk eftir íslenska listamenn. „Þetta er svona eins og að opna pakka á hverjum degi,“ segir Sonja.
Mest lesið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Bíó og sjónvarp Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Charli xcx gifti sig Lífið Fleiri fréttir Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Sjá meira