Við erum „bestust“ Margrét Jónsdóttir skrifar 22. desember 2015 07:00 Ekki man ég hversu oft ég hef legið á bæn til Guðs, í gegnum tíðina og beðið hann um betra veður. Bara svona örlítið hlýrra og notalegra. Og nú þegar hann virðist vera í þann veginn að bænheyra mig, tryllist öll heimsbyggðin. Mér dettur þetta í hug, nú að lokinni loftslagsráðstefnu í París. En eftir fréttum að dæma virðast fulltrúar okkar helst hafa notað tækifærið til að hæla framgöngu okkar í uppgræðslu lands. Við værum til og með svo frábær að vera með landgræðsluskóla til að kenna óvitunum í útlöndum að græða upp sínar heimaeyðimerkur, enda með 100 ára reynslu að baki í þessum efnum. Hvergi hef ég séð á prenti eftir þessa ráðstefnu að fulltrúar okkar hafi bent á, að við landnám hafi landið hér verið vafið gróðri frá fjöru til fjalls, né um stærð núverandi gróðurhulu. (25% af landinu.) Hvergi hef ég heldur séð á prenti, eftir þessa ráðstefnu, að fulltrúarnir hafi minnst á ástæðu þess að við erum hér með stærstu manngerðu eyðimörk í Evrópu og þótt víðar væri leitað. Að við bærum mikla ábyrgð á þessari svokölluðu hlýnun jarðar með hjarðbúskap í yfir 1100 ár svo og samgöngutækjum og verksmiðjum í heila öld. Nei, ekki orð, við segjum bara frá því sem kemur okkur vel en sleppum hinu. Við erum alltaf mest og best og nú höfum við líka slegið heimsmet í landgræðslu! Fyrirbærið Landgræðsla ríkisins á vissulega heiður skilinn fyrir að hafa náð því að græða upp rúmlega 1% af eyðimörkinni á rúmlega 100 árum. ( Munið að landið er 75% eyðimörk.) Það er ekki við hana að sakast að ekki hefur tekist að græða upp stærra land. Það eru allar ríkisstjórnir landsins sem bera ábyrgð á því að ekki er meira gert.Viðurkenna ekki ástæðurnar Ríkisstjórnirnar vilja fyrir það fyrsta hvorki viðurkenna ástæður gróður- og jarðvegseyðingar né vilja til að takast á við vandann og hafa auk þess svo rosalega mikið að gera við peningana í önnur verkefni, að Landgræðslan og reyndar skógræktin líka, mæta alltaf afgangi. Nú er t.d. enn á ný verið að gera búvörusamninga við bændur sem árlega kosta okkur marga milljarða. Og talandi um bændur, minnir mig á skurðina sem þeir hafa látið grafa, svo langa og marga að samanlögð lengd þeirra mundi ná utan um allan hnöttinn. Reyndar kom það fram á loftslagsráðstefnunni í París hversu hættulegt það er loftslaginu að hleypa út svona miklum koltvísýringi með skurðgreftrinum. Ég veit til þess að í sumum löndum er bannað að skilja eftir opna skurði við framræslu lands, þar þarf að setja dren í þá og loka þeim svo aftur. Í Svíþjóð eru yfir 100 ár síðan þessari reglu var komið á. Megi svo nýtt ár færa okkur hagstætt veður til landgræðslu og skógræktar og einnig færa okkur marga dásamlega daga til útivistar, í hlýju og góðu veðri, án þess að það komi niður á himni og jörð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Sjá meira
Ekki man ég hversu oft ég hef legið á bæn til Guðs, í gegnum tíðina og beðið hann um betra veður. Bara svona örlítið hlýrra og notalegra. Og nú þegar hann virðist vera í þann veginn að bænheyra mig, tryllist öll heimsbyggðin. Mér dettur þetta í hug, nú að lokinni loftslagsráðstefnu í París. En eftir fréttum að dæma virðast fulltrúar okkar helst hafa notað tækifærið til að hæla framgöngu okkar í uppgræðslu lands. Við værum til og með svo frábær að vera með landgræðsluskóla til að kenna óvitunum í útlöndum að græða upp sínar heimaeyðimerkur, enda með 100 ára reynslu að baki í þessum efnum. Hvergi hef ég séð á prenti eftir þessa ráðstefnu að fulltrúar okkar hafi bent á, að við landnám hafi landið hér verið vafið gróðri frá fjöru til fjalls, né um stærð núverandi gróðurhulu. (25% af landinu.) Hvergi hef ég heldur séð á prenti, eftir þessa ráðstefnu, að fulltrúarnir hafi minnst á ástæðu þess að við erum hér með stærstu manngerðu eyðimörk í Evrópu og þótt víðar væri leitað. Að við bærum mikla ábyrgð á þessari svokölluðu hlýnun jarðar með hjarðbúskap í yfir 1100 ár svo og samgöngutækjum og verksmiðjum í heila öld. Nei, ekki orð, við segjum bara frá því sem kemur okkur vel en sleppum hinu. Við erum alltaf mest og best og nú höfum við líka slegið heimsmet í landgræðslu! Fyrirbærið Landgræðsla ríkisins á vissulega heiður skilinn fyrir að hafa náð því að græða upp rúmlega 1% af eyðimörkinni á rúmlega 100 árum. ( Munið að landið er 75% eyðimörk.) Það er ekki við hana að sakast að ekki hefur tekist að græða upp stærra land. Það eru allar ríkisstjórnir landsins sem bera ábyrgð á því að ekki er meira gert.Viðurkenna ekki ástæðurnar Ríkisstjórnirnar vilja fyrir það fyrsta hvorki viðurkenna ástæður gróður- og jarðvegseyðingar né vilja til að takast á við vandann og hafa auk þess svo rosalega mikið að gera við peningana í önnur verkefni, að Landgræðslan og reyndar skógræktin líka, mæta alltaf afgangi. Nú er t.d. enn á ný verið að gera búvörusamninga við bændur sem árlega kosta okkur marga milljarða. Og talandi um bændur, minnir mig á skurðina sem þeir hafa látið grafa, svo langa og marga að samanlögð lengd þeirra mundi ná utan um allan hnöttinn. Reyndar kom það fram á loftslagsráðstefnunni í París hversu hættulegt það er loftslaginu að hleypa út svona miklum koltvísýringi með skurðgreftrinum. Ég veit til þess að í sumum löndum er bannað að skilja eftir opna skurði við framræslu lands, þar þarf að setja dren í þá og loka þeim svo aftur. Í Svíþjóð eru yfir 100 ár síðan þessari reglu var komið á. Megi svo nýtt ár færa okkur hagstætt veður til landgræðslu og skógræktar og einnig færa okkur marga dásamlega daga til útivistar, í hlýju og góðu veðri, án þess að það komi niður á himni og jörð.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar