Enski boltinn

Alex Song er væntanlegur í lok október

Stefán Árni Pálsson skrifar
Song er væntanlegur.
Song er væntanlegur. vísir/getty
David Gold, stjórnarformaður hjá West Ham, segir að Alex Song sé væntanlegur aftur í liðið í október.

Þessi frábæri miðjumaður samdi við West Ham á síðasta degi félagaskiptagluggans en hefur ekki enn tekið þátt í leik með liðinu á þessu tímabili vegna meiðsla á ökla.

„Ég vona að hann verði klár í lok október,“ segir Gold á Twitter.

Þessi 28 ára miðjumaður lék 31 leik með liðinu á síðustu leiktíð og þá var hann á láni frá Barcelona. Liðið hefur farið frábærlega af stað og er í þriðja sæti deildarinnar með 13 stig. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×